Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 22

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 22
94 GEISLINN ina. Við vorum ekki nema nokkurar mínútur að pessu, en samt heyrðum við öskrið oft á meðan, og varð pað alt af hærra og greini- legra og sannfærði okkur um pað að ljónið nálgaðist. Við kveiktum nú tvö mikil bál sitt hvoru megin við tjaldið. Og með hlaðnar byssur við hlið okkar, lásum við í Quðs orði og báðum kvöldbænir vorar og lögðumst svo til svefns. Ekki höfðum við sofið meira en hálfa klukku- stund, er við vöknuðum við pað að James hvíslaði: „Bawana, Ijónin eru hjer. Darna stend- ur eitt við vagninn; pau voru tvö eða prjú alls. Jeg heyri til hinna milli trjánna inni í skóginum!" Jeg settist upp og njeri augun, og um leið og jeg horfði gegnum mýflugnanetið, ætlaði jeg að fara að segja: „James, petta er bara brakið í eldinum", pegar Boger hvíslaði: „Jeg sje pað." í sama bili sáum við afarstórt ljón í bjarmanum af eldinum. Jeg greip á auga- bragði byssuna, en áður en jeg gæti hleypt af, dróg ljónið sig í hlje í skugganum og fór að ganga hringinn I kringum tjaldið. Við gátum ekki framar komið auga á pað nje fjelaga pess, við heyrðum aðeins hið hæga fótatak pess, er pað gekk fram og aftur, stundum spölkorn burtu, stundum rjett við hengirúm okkar. Auðvitað var pað hætt að öskra; en af framferði pess vissum við, að pað var farið að sitja um okkur. Ljónið öskr- ar, er pað röltir um til að leita sjer að fæðu, en aldrei, pegar pað situr um bráð sína. Þá læðist pað, eins og köttur og er kænt, sem höggormur. Nú var Matteus orðinn svo hræddur að hann reyndi að skríða undir eitt hengirúmið til að verja sig; en er hann sá að pað var ómögulegt, hnipraði hann sig saman til fóta minna og ljet ekkert á sjer bæra. Stundum liðu margar mínútur án pess að við heyrðum nokkuð, og pá ríkti alstaðar dauðapögn. Þeg- ar ljón er nálægt, porir ekkert dýr, hvorki stórt nje lítið, að hreyfa sig, og pví ríkti nú dauðakyrð í skóginum; og kyrðina í skóg- um Afríku verður maður sjálfur að reyna, til að geta gjört sjer nokkura rjetta hugmynd um hana. Nú heyrðum við að trjágrein brotnaði og pað skrjáfaði í laufinu í annari átt en áður, og af pví vissum við, að óvinurinn hafði breytt stefnunni. Ráðprota út af pví að hafa biðið parna kvíðafullir 1 tvær klukkustundir, án pess að hafa getað unnið á ljóninu, hlóðum við nýjan bálköst, ef vera kynni að okkur tækist að fæla pað burtu. Er eldurinn magnaðist og loginn reis hærra og hærra, og við fórum að hafa okkur á kreik, urðum við pess varir, að pað breytti á ný stefnu sinni, og eftir nokkur augnablik heyrðum við pað öskra mörg hundruð metra burtu. Maki pess svar- aði, en enn Iengra burtu. Með byssurnar við hlið vora lögðum við okkur til hvíldar og sofnuðum skjótt. Ljóns- öskrið heyrðum við næstum alla nóttina, og oft vöknuðum við við pað, að trjágrein datt niður eða fugl flögraði í trjánum yfir okkur. Einu sinni heyrði jeg Boger segja upp úr svefninum: „Darna sje jeg augu pess tindra í bjarmanum af eldinum! Nú ætla jeg að reyna að fella pað!" Er birta tók af degi vöknuðum við, og sá- um pá spor tveggja ljóna og eins leóparda í blautum sandinum kringum tjaldið; sum peirra voru aðeins 16 fet frá peim stað, ervið höfð- um legið. Við vorum Guði pakklátir fyrir að hann hafði látið okkur vakna í tæka tíð til að vera á verði, pví að pað var pað eina, er synilega gat bjargað okkur frá pví að missa að minsta kosti einn mann úr hóp vorum. Dað sem eftir var leiðarinnar til Elizabeth- ville fórum við án pess að nokkuð markvert skeði, og með pví að vegurinn var góður pað sem eftir var, vorum við ekki nema 6 daga frá Lepi og pangað. Við komum heim með næmri tilfinningu fyrir stærð og mikilvægi pess verks, er liggur fyrir oss í mörgum hjeruðum Miðafríku, par sem fagnaðarerindið hefir énn ekki hljómað, og frá hjörtum vorum steig bæn upp í hæð- irnar um að herra uppskerunnar sendi skjótt verkamenn til pess að safna hinu proskaða korni í hina himnesku kornhlöðu.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.