Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 21

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 21
GEISLINN 93 sjer, án pess þó að geta drepið leópardann. Loks rjeðist Jack á hann og sló hann með byssuskeftinu. Þegar hann var búinn að berja dýrið lengi, hjelt hann, að nú hlyti pað að vera dautt. Hin dýra byssa, sem Jack hafði fengið að láni hjá frú Wheeler, var nú komin í marga parta. Frúin, litla dóttir hennar He- Iena Eva og skóladrengirnir komu nú út til að sjá leópardánn, og Jack fór inn til að sækja sína byssu. Það sást nú brátt að leó- pardinn var ekki dauður, og frúin flýtti sjer pvi, sem mest hún mátti, inn með barnið. Hún var naumast komin inn úr dyrunum, pegar nokkurir af skólapiltunum komu hlaup- andi og sögðu að leópardinn hefði drepið Jack, sögðust peir hafa orðið svo hræddir, er peir sáu viðureign hans og dýrsins, að peir flýðu sem fætur toguðu og ljetu pað ráðast hvað um Jack yrði. Dað var nú ekki karl- mannlega gjört af peim; sumir peirra voru pó fullorðnir menn og höfðu spjót I höndum sjer. Nokkurum mínútum seinna kom Jack eins og úr helju heimtur, og lagaði blóðið úr honum. Leópardinn hafði bitið hann í annan hand- legginn, slengt honum niður og reynt að glepsa í hálsinn á honum til að bíta hann á barkann, en Jack var svo snarráður að verja hálsinn, að leópardinn náði aldrei til hans. Svo kom hundurinn og rjeðst á dýrið og pá hafði pað sig á burtu. Jack hjelt nú heim og hundurinn með honum, er hafði fengið stóra skrámu á hálsinn; breiða hálsbandið hans hafði bjargað lífi hans. Frú Wheeler fór nú að pvo sárin, og pótt Jack lægi við yfirliði, sendi hann mann til næsta porps til að biðja um hjálp. Dorpsbúar komu skjótt með spjót sín og byssur, fundu leópardann og drápu hann; hafði hann ráðist á einn mannanna og veitt honum talsverðan áverka, en pó ekki hættulegan. Af slíkum og pví líkum ástæðum er pað, að kristniboðinn getur tæplega verið óhrædd- ur um heimilisfólk sitt, pegar hann verður að fara í ferðalag og vera lengi fjarverandi. Er við vorum á heimleið til Elizabetville I Kóngóríkinu eftir rannsóknarferð um skóginn, lá leið vor um eitt af hinum mestu villidýra- hjeruðum í Vesturafríku. Næstum tvo daga ferðuðumst við um mjög strjálbygðar sveitir, par sem villidýrin halda sig og par sem ljón- ið ríkir sem einvaldur konungur peirra. Er við ókum af stað, sáum við merki pess, að antilópar væru í nánd, og við sáum einnig greinileg spor eftir leóparda, sjakala, hýenur og ljón. Með pví að við purftum að flýta okkur, var oft orðið framorðið á kvöldin, pegar við slóum niður tjöldum okkar, og fyrsta daginn, sem við ókum um pessi hjeruð, var klukkan orðin hálf tíu, er við námum staðar, til að sjá okkur út næturstað. Við vorum orðnir næstum vatnslausir, pví að við höfðum ekki farið framhjá neinni á eða vatni, síðan við lögðum upp snemma um morguninn. Það var mjög lítið útlit fyrir að við mundum geta fengið vatn bráðlega, pví að landið, sem við fórum nú um, var mestmegnis stórar sand- breiður; við ákváðum pví að geyma pað, sem eftir var af vatninu til að hafa í varageymir bifreiðarinnar. Af pessu leiddi pað, að ómögu- legt var fyrir okkur að sjóða nokkuð til kvöld- matar; og með pví að framorðið var, hugguð- um við hver annan með pví, að við vildum heldur fara að sofa, en að borða. Hefðum við pá vitað hversu ónæðissama nótt við áttum, mundum við hafa litið öðruvlsi á málið. Er við höfðum numið staðar, sagði James: „Bawana, petta er ekki góður náttstaður.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði jeg. „Af pví að hjer eru ljón. Jeg heyri til peirra.“ í fyrstu hjelt jeg að hann segði petta af pvl að hann væri hálfsmeikur, með pví að hann vissi, að við vorum i óbygðum og kann- ske meðfram af pvl, að hann hafði heyrt að ferðamenn hefðu tekið sjer náttstað parna I grendinni og ljón ráðist á pá og orðið einum peirra að bana. Við fórum nú að hlusta hvórt við heyrðum nokkuð, og að augnabliki liðnu heyrðum við greinilega öskur, sem við könn- uðumst mjög vel við, á að giska í l^/o km fjarlægð. Við ljetum nú samt sem ekkert væri, en hjeldum áfram pví sem við vorum að gjöra. En til vonar og vara ákváðum við að tína saman purr sprek, sem lágu á víð og dreif alt í kringum okkur, og kynda bál um nótt-

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.