Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 115
Á1 og álmelmi 8.258,7 (8.053,8)
Kísiljárn 2.360,5 (1.656,3)
Lagmeti (fiskmeti) 1.521,0 (1.339,2)
Loðsútuð skinn og húðir 622,2 (792,9)
Kísilgúr 414,2 (390,9)
Rafeindavogir 344,3 (258,8)
Álpönnur 327,7 (323,6)
Prjónavörur úr ull 257,6 (330,9)
Óáfengir drykkir 230,7 (198,0)
Fiskinet og línur 174,8 (140,6)
Vélar til fiskverkunar 170,1 (170,8)
Fiskkassar, trollkúlur o.fl. úr plasti 157,7 (150,7)
Vélar, tæki og búnaður til fiskveiða 141,5 (154,1)
ÍBÚAR ÍSLANDS
1. desember 1993 var íbúatala íslands 264.919 (1. des.
1992 262.193). Af þeim voru karlmenn 132.883 og konur
132.036. Fjölgun íslendinga á árinu var 1,04% (1,01% árið
áður) eða 2.726 manns.
A árinu fæddust 4.623 lifandi börn (4.609). Af þeim voru
sveinbörn 2.329 (2.379) og 2.294 meybörn (2.230). Skilget-
in börn voru 1.928 (1.967) en óskilgetin 2.695 (2.642). Dánir
á árinu voru um 1.700.
Flinn 1. desember voru sveitarfélög í landinu 196 og
hafði fækkað um eitt á árinu. Hrepparnir voru 165, kaup-
staðir og bæir 31. Landmannahreppur og Holtahreppur
voru sameinaðir 1. júlí í Holta- og Landsveit.
Af íbúum landsins voru 243.675 í Pjóðkirkjunni
(241.634), í Fríkirkjunni í Reykjavík 4.893 (4.918), í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 2.445 (2.292), í Óháða söfnuðinum í
Reykjavík 1.036 (1.042). - Önnur trúfélög: Rómversk-kaþ-
ólsícir 2.484 (2.419), Hvítasunnumenn 1.089 (1.062), Að-
ventistar 780 (778), Vottar Jehóva 556 (541), í Baháísamfé-
lagi 384 (379), Krossinn 309 (317), Kirkja Jesú Krists
h.s.d.h. 157 (163), Ásatrúar 130 (119), Vegurinn 755 (654), í
Sjónarhæðarsöfnuði 52 (52), Orð lífsins 43 (28), önnur trú-
(113)