Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 121
vegari að þessu sinni var Sigmar Gunnarsson (UMSB). -
Reykjavíkurleikar voru haldnir í júní. Par sigraði Svíinn
Patrek Boden í spjótkasti og kastaði 88,26 m, sem var ann-
að bezta kast ársins. - Meistaramót íslands var haldið í
Reykjavík í byrjun júlí. Guðrún Arnardóttir (Armanni)
sigraði í þremur einstaklingsgreinum og var í sveit Ar-
manns, sem sigraði í 4x100 m boðhlaupi. Hún hljóp 100 m á
11,84 sek, 200 m á 24,11 sek og 100 m grindahlaup á 13,55
sek. Pétur Guðmundsson sigraði í kúluvarpi, 18,92 m. -
HSK sigraði í 1. deild í bikarkeppni FRÍ, sem haldin var í
ágúst, og fékk 160,0 stig, Ármann varð í 2. sæti með 148,0
stig, FH í 3. sæti og fékk 144,5 stig. UMSE og KR féllu i 2.
deild, en UMSK og UMSS komu upp í 1. deild. Á mótinu
setti sveit Ármanns Islandsmet í 4x100 m hlaupi kvenna,
47,23 sek. - Reykjavíkurmaraþon var haldið 22. ágúst, og
voru skráðir þátttakendur 3.556. Af þeim hljóp 121 Mara-
þonhlaupið sjálft og 373 hlupu hálfmaraþon. Kundrotas
Ceslovas frá Litháen sigraði í karlaflokki á tímanum
2:17,06, sem er nýtt brautarmet, og Elisabeth Singer frá
Austurríki í kvennaflokki, 2:55,07. Bretinn Hugh Jones
sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki á tímanum 1:05,46, en
Martha Ernstsdóttir í kvennaflokki, 1:13,20. Tími Mörthu
er Islandsmet og ennfremur setti Anna Cosser Islandsmet í
Maraþonhlaupi kvenna, 3:02,07. Jóhann Ingibergsson náði
beztum tíma Islendinga í Maraþonhlaupi, 2.32,44. - Gaml-
árshlaup ÍR var haldið í 18. sinn í sérlega góðu veðri og á
auðri jörð. Gunnlaugur Skúlason sigraði í karlaflokki á
30,07 mín. Martha Ernstsdóttir sigraði í kvennaflokki,
31,52. - Heimsmeistarakeppni var haldin í Stuttgart í ágúst.
Fimm Islendingar kepptu á mótinu, en náðu ekki langt.
Glíma. Bikarglíma Islands var háð á Laugarvatni í febrú-
ar. Jóhannes Sveinbjörnsson (HSK) varð bikarmeistari í
karlaflokki og Ingveldur Geirsdóttir (HSK) í kvennaflokki.
Er þetta í fyrsta sinn, sem keppt er í kvennaflokki. Jóhann-
es varð einnig glímukappi íslands. Hann vann Íslandsglím-
una, sem háð var í 82. sinn í Reykjavík í lok apríl, og með
því Grettisbeltið. Paö eru elztu verðlaun, sem enn er keppt
(119)