Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Fréttir 0V 1 æubuwv M. ,..v ***W*i*'*.', Hópur slóst í Keflavík Persónuvernd ámælir háls-, nef- og eyrnalækninn Guðna Pál Daníelsson alvarlega fyrir meöferð hans á mikilvægum sjúkraskýrslum. Bunki af sjúkraskýrslum hvarf úr skyrtuvasa og tösku Guðna er hann var að hjóla til vinnu í sumar. í skýrslun- um voru persónulegar upplýsingar um sjúklinga Guðna sem áttu ekki að liggja á glámbekk. Á nýársdagsmorgun var tilkynnt um múgæsingu og hópslagsmál við skemmti- staðinn TrafBc í Keflavík. Þreyttir samkvæmisgestir virtust vera eitthvað æstir. Nærvera lögreglu róaði fólk- ið og leystist hópurinn fljót- lega upp. Skömmu síðar var tilkynnt um mann sem svaf áfengissvefni fyrir utan skemmtistað f Keflavík. Lög- reglumenn fóru á staðinn og óku manni þessum heim. Amfetamín í Kópavogi Aðfararnótt sunnu- dagsins fann lögreglan í Kópavogi amfetamín á einum gesti veitingahúss í umdæminu. Hann var handtekinn en síðan sleppt að yfirheyrslum lolúium. Málið telst upp- lýst. Með morgninum var síðan tilkynnt um innbrot í fimm bifreiðar í Hjaflahverfi. í flestum tilvikum voru hliðarrúð- ur brotnar og hljóm- flutningstækjum stolið. Málin eru í rannsókn. Hundarog heimilislausir Eins og oft áður komu nokkrir einstaklingar sem engin hús að venda á nýj- ársnótt á lögreglustöðina og um að fá að gista í fangageymslu. Var þeim veitt gisting þar sem ekki var hægt að koma þeim fyrir ann- ars staðar. Um áramótin fékk lög- reglan í Reykjavík óvenjumargar til- kynningar um lausa hunda og hunda sem hlaupið höfðu frá eigend- um sínum. Hvaö boÖar blessuÖ nýárssól? Andri Snær Magnason rlthöfundur „Hún boðarstuð og kærleika. Og ekki væri verra efhenni tækist betur til að bræða jökulinn en í fyrra." Hann segir / Hún segir „Ég held að hún boði betri tíð, bætta heilsu og persónulegar umbætur. Og ekki má gleyma bjartsýni. Hún er aðalmálið." Hjólalæknir lær ákúrur fyrir að týna skýrslum sjúklinga „í því tilviki, sem hér um ræðir, var þeim kröfum, sem gera verð- ur til öryggis gagna í flutningi, ekki fullnægt," segir í úrskurði Persónuverndar um mál læknisins Guðna Páls Daníelssonar sem missti og týndi bunka af sjúkraskýrslum þegar hann var að hjóla til vinnu í sumar. Það var Grafarvogsbúinn Ólafur V. Ólafsson sem gekk fram á bunka af sjúkraskýrslum á göngustíg við Gylfaflöt. Ólafur rak upp stór augu þegar hann sá að þetta voru lækna- skýrslur með persónulegum upplýs- ingum um sjúklinga sem allir voru undir handleiðslu læknisins Guðna Páls Daníelssonar. í skýrslunum kom meðal annars ffarn að einn sjúklingurinn var haldinn andremmu og hefði mjólkuró- þol, annar datt á hausinn og missti heyrn á öðru eyra og svo var Usti yfir sjúklinga á leið í aðgerð. Sjúkraskraskýrslurnar Einn sjúkiingur Guðna varilla haldinn afandremmu. Bara slys Læknirinn Guðni Páll útskýrði hinn óvænta fund á þann veg að hann hjólaði til og frá vinnu og tæki stundum með sér sjúkraskýrlur sem hann geymdi í vasa aftan á jakkan- um sínum. Hann sagði skýrslurnar hafa dottið úr og að þetta væri „bara slys“ þar sem hann hefði „misst þetta úr vösunum sínum." Persónuvernd tók málið til skoð- unar og hefur nú lokið meðférð á því. í skýrslu Persónu- verndar er lækn- inum bent á að strangar regl- ur gildi um meðferð og örygg- isráðstaf- anir þeg- ar um vinnslu eða flutning persónu- upplýsinga er að ræða. „Svo við- kvæm gögn, sem hér um ræðir, er mjög varasamt að flytja milli staða í opnum skyrtu- vasa, -----I— Göngustígurinn Viðkvæmar persónuuppiýsingar iágu á glámbekk. Guðni Páll Daníelsson Læknir er áminntur harka- lega fyrirslælega meðferð á læknaskýrslum. „Svo viðkvæm gögn, sem hér um ræðir, er mjög varasamt að flytja milli staða í opnum skyrtuvasa." enda er ljóst að með því skapast hætta á að þau eyðileggist," segir í úrskurði Persónuverndar. Alvarlegt atvik Þar segir einnig að ef gögn séu flutt á heimili heilbrigðisstarfs- manns og geymd yfir nótt skapist hætta á að fjölskylda, vinir eða ætt- ingjar geti séð gögnin. „Til að girða fyrir þessar hættur er nauðsynlegt að sjúkraskrárgögn séu geymd í læstri tösku, sem eng- inn getur opnað nema réttmætur vörsluaðili gagnanna, eða á annan sambærilegan hátt. Þegar farið er með sjúkraskrárgögn milli staða á reiðhjóli er og nauðsynlegt að þannig sé gengið frá tösku, sem gögn eru geymd í, að ekki sé hætta á að hún glatist," segir Persónuvemd. Að lokum ítrekar Persónuvernd fýrir Guðna að stofnunin h'ti um- rætt atvik alvarlegum augum og brýnir fyrir honum, „að við- hafa eftirleiðis tryggar að- ferðir við flutning svo viðkvæmra gagna, sem V—Ss^ír hér um ræðir, milli ✓ O Könnun leiðir i ljós neikvætt viðhorf drengja til getnaðarvarna Strákar líklegri til að taka sénsinn „Unglingspiltum finnst ekki eins auðvelt að nota getnaðarvarnir og stúlkum," segir Sóley S. Bender læknir. Hún gerði könnun um áhrifaþætti á notkun getnaðarvarna meðal unglingsstúlkna og pilta. Gerð var landskönnun meðal 2500 ungmenna á aldrinum 17 til 20 ára. Byggðist gagnagreiningin á kynferð- islega virkum einstaklingum. Stúlkur reyndust almennt jákvæðari gagnvart notkun getnað- arvarna en piltar og síður tilbúnar til að taka áhættu. Þær áttu fremur vini sem höfðu jákvæða afstöðu til notk- unar getnaðarvarna og foreldra sem veittu þeim stuðning. Bæði kynin voru líklegri til að nota getnaðar- varnir ef þau gerðu sér grein fyrir alvarleika þúngunar og höfðu þá afstöðu að auðvelt væri að gera áætlun um notkun getnaðarvarna. Stúlkur voru líklegri til að nota Sóley S. Bender laeknir Segir mikil- vægt að veita unglingsstrákum jafn mikla fræðslu og ráðgjöfum getnaðar- varnir og unglingsstúlkum. getnaðarvamir eftir því sem þær vom eldri þegar þær hófu kynlíf. „Mér dettur í hug að við séum ekki að veita strákum eins góða kyn- fræðslu og við gefum stúlkum og því séu þeir ekki eins vel undir þetta búnir. Stúlkur virðast líka fá meiri stuðning frá foreldrum en strákarnir eru meira út undan. Því er mikilvægt að bjóða bæði stúlkum og strákum í fræðslu og ráðgjöf, það em bæði kynin sem þurfa að bera ábyrgð og hugsa um svona hluti. Þjón- ustan hefur ver- ið mikið þannig að allt er mið- að við stelp- ur. Það er ekki fyrr en nú á seinni ámm sem farið er að hugsa um hvemig við Jj náum til stráka. Rann- sóknin bendir til mikilvægi þess,“ segir Sól- 'ey. Getnaðarvarnir Unglingspiltar hafa neikvæðara viðhorftil | getnaðarvarna en stúlkur. Löggan fái munnvatn Lögreglan fær leyfi til að krefja ökumenn um munnvatnssýni vegna gruns um ölvunarakstur ef endur- skoðun samgönguráðuneytisins á umferðarlögunum gengur eftir. í Belgíu og Sviss notar lögregla tæki sem mæhr magn áfengis eða ólög- legra vímuefna í líkama fólks, en hérlendis hafa verið tekin blóð- og þvagsýni, auk öndunarsýna. Ráðu- neytið auglýsir eftir umsögnum hagsmunaaðila og almennings fyrir 10. janúar og getur fólk sent umsagnir sínar á postur@sam.stjr.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.