Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 23

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 23
Gtó: Hinn ólánssami Jakob. Jakob ímyndaði sjer að hann væri óláns- samasti drengurinn, sem nokkurn tíma hefði fæðst. Alt virtist fara illa fyrir honum. Dað leit sjerlega illa út fyrir honum ein- mitt nú, pví að fyrir nokkurum mínútum hafði eina glerkúlan, sem hann átti, oltið niður í sorpræsið. En auk pessa óhapps var svo margt ann- að, er olli honum hrygðar. í fyrsta lagi pað, að hann skalf af kulda. Hann hefði purft að vera í hlýjum sokkum og nærfötum, en petta gat hann ekki fengið, pví að pað voru engir peningar til, til að kaupa pað fyrir. Faðir hans var atvinnulaus. Svo var hann líka svangur. Dað var liðið nokkuð langt síðan hann borðaði miðdegis- matinn; og smurða brauðið, sem hann fjekk pá, virtist vera komið alla leið til Suðurpóls- ins. Er hann rölti aftur og fram um göturnar með hendurnar í vösunum, sá hann marga drengi og telpur vera að fara inn í hlýju og vistlegu húsin, sem pau áttu heima í, til að drekka teið, er pau voru vön að fá seinni hluta dagsins; en hann vissi, að hann yrði að ganga upp óhreina og mjóa stigann í einni íbúðinni í austurhverfi borgarinnar, til að fá svolítinn brauðbita. Meðan hann var að hugsa um petta, fór hann fram hjá leikfangabúð, er var mjög fag- urlega lýst með rafmagnsljósum, og sem var full af öllu hugsanlegu, er getur glatt hjarta lítils drengs. Hann stansaði og sá drengi og telpur vera að koma út úr búðinni með böggla undir hendinni. Jakob stakk höndunum enn lengra niður í vasa sína og preyfaði enn einu sinni á tvíeyringnum sínum; hann var aleiga hans. Ó, hvað hann langaði til að geta keypt eitthvað til að gefa litlu systur sinni, er lá veik heima! „Skyldi jeg ekki vera óhamingjusamasti drengurinn, sem til er!" hugsaði hann. En daginn eftir virtist alt ætla að fara að ganga betur. Hann var á gangi á götunni skamt frá heimili sínu, er vel klædd kona mætti honum og stöðvaði hann. „Heitir pú Jakob Madsen", spurði hún. „Já, frú; er nokkuð sem jeg get gjört fyrir yður?" sagði Jakob undrandi og fór að hugsa um pað, hvað nú mundi ske. „Jæja," sagði konan, „nafn pitt stendur á listanum yfir pátttakendurna í hátíðahaldi, er á að fara fram í næstu viku í samkomuhúsi safnaðar vors, og pað er ósk okkar, að pú komir. Hjer er aðgöngumiði handa pjer." „£>ví lofa jeg", sagði Jakob, pví að hann vissi ekki hvað hann ætti annað að segja. „En hvernig verður með Jóhönnu? — Hún er systir mín, sjáið pjer; hún verður kannske orðin frískari pá; máske hún ætti að koma með?" „Jeg er hrædd um að við getum ekki tek- ið nema einn af hverju heimili í petta sinn", sagði konan mjög vingjarnlega. „Við skulum reyna að láta Jóhönnu koma næst". „Detta er nú bæði heppilegt og óheppilegt"! sagði Jakob við sjálfan sig, er konan var farin. „Dað er heppilegt fyrir mig, en óheppi- Iegt fyrir aumingja Jóhönnu." En svo datt honum nokkuð í hug: — — Verið gat að hann mætti láta Jóhönnu fara í sinn stað. Hann leit á aðgöngumiðann. Á honum stóð: „Aðgangur veitist einungis eig- anda pessa miða: Jakob Madsen", „Enn er jeg ólánssamur", tautaði Jakob. Hann fór svo til boðsins. Hann gleymdi að mestu leyti öllum raunum sínum. Alt var svo nýstárlegt, alveg yndislegt. Aldrei á æfinni hafði hann fengið svo mikið að borða. Degar búið var að drekka súkkulaðið, ljeku

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.