Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 Sport DV „Þórey Edda er alltafað bæta sig og má vænta góðs árangurs frá henni á árinu. Hún hefur nú náð að aðlagast og er komin inn í hlutina úti í Þýskalandi þar sem hún hefur verið við æfingar undanfarið ár. Efhún sleppur við meiðsli, gæti hún náð langt á þessu keppnistímabili." Árið 2005 verður stórt ár í heimi frjálsíþrótta sýni ríkir í herbúðum þeirra fyrir átökin í ái átti frábært ár, tvíbætti íslands- og Norðurlai Þegar árið 2004 er gert upp er árangur Þóreyjar Eddu Elísdóttur á Ólympíuleikunum í Aþenu það sem stendur upp úr. DV Sport ræddi við Egil Eiðsson, framkvæmdastjóra Frjálsíþróttaráðs íslands, og bað hann að spá í spilin fyrir næsta ár. Þegar við spurðum Egil hvað hefði að hans mati borið hæst á liðnu ári í írjálsíþróttunum, sagði hann það tvímannalaust góðan ár- angur Þóreyjar Eddu í stangarstökki á Olympíuleikunum í Aþenu í sum- ar. „Þórey hafnaði í fimmta sæti á leikunum og því liggur beinast við að velja hana þegar rætt er um þá sem sköruðu fram úr á árinu. Einnig náði Ásdís Hjálmsdóttir frábærum árangri í spjótkastinu með því að ná 6. sæti á heimsmeistaramóti ung- linga, 19 ára ogyngri." Ef þetta er undanskilið var árið 2004 ekki stórt ár fyrir íslenska af- reksfólkið og segir Egill það öllum vonbrigði að ekki skyldi ganga betur. „Jú, það er ekki laust við að allir hefðu viljað koma fleiri frjálsíþrótta- mönnum á t.d. ólympíuleikana. ís- land hefur yfirleitt verið með nokkra fulltrúa úr frjálsíþróttunum, en í fyrra voru þeir aðeins tveir. Það voru gerðar miklar væntingar til afreks- fólksins okkar, en því miður tóku meiðsli þungan toll af liðinu," sagði Egill. Nokkrir af þeim íþróttamönnum sem hafa gert hvað besta hluti und- anfarið hafa átt við löng og erfið meiðsli að stríða, sem gerðu það að verkum að þeim var ekki fært að „Það voru gerðar miklar væntingar til afreksfólksins okkar, en því miður tóku meiðsli þungan toll afliðinu." taka þátt í stórmótum á árinu. „Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, var til að mynda meiddur allan fyrri hluta síðasta árs. Vala Flosadóttir var meidd allan síðari hluta ársins og svo hefur Einar Karl Hjartarson úr ÍR verið að berjast við þrálát meiðsli síðustu tvö ár,“ sagði Egill. Eins og flestir vita hafa sömu vandræðin elt tugþrautarkappann Jón Amar Magnússon, en oft er engu lfkara en að hann sé undir meiðslaálögum þegar kemur að stórmótum. Stórt ár framundan Árið 2005 verður stórt ár í frjáls- um íþróttum og fjöldi móta verður í meira lagi. Við fengum Egil til að fara yfir þau helstu með okkur. „Það sem er efst á baugi í augna- blikinu er EM innanhúss í Madríd 4.-6. mars og er fólkið okkar að keppast við að ná lágmörkum inn á það í mótum í febrúar. HM í Helsinki verður svo mjög öflugt mót, en þar verða lágmörkin mjög stíf og raunar svipuð og inn á ólympíu- leika. Það er þó okkar von að fleiri keppendur nái lágmörkunum á þetta mót en á ólympíuleikunum. Ásdís Hjálmsdóttir er tU dæmis mjög nálægt því að ná inn þar og Silja Úlf- arsdóttir gæti komið til greina þar í 400 metra grindahlaupi." Smá- þjóðaleikarnir verða haldnir í And- orra í maí og júní, þar sem reiknað er með að um 20 keppendur keppi fyr- ir íslands hönd í frjálsum íþróttum. „Á Smáþjóðaleikunum erum við líka að reyna að keyra það í gegn að stangarstökk kvenna verði gert að keppnisgrein og höfum við verið að undirbúa beiðni þess efnis. Síðan er Evrópubikarkeppni landsliða í Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir sátt viq Stefnir ótrauð á toppinn Vala Flosadóttir, stangar- stökkv'ari og bronsverðlaunahafi frá ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, hefur eins og unnusti henn- ar, Magnús Aron Hallgrímsson, átt við þrálát'meiðsli að striða undan- farin ár. Hún er nú við æfingar í Árósum í Danmörku undir leið- sögn Vésteins Hafsteinssonar sem þjálfar þar danska frjálsíþróttafólk- ið og er það von manna að hún nái sér á strik aftur eftir nokkur mögur ár. Vala kveðst hæstánægð með veru sina í Árósum og stefnir ótrauð á að verða aftur á meðal hinna bestu. Hún segir að á síð- ustu þremur árum hafi hún verið langt frá sínu besta því meiðsli hafi aftrað því að hún hafi getað æft almennilega og komið sér í gott form. Þegar hún æfði í Svíþjóð var áhersian mikið lögð á tækniæfing- ar og Vala telur að það hafi komið niður á hraða sínum og styrk og því skemmt nokkuð fyrir sér. í Árósum er áherslan hins vegar lögð á að koma líkamlegu þátrimum aftur í lag og hefur hún unnið að því í samráði við Lars Nielsen, yfirmann frjálsíþróttamála í Danmörku. Vala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.