Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 20

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 20
92 GEISLINN en pað var meira en nóg, til að hindra ferð þess, ef pað skyldi festa löppina I gildrunni. Þegar Matteus og fjelagar hans voru búnir að ganga eins vel frá öllu og peir höfðu vit á, fóru peir inn I kofana til að biða par eftir pví, sem ske kynni. Fyrri helming næturinnar voru peir fjelagar kringum stórt bál, sem peir kyntu á auðum stað fyrir framan kristniboðs- stöðina, og eyddu peir tímanum með pví að segja hver öðrum sögur af villidýrum, segja frá pví, sem peir höfðu sjálfir sjeð og reynt á liðnum tíma; en petta varð auðvitað til pess, að gjöra pá enn skelkaðri. Fólkið í kristni- boðsstöðinni og porpunum I kring beið bæði með kvíða og eftirvæntingu eftir leikslokunum, og er víst óhætt að segja, að varla nokkur maður par hafi porað að blunda pessa nótt. En hver klukkustundin leið af annari og pað leit helst út fyrir pað, að allar pessar tilraunir til að handsama ræningjana ætluðu að verða árangurslausar. Alt í einu heyrðist byssuskot, sem rauf næturkyrðina, og par á eftir heyrðist ógurlegt öskur, er bergmálaði I skóginum og fjekk hverja ásjónu til að blikna. t>að var ekki orðið bjart enn, og enginn porði út til að sjá hvað um væri að vera, pví að menn geta tæplega mætt nokkuru, eins ægilegu og særðu ljóni, og öskrið sem heyrðist gaf pað til kynna, að skotið hefði að minsta kosti ekki strax drepið dýrið. Bráðlega bjuggu menn sig samt undir pað að elta hið særða ljón, og leituðu uppi alt, er mögulegt var að nota sem vopn, spjót, hnífa, barefli o. fl. Strax og ratljóst var orðið lagði petta vopn- aða lið af stað með Matteus í fararbroddi, pangað sem gildran var. Hópur paulæfðra veiðimanna frá porpunum I kring, sem einnig höfðu heyrt byssuskotið og öskur ljónsins, kom nú með spjót sín og gekk í lið með hinum, I von um að fá eitthvað af kjötinu, og einnig dálítið af heiðrinum, fyrir pað að hafa drepið ljónið. Veiðimennirnir gengu nú pangað, sem ætið var, en sáu ekkert til Ijónsins, en skotið var farið úr byssunni og gildran var horfin, blóð blettir sáust einnig kringum girðinguna. Matt- eus leysti byssuna frá girðingunni, hlóð hana aftur og hjelt svo, ásamt fylgdarliði sinu, inn í skóginn, og röktu peir blóðferilinn. Deir voru komnir að peirri niðurstöðu, að pegar ljónið hefði særst af byssuskotinu, mundi pað hafa brölt um inni í girðingunni pangað til pað hefði fest löppina I gildrunni, og pegar pví hefði aukist próttur aftur, mundi pað hafa lagt af stað inn í skóginn og dregið gildruna með sjer. Mennirnir voru ekki komnir lengra en nokkur hundruð metra inn í skóginn, er peir alt I einu heyrðu ógeðslegt urr, sem varð til pess að peir námu staðar. Það er naumast unt að hugsa sjer hve undrandi peir urðu við pá sjón, er peir sáu. Aðeins fáein fet frá peim lá risavaxið karlljón steindautt, og við hlið pess lá kvenljón með aðra framlöppina í stálgildrunni og var að jeta ljónið, sem hafði drepist af byssuskotinu. Matteus miðaði byss- unni á haus dýrsins og hleypti af. Honum tókst að veita pví banasár. Nú lá kvenljónið dautt við hlið maka síns. Degar hættan var afstaðin, varð hver maður að fá að stinga spjótinu sínu I ljónsskrokkana, svo að hann gæti sagt, er hann kom heim til sín, að hann hefði verið á ljónaveiðum. Dessi viðburður mun lengi hafður að umtals- efni kringum bálin, sem kynt eru í porpunum kringum Musofu-kristniboðsstöðina og lengi mun Matteusar verða minst sem hetju meðal sinna ættmanna. Hinn 7. ágúst 1925 kom pað fyrir frú Wheeler, konu kristniboðans á pessari sömu kristniboðsstöð, að henni var nóg boðið. Leópardi, sem hafði særst svo á annari fram- löppinni, að hann gat ekki veitt bráð sína á venjulegan hátt, settist að í nánd við kristni- boðsstöðina og fór að veiða hænsni. Dreng- irnir I kristniboðsstöðinni höfðu sjeð hann einu sinni eða tvisvar, og penna dag sá Jack, matsveinninn hann, og hljóp á eftir honum með handklæði í hendinni. Hundur frúarinnar hljóp á eftir Jack og rjeðst á dýrið. Jack hljóp inn og sótti byssu og skotfæri. Hundur- inn hjelt áfram að glettast við leópardann, svo að hann komst ekki burt; en Jack, sem var lítt vanur að fara með byssu, eyddi öll- um peim skotfærum, er hann hafði tekið með

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.