Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Qupperneq 96
Ríki Stærð Fjöldi Höfuðborg
Tongaeyjar 0,01 0,36 Núkúalófa
Tógó 0,55 14 Lóme
Trínidad og Tóbagó 0,05 4,9 Port of Spain
Tsjad 12 23 N’djamena
Túnis 1,6 32 Túnis
Túrkmenistan 4,7 14 Askabad
Túvalúeyjar 0,00+ 0,03 Fúnafútí
Tyrkland 7,6 236 Ankara
Ungverjaland 0,90 40 Búdapest
Uganda 2,3 76 Kampala
Úkraína 5,9 202 Kíev
Úrúgúæ 1,7 12 Montevídeó
Úsbekistan 4.4 82 Tashkent
Vanúatúeyjar 0,14 0,63 Víla
Venesúela 8,9 78 Karakas
Víetnam 3,2 264 Hanoí
Þýskaland 3,5 311 Bonn, Berlín
TÍÐNI SÓLMYRKVA OG TUNGLMYRKVA
Myrkvar vekja einatt áhuga almennings, og oft er spurt um það hve
algengir þeir séu. Pessu er erfitt að svara nákvæmlega, því að tíminn
sem líður milli myrkva er býsna óreglulegur. Athugun á þúsund ára
tímabili (1000-2000 e.Kr.) leiddi í ijós 239 sólmyrkva á öld, að meðal-
tali, á jörðinni f heild. Af þeim voru 78 almyrkvar, 77 hringmyrkvar og
84 deildarmyrkvar. Tunglmyrkvar á sama tímabili voru að meðaltali
243 á hverri öld, þar af 68 almyrkvar, 86 deildarmyrkvar og 89 hálf-
skuggmyrkvar.
Þegar sól er almyrkvuð einhvers staðar á jörðinni, sést ávallt deild-
armyrkvi frá öðrum stöðum, og almyrkva á einum stað getur fylgt
hringmyrkvi annars staðar á jörðinni, bæði á undan og eftir. f hring-
myrkva fer tunglið allt fyrir sól en nær þó ekki að hylja hana af því að
svo háttar til, að tunglkringlan er minni en sólkringlan. Við talninguna
hér að framan voru myrkvar taldir til almyrkva, ef tungl huldi sól al-
gjörlega séð frá einhverjum stað á jörðinni. Til hringmyrkva voru ein-
ungis taldir þeir myrkvar, þar sem sól var hvergi almyrkvuð. Ef sól var
hvorki almyrkvuð né hringmyrkvuð neins staðar á jörðinni, voru
myrkvarnir taldir til deildarmyrkva.
Tunglmyrkvar sjást frá hálfri jörðinni í senn, það er að segja þeim
helmingi jarðar sem snýr að tungli þegar myrkvinn verður. Það heitir
almyrkvi á tungli ef tunglið gengur allt inn í skugga jarðar, og er þá átt
við alskuggann, þar sem ekki sést til sólar. Frá tungli að sjá myndi sól
þá vera almyrkvuð, hvar á tunglinu sem athugandinn væri staddur. í
deildarmyrkva á tungli fellur skuggi jarðar aðeins á hluta af tungl-
kringlunni, svo að tunglið myrkvast ekki algjörlega á neinu skeiði
(94)