Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Qupperneq 71
BIRTUFLOKKUN STJARNA
Þeim stjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu skipt í
sex flokka eftir birtu. Björtustu stjörnurnar töldust í 1. flokki en þær
daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi hugmynd lögð til grundvallar
en birtustigin eru skilgreind með nákvæmni eftir mældum ljósstyrk.
1- stigs stjarna er sem næst 2,5 sinnum bjartari en 2. stigs stjarna, sem
er aftur 2,5 sinnum bjartari en 3. stigs stjarna o.s.frv. Til að tákna
millistig eru notaðar brotatölur, t.d. 1,5 eða 2,7. Samræmis vegna hef-
nr orðið að gefa nokkrum björtustu stjörnunum stigatölur sem eru
laegri en 1, jafnvel lægri en 0 (mínusstig). Hærri stigatölur en 6 eru svo
notaðar til að einkenna stjörnur sem eru svo daufar að þær sjást
aðeins í sjónauka.
Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er u.þ.b. þessi:
Birtustig -1 0123 4 5 6
Fjöldi stjarna: 2 7 13 71 190 620 2000 5600
Þarna er miðað við að 6. flokkur, til dæmis, nái yfir þær stjörnur
sem eru á birtustigi frá 5,5 til 6,5. Þótt venjulega sé talið að stjörnur
sem eru daufari en þetta, sjáist ekki með berum augum, eru mörkin
ekki skýr, og þess eru dæmi að fólk með afburðasjón hafi greint
stjörnur í 7. og jafnvel 8. flokki.
Þegar birtustig stjörnu er tilgreint, er ávallt miðað við að stjarnan sé
beint yfir athugandanum. Ef stjarnan er nær sjóndeildarhring, fer ljós-
ið lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar og deyfist því meira.
HALASTIRNI
Á sfðustu árum hafa fundist nokkrir smávaxnir himinhnettir á braut
um sólu, langt utan við smástirnabeltið, sumir jafnvel utar en reiki-
stjarnan Plútó. Talið er líklegt að þessir hnettir séu í eðli sínu hala-
stjörnur, en halinn nái ekki að myndast svo að nokkru nemi vegna
fjarlægðar frá sól. Hið fyrsta þessara „halastirna", Kíron, fannst árið
1977. Taflan hér að neðan sýnir meðalfjarlægð nokkurra halastirna frá
sól í stjarnfræðieiningum og áætlað þvermál þeirra. Meðalfjarlægð
Plútós er 39,8 stjarnfræðieiningar.
Halastirni Þvermál (km) Fjarlœgð (st.ein.)
Kíron 200 13,7
Fólus 140 20,4
1993 HA2 90 24,8
1993 RO 150 32,3
1993 SB .150 33,1
1993 SC 300 34,4
1993 RP 100 35,4
1992 QB, 200 43,8
1993 FW 150 43,9
(69)