Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Side 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005
Sport DV
líkilífiö vel hjá Watford og
að það sé
honum
Sp"mála5
» 4 j &T
mÆmmj félag.
ÚRVALSDE
ENGLAND
Urslit:
Norwich-Liverpool 1-2
0-1 Luis Garcia (58.1,0-2 John Arne
Riise (64.), 1 -2 Rvan Jarvis (88 V
Blackburn-Charlton 1-0
1-0 Brett Emerton (41.).
Crystal Palace-Aston Villa 2-0
1-0 Andy Johnson (33.!, 2-0 Andy
Johnson, víti (66.).
Chelsea 21 Staðan 16 4 1 41-8 52
Arsenal 21 14 5 2 51-23 47
Man. Utd, 21 12 7 2 33-13 43
Everton 21 12 4 5 25-22 40
Liverpool 22 11 4 7 36-22 37
M Boro 21 10 5 6 34-26 35
Spurs 21 9 5 7 29-21 32
Charlton 22 g 4 9 24-32 31
A. Villa 22 7 7 8 23-26 28
Man. City 21 7 6 8 26-22 27
Portsm. 21 7 6 8 25-28 27
Birmingh. 21 6 S 7 24-23 26
Newcast. 21 6 7 S 33-39 25
Bolton 21 6 ó 9 27-30 24
Blackburn 22 4 10 S 20-33 22
Fulham 21 Ó 3 12 25-36 21
C. Palace 22 4 ó 12 23-34 18
Norwich 22 éí 1010 19-39 16
Soton 21 2 8 11 19-34 14
WBA 21 1 9 11 17-43 12
Markahæstir:
Thierry Henry, Arsenal
Andrew Johnson, Crystal Palace
Robert Pires. Arsenal
Jermain Defoe, Tottenham
Andy Cole. Fulham
Milan Baros, Liverpool
Jimmv Floyd Hasselbaink, M Boro
Robbie Keane. Tottenham
Eiður Smari Gudjohnsen, Chelsea
Craig Bellamy, Nevvcastle
Paul Scholes, Man. Utd
Aivegbieni Yakubu, Portsmouth
Paul Dickov, Blackburn
Nicolas Anelka, Man. Citv
Jose Antonio Reyes, Arsenal
Henrik Pedersen, Bolton
Kevin Davies, Boiton
Damien Duff. Chelsea
Emile Heskey-Birmingham
Shauri Wright-Phillips, Man. City
Fredrik Ljungberg, Arsenal
Jaliesky Garcia, stórskytta úr Göppingen, er ekki meö íslenska landsliðinu sem
kom saman í Svíþjóð í gær til að spila tvo vináttuleiki gegn heimamönnum á mið-
vikudag og fimmtudag. Garcia missti föður sinn um jólin og fór heim til Kúbu til
að vera viðstaddur jarðarförina. Ekkert hefur heyrst frá honum síðan.
Garcia ekki með á HIUI?
„Við gefum honum nokkra
daga til að hafa samband við
okkur og þá sjáum við hvað
hann vill gera. Þetta er mikið
áfall fyrir hann og það gæti far-
ið svo að hann treysti sér ekki í
verkefnið," sagði Viggó Sig-
urðsson landsliðsþjálfari í
samtali við DV Sport í gær, að-
spurður um stöðuna í máli
Jaliesky Garcia, aðalskyttu ís-
lenska liðsins.
Garcia fékk þau hörmulegu tíð-
indi á öðrum degi jóla að faðir hans
hefði fallið frá og fór hann strax til
Kúbu til að vera viðstaddur jarðar-
förina. Hvorki Viggó né nokkur ann-
ar innan HSÍ hefur heyrt í Garcia
síðan þá og til að hafa allan varan á
var Vilhjálmur Halldórsson, skytta
úr Val, valinn í hópinn sem fór til
Svíþjóðar í hans stað.
„Ég er að vona að við náum sam-
bandi við hann í dag og þá ættu mál-
in að skýrast," segir Viggó. Aðspurð-
ur um hvort hann væri farinn að
undirbúa það að Garcia yrði jafnvel
ekki með á HM í Túnis yfirhöfuð
svaraði Viggó: „Þess vegna tek ég Vil-
hjálm með núna."
Verður góð æfing
Að undanskildum Garcia kom
allt íslenska landsliðið sem taka
mun þátt á HM saman í Svíþjóð í
gær í fyrsta sinn. Framundan eru
tveir leikir gegn heimamönnum sem
einmitt báru sigur á heimsbikarmót-
inu í Svíþjóð í nóvember og eru með
firnasterkt lið um þessar mundir.
„Ég veit ekki betur en þeir hafi úr
fullskipuðum hópi að velja og þetta
verður mjög góð æfing fyrir okkur.
Það er fín stemning í hópnum og ég
mun halda áfram að byggja á því
„Við erum einungis
með tvo miðjumenn í
hópnum en erum vel
mannaðir hægra
megin. Ég ætla alla-
vega að skoða Ólafí
þeirri stöðu."
f kröppum dansi Jaliesky Garcia Padron sést hérí kröppum dansi á EM fyrir ári slðan. Óvissa er með þáttöku hans á HM i Túnis þar sem hann
er staddur áKúbu þessa dagana með fjölskyldu sinni en faðir hans féll frá um jólin.
sem við byrjuðum á í heimsbikar-
mótinu. Við þurfum að laga og bæta
atriði á öllum vígstöðvum; vöm,
sókn og markvörslu og það verður
ekki lögð áhersla á neinn sérstakan
þátt,“ segir Viggó, sem getur nú nýtt
sér krafta Ólafs Stefánssonar í fyrsta
sinn frá því að hann tók við liðinu.
Ólafur á miðjuna
Ólafur á reyndar við smávægileg
meiðsli að stríða í baki og er óvíst
hvort hann verður orðinn leikfær
fyrir leikina gegn Svíum. „Ólafur er
náttúrulega frábær leikmaður og
mun ekki eiga í erfiðleikum með að
koma inn í liðið," segir Viggó og
bætir við að hann hafi hugsað sér að
nota Ólaf talsvert í stöðu miðju-
manns. „Við erum einungis með tvo
miðjumenn í hópnum en erum vel
mannaðir hægra megin. Ég ætla
allavega að skoða hann í þeirri
stöðu,“ segir Viggó.
Eftir leikina gegn Svíum fer ís-
lenska liðið til Spánar og tekur þátt í
Qögurra liða móti dagana 14.-16.
janúar. Þar verða mótherjamir lið
Spánar, Frakklands og Egyptalands.
Heimsmeistaramótið sjálft hefst síð-
an sunnudaginn 23. janúar og munu
íslendingar mæta Tékkum í sínum
fyrsta leik á mótinu. vignimdv.is
Framtíðin óljós hjá knattspyrnumanninum Tryggva Guðmundssyni
Spilar hugsanlega á fslandi í sumar
Það er algerlega óljóst hvar knatt-
spyrnumaðurinn Tryggvi Guð-
mundsson mun spila á komandi
tímabili.
Tryggvi er samningsbundinn
sænska úrvalsdeildarliðinu Örgryte
næstu tvö árin en eftir að hann lenti
upp á kant við þjálfara liðsins undir
lok síðasta tímabils virðast honum
allar bjargir bannaðcir hjá félaginu.
Tryggvi lét hafa eftir sér að
þjálfunaraðferðir finnska þjálfarans
sem stýrði Örgryte í fyrra væm ekki
upp á marga fiska og það fór fyrir
brjóstið á þjálfaranum og stjórn
félagsins.
Finnski þjálfarinn var látinn fara
fyrir skömmu en þrátt fyrir það
h'till áhugi hjá sænska
að halda Tryggva.
„Forráðamenn félagsins em enn
fúlir út í mig en ég ætla að ræða við
nýja þjálfarann á næstu dögum og
sjá hvort hann telur sig hafa not fyrir
mig. Hlutimir ganga reyndar frekar
hægt fyrir sig í Svíþjóð þannig að ég
veit ekki hversu langan tíma það
tekur fyrir mig að ná fundi með
honum. Annars skil ég ekki alveg
hvað forráðamenn félagsins em að
hugsa. Þeir vilja fyrir alla muni losna
við mig en samt vilja þeir fá pening
fyrir mig. Ég er auðvitað enn á
samningi þannig að ég er alveg
rólegur," sagði Tryggvi.
Aðspurður sagðist Tryggvi alls
ekki hafa útilokað að spila heima á
íslandi á komandi tímabili.
„Því er ekki að neita að ég er
orðinn spenntur fýrir því að koma
heim og spila. Það hafa nokkur félög
hér heima haft samband við mig en
ég get engin svör gefið fyrr en ég
veit hvað verður í Svlþjóð,"
sagði Tryggvi.
DV hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að
íslandsmeistarar FH hafi
mikinn áhuga á því að
Tryggva í sínar raðir til
að leysa Emil
Hallffeðsson af
hólmi á vinstri
kantinum. Emil
gekk nýverið til liðs
við Tottenham en
eins og einn FH-
ingur orðaði það við
blaðamann:
„Ef við fáum Tryggva þá
erum við orðnir klárir fyrir
sumarið.“
oskar@dv.is