Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 101
ÁRFERÐI
Árið 1993 var í meðallagi. - Mestur hiti, sem mældist á
árinu, var á Egilsstöðum 25. ágúst en þá mældust þar 21,5
stig. Mestur kuldi varð í Möðrudal 19. janúar, en þar mæld-
ist 23,5 stiga frost. Mest sólarhringsúrkoma var á Kvískerj-
um 26. júní, 142 mm. Á Kvískerjum mældist mest ársúr-
koma, 3.755 mm.
I Reykjavík var meðalhiti ársins 4,4 stig, sem er 0,1 stigi
undir meðaltali áranna 1961-1990. Sólskinsstundir í Reykja-
vík voru 1.170, sem er nokkuð undir meðallagi. Urkoma í
Reykjavík varð 936,4 mm, sem er yfir meðallagi. Mestur
hiti í Reykjavík á árinu mældist 26. júlí, 19,7 stig, en kaldast
varð 25. janúar, en þá mældist 12,7 stiga frost.
Á Akureyri var meðalhiti ársins 3,6 stig, sem er 0,4 stig-
um yfir meðaltali áranna 1961-1990. Sólskinsstundir voru
934. Úrkoma varð 372,9 mm, sem er undir meðallagi.
Mestur hiti á Akureyri á árinu mældist 25. ágúst, 20,0 stig,
en kaldast varð 25. janúar, en þá mældist þar 15,8 stiga
frost.
Snjóalög á Dynjandisheiði í júní.
(99)