Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 102
I janúar var kalt og veðrasamt. Hinn 11. fór mjög djúp
lægð fyrir austan land og hlauzt af hvassviðri víða. Snjór
var víða mikill í mánuðinum og í Vestmannaeyjum féll 13.
janúar mesti snjór, sem þar hefur komið síðan 1968. Sól-
skinsstundir í Reykjavík voru aðeins 5, en á Akureyri sást
aldrei til sólar. - í febrúar var milt veðurfar og vætusamt.
Þetta var hlýjasti febrúar á Akureyri síðan 1983. í Reykja-
vík voru sólskinsstundir aðeins 15,2 og hafa aldrei verið
færri síðan mælingar hófust árið 1923. Mikið þrumuveður
gekk yfir Suðvesturland 12. febrúar. Rafmagnslaust var á
höfuðborgarsvæðinu í u.þ.b. eina klukkustund. Hlutust af
því vandræði, m.a. í umferðinni, enda var þetta síðdegis á
föstudegi. - I marz var hiti yfir meðallagi. Hinn 17. marz
brast skyndilega á hið versta veður suðvestanlands. Slys
urðu á sjó og margir árekstrar. - Apríl var mjög þurrviðra-
samur og hiti var yfir meðallagi. - Maí var fremur kaldur
og vætusamur víða um land. Hinn 15. maí kólnaði verulega
á Norður- og Austurlandi og snjóaði mikið næstu daga, t.d.
á Egilsstöðum. Sömu daga var moldrok á Rangárvöllum. -
I júní var þokkaleg veðrátta syðra en kalt nyrðra. Meðal-
hiti í Reykjavík var 9,1 stig en 8,1 á Akureyri. - Júlí var
mjög kaldur og sólarlítill norðanlands. Á Akureyri var
þessi júlí hinn þriðji kaldasti á öldinni og var meðalhitinn
2,9 stigum undir meðallagi. Sólskinsstundir á Akureyri
voru aðeins 59 og hafa aldrei verið færri þar í júlí. Fjallvegir
opnuðust seint, enda kalt og blautt á hálendinu allan júlí. -
Ágúst var kaldari en í meðalári. - September var mjög hlýr
um allt land og hægviðrasamur. í Reykjavík var meðalhiti í
mánuðinum 9,1 stig, sem er mesti hiti í þessum mánuði síð-
an 1968. Á Akureyri var meðalhitinn 8,7 stig og er þetta
hlýjasti september síðan 1958. Sólskinsstundir í Reykjavík
urðu hins vegar fáar og úrkoma var fimmtungi umfram
meðallag. - I október var blítt veður utan kuldakast um
miðbikið. Síðustu daga mánaðarins mátti heita vorveður.
Urkoma á Akureyri var aðeins 4 mm, sem er 7% af meðal-
tali og minnsta úrkoma síðan 1939. í Reykjavík var úrkoma
37 mm, sem er innan við helming af meðalúrkomu í þess-
(100)