Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 112
Heimsóknin stóð til 6. júní. Pað vakti athygli, að á blaða-
mannafundi sagðist Soares vera á móti hvalveiðum.
Hinn 9. ágúst var forseti íslands viðstaddur útför Bald-
vins Belgíukonungs.
Dagana 26.-28. október var forseti íslands í opinberri
heimsókn hjá Haraldi Noregskonungi. Hún skoðaði
Munchsafnið, fór að Ási og til Þrándheims. Pessi heimsókn
þótti takast með afbrigðum vel, þó að deilur um veiðar Is-
lendinga í Smugunni mánuðina á undan hefðu valdið
áhyggjum við undirbúning hennar.
HERVARNIR
I ársbyrjun voru allar hinar nýju radarstöðvar Varnar-
liðsins komnar í notkun. Pær eru á Miðnesheiði, Stokks-
nesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli. - Snemma í janúar
var æðsti yfirmaður herafla NATÓ í Evrópu, John Shalik-
astvili, á ferð á Islandi. Hann taldi herstöðina í Keflavík
enn hafa mikilvægu hlutverki að gegna við liðsflutninga
um Atlantshaf. Engu að síður kom fljótlega í ljós, að
bandaríska stjórnin hafði í hyggju að draga úr umsvifum
hersins á Miðnesheiði.
Hinn 6. maí birtist í Morgunblaðinu forsíðufregn um
það, að skera ætti mikið niður heraflann í Keflavík. Rætt
var um, að flugherinn færi jafnvel alveg á brott, en það
hefði þýtt fækkun um 1.400 manns á Vellinum. enda voru
26 herflugvélar staðsettar á Keflavíkurflugvelli.
Um þessar mundir var flugvélakostur Varnarliðsins eftir-
farandi: 12 F-15C Eagle orustuþotur, 7 P-3C Orion kafbáta-
leitarflugvélar, 4 Sikorsky HH-60 G björgunarþyrlur,
Lockheed KC-135R Hercules eldsneytisbirgðavél, Lock-
heed KC-130 Hercules björgunarflugvél og P-3 Orion
flutningaflugvél.
I Varnarliðinu voru um mitt ár taldir vera 2.999 her-
menn, 102 borgaralegir starfsmenn, fjölskyldufólk 2.600
eða alls 5.701 Bandaríkjamaður. íslenzkir starfsmenn voru
1.651.
(110)