Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Qupperneq 97
myrkvans. í hálfskuggamyrkva gengur tungliö ekki inn í skugga jarðar
en fer svo nærri honum að sólin myrkvast að hluta til, séð frá ein-
hverju svæði tungls, jafnvel allri þeirri hlið sem snýr að sólu. Hálf-
skuggamyrkvar á tungli eru lítt áberandi, og þeirra var ekki getið í ís-
lenska almanakinu fyrr en 1962. Pegar því er haldið fram, eins og gert
er í flestum bókum, að sólmyrkvar séu mun algengari en tunglmyrkv-
ar, eru hálfskuggamyrkvar á tungli ekki taldir með.
Tölurnar hér að framan sýna að heildarfjöldi sólmyrkva og tungl-
myrkva er nánast hinn sami þegar til lengri tíma er litið. Að meðaltali
verða 2-3 sólmyrkvar á ári, minnst tveir en mest fimm. Hið sama gildir
um tunglmyrkva. Algengast er að myrkvarnir séu tveir en sjaldgæfast
að þeir séu fimm. Það gerðist síðast árið 1935 og gerist ekki aftur fyrr
en árið 2206. Tunglmyrkvar urðu fimm talsins á árinu 1879 og verða
ekki aftur svo margir fyrr en árið 2132.
Belgíski stærðfræðingurinn Jean Meeus hefur sýnt fram á það með
útreikningum að 375 ár líði að meðaltali milli almyrkva á sólu, séð frá
tilteknum stað á jörðinni, en þetta sé þó mjög háð breiddarstigi. AI-
myrkvar eru mun algengari á norðurhveli jarðar en suðurhveli og tíð-
astir nálægt norðurpól. Þetta stafar af því, að líkurnar á að sólmyrkvi
sjáist frá einhverjum stað eru mestar þegar sólargangur er lengstur,
þ.e. að sumrinu. Þegar sumar er á norðurhveli jarðar vill svo til að
jörð er lengst frá sólu og sólkringlan því með minnsta móti. Líkindi
þess að tungl geti hulið sólkringluna og valdið almyrkva eru því meiri
en ella. Á suðurhveli jarðar er þessu öfugt farið, því að jörð er næst
sólu og sólkringlan stærst þegar sumar er þar suður frá.
Á íslandi ætti meðaltími milli almyrkva á hverjum stað að vera ná-
lægt 285 árum, ef marka má niðurstöður Meeusar. En tíminn milli
myrkva getur vikið langt frá meðaltalinu. í Reykjavík sást almyrkvi
síðast árið 1433, en næsti almyrkvi verður árið 2026.1 þetta sinn munu
því líða 593 ár milli almyrkva í Reykjavík.
Sé litið á ísland í heild, en ekki einstakan stað eins og Reykjavík,
verða almyrkvar að sjálfsögðu tíðari en þetta. Athugun á 1500 ára
tímabili (700-2200) leiðir í ljós 15 almyrkva sem hefðu getað sést (eða
ættu að geta sést) frá einhverjum hluta íslands, en það svarar til eins
myrkva á öld að meðaltali. Myrkvaárin eru 849, 878,1077,1131, 1312,
1330,1339,1424,1433,1469,1733,1833, 1851,1954, 2026 og 2196. Að-
eins fjórir þessara myrkva voru (eða verða) almyrkvar í Reykjavík,
nánar tiltekið myrkvarnir árin 878, 1330, 1433 og 2026. Árin 1469 og
1833 munaði þó mjög litlu að sól myrkvaðist alveg í Reykjavík.
Um almyrkva á tungli er það að segja, að fyrirbærið sést að meðal-
tali á 2-3 ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Á einu ári geta í
mesta lagi orðið þrír almyrkvar á tungli, en það er afar sjaldgæft.
Þctta gerðist reyndar fremur nýlega, árið 1982, en mun ekki gerast
aftur fyrr en árið 2485. Aðeins tveir af þremur tunglmyrkvum ársins
1982 hefðu getað sést frá Reykjavík, og hið sama mun gilda í næsta
skipti.
(95)