Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 114
Kísiliðjan framleiddi 17.743 tonn af fullunnum kísilgúr
og er það 11% samdráttur frá fyrra ári. Tap á rekstrinum
varð 32 milljónir, en árið áður hafði orðið 5,7 milljóna
hagnaður. - Mikill samdráttur varð í sölu sements annað
árið í röð. Sementsverksmiðjan framleiddi 86.419 tonn
(99.800 tonn árið áður) og seldi 85.531 tonn (96.935). Tap
af reglulegri starfsemi varð 63 milljónir. Starfsmönnum
Sementsverksmiðjunnar hefur fækkað síðari ár og voru
helmingi færri á árinu 1993 en þegar flest var. - Steinullar-
verksmiðjan framleiddi 5.063 tonn og heildarsala var 5.203
tonn. Er þetta um 4% aukning frá fyrra ári. Tap varð hins
vegar um 50 milljónir króna.
Hinn 24. september voru stofnuð Samtök iðnaðarins.
Stofnaðilar voru Landssamband iðnaðarmanna, Félag ís-
lenzkra iðnrekenda, Félag íslenzka prentiðnaðarins, Verk-
takasamband íslands, Meistara- og verktakasamband
byggingarmanna og Samband málm- og skipasmiðja. 2.500
fyrirtæki verða í nýju samtökunum með um 25 þúsund
starfsmenn. Formaður hinna nýju samtaka er Haraldur
Sumarliðason.
Miklir rekstrarörðugleikar voru í ýmsum greinum inn-
lends iðnaðar á árinu. Islenzkur skinnaiðnaður á Akureyri
varð gjaldþrota 11. júní, eftir að fyrirtækið hafði tapað 250
milljónum á hálfu þriðja ári. Misstu þar um 200 manns
vinnuna. - Þáttur innlendrar kaffibrennslu fer stöðugt
minnkandi, en innflutningur á brenndu og möluðu kaffi
vex. Árið 1983 var markaðshlutdeild innlendu kaffibrennsl-
anna um 80% en var á árinu 1993 komin niður fyrir 40%.
í könnun, sem gerð var um prentstaði íslenzkra bóka á
árinu 1993, kom í ljós, að af 385 bókum, sem nefndar eru í
íslenzkum bókatíðindum, eru 310 prentaðar á Islandi eða
rúmlega 80%. 75 eða tæp 20% eru prentaðar erlendis. Af
þeim, sem unnar voru erlendis, voru 25 prentaðar í Singa-
pore, 12 í Hongkong og 10 á Italíu.
Útflutningur á helztu tegundum (meira en 100 millj.) af
iðnvarningi 1993 í milljónum króna (í svigum tölur frá
1992):
(112)