Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 24

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 24
6 GEISLINN börnin sjer pangað til farið var að útbýta gjöfunum á jólatrjenu. Hvílík eftirvænting þarna var, einkum af pví að hvert barn mátti velja sjálft, einmitt pað, sem pað langaði mest til að fá. Jakob hafði varla eirð á því að sitja kyr, er hann sá eitt barnið eftir annað ganga að jólatrjenu á undan sjer. Hann var sem á nál- um. Hann hafði sjeð svo undurfagra gufuvjel hanga á trjenu — — alla æfina hafði hann einmitt óskað sjer að eignast slíkt leikfang — — og hann vonaði og vonaði, að eng- inn yrði fyrri til að biðja um gufuvjelina. Loks — — eítir langan, langan tíma, að honum fanst — kom röðin að Jakob. ,,Jakob!“ kallaði konan er stóð við trjeð. Jakob hentist úr sæti sínu. Hann sá ekkert nema rauðu gufuvjelina; hún var parna enn! Er hann kom nær konunni, sá hann að pað var sú sama, er hafði talað við hann á götunni og gefið honuin aðgöngumiðann. Nú datt honum nokkuð nýtt í hug. „Hvað langar pig til að fá, Jakob?“ spurði konan. Dú mátt fá einn hlut af öllu pví, sem er á trjenu, eitthvað, sem pú óskar pjer helst“. Hvílíkt tilboð! Jakob fanst petta næstum ótrúlegt. Hann stóð kyr og starði á hið skín- andi jólatrje, er var hlaðið gjöfum. Enn einu sinni leit hann á gufuvjelina. „Langmest“ sagði hann, „langar mig til að eiga rauðu gufuvjelina parna; en ef pjer hafið ekki neitt á móti pví, pá ætla jeg að taka álfabrúðuna parna“. Tárin komu fram í augu hans, er hann sagði petta; en hann stilti sig. Pað leit út fyrir að konan skildi hann, og pegjandi rjetti hún honum brúðuna. Er hann gekk burt, tók hún í hönd hans og sagði: „Guð blessi pig“. Hin börnin skildu petta alls ekki. Og fyrst í stað var eins og allir hefðu varpað nærgætn- inni fyrir borð, og með hlátri og háreysti var pað gjört heyrum kunnugt, að Jakob hefði valið sjer brúðu. Sumir drengirnir kölluðu: „Ertu stelpa?“ en aðrir sögðu með fyrirlitn- ingu: „Að hugsa sjer, að drengur skuli velja sjer brúðu!“ Og telpurnar sögðu: „Detta var einmitt brúðan, sem okkur langaði til að fá!“ Jakob roðnaði, hann gat ekki að pví gjört. Loks leið honum svo illa, að hann tók húf- una sína og fór út með brúðuna undir hend- inni. Alla leiðina var hann að hugsa uin hve ólánið hefði virst elta hann alt kvöldið. Fyrst hafði hann sjálfur verið orsök í pví að hann fjekk ekki gufuvjelina, og svo hafði hann orð- ið athlægi allra barnanna. „Er jeg ekki ólánssamur“, sagði hann við sjálfan sig, en svo fann hann til brúðunnar undir hendi sjer, og pá glaðnaði strax yfir honum, og hann varð ljettari í spori. Að nokkurum mínútum liðnum var hann kominn inn í litla, dimma svefnherbergið, par sem Jóhanna lá veik. „Jeg verð svo fegin, að pú ert kominn“, sagði Jóhanna. „f3að er svo leiðinlegt að vera ein“. „Og hvað hefir pú fengið parna?“ spurði hún, um leið og hún settist upp í rúminu, og horfði löngunaraugum á brúðuna. „Á jeg að fá hana? Ó, hvað pú ert góður, Jakob!“ Pá gleymdi Jakob öllu sínu óláni. Hjarta hans fyltist innilegum fögnuði, er hann sá gleði systur sinnar. En hvað honum pótti vænt um pað, að hann hafði valið brúðuna, en ekki gufuvjelina. í sama bili var drepið á dyr. Dað var kon- an, sem áður er um getið, sem var komin. „Hvað —?“ sagði Jakob. „Jeg er komin til að segja pjer frá pví, að pað hryggir mig mjög, hve börnin voru slæm við pig í kvöld“, sagði konan. „Deim pykir pað líka sjálfum mjög leiðinlegt nú.“ „Jeg sagði peim, hvers vegna pú hefðir valið brúðuna, og pau báðu mig að færa pjer eitthvað, sem pú gætir átt sjálfur. Hjer er pað. Nú verð jeg að fara, pví að pað er orðið svo framorðið. Góða nótt!“ og með pað sama var hún horfin. Jakob greip andann á lofti og opnaði svo böggulinn. Innan I honum var gufuvjelin. Hann hoppaði kringum rúmið hennar Jó- hönnu, og sagði hlægjandi við sjálfan sig: „Skyldi jeg ekki vera sá lánssamasti dreng- ur, sem til er!“ PRENTSMIÐJA GEISLANS, REYKJAVIK

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.