Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 148
Flug
Tap varð á rekstri Flugleiða annað árið í röð og nam það
187,6 milljónum króna (133,9 árið áður). Tapið er 1,4% af
veltu. Helzta nýjung í starfsemi félagsins var sú, að ferðum
til Kaupmannahafnar var fjölgað í tvær á dag og tekið upp
framhaldsflug til Hamborgar. Petta var gert í samvinnu við
SAS. Dregið var úr flugi til Gautaborgar og því hætt í
október. Hætt var sumarflugi til Salzborgar og Helsinki en
tekið upp sumarflug til Mílanó og Barcelona. - Viðhalds-
stöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli var opnuð formlega 24.
febrúar.
Flugleiðir fluttu 191.977 farþega í Norður-Atlantshafs-
flugi (179.315 árið áður), 360.367 í Evrópuflugi (330.628),
248.689 í innanlandsflugi (257.088) og 30.534 í leiguflugi
(40.540). Heildarfarþegafjöldi var því 831.567 (807.571), og
er það 3% fjölgun frá árinu á undan. Sætanýting var 71,6%
í Norður-Atlantshafsflugi (75,9% árið áður), 59,9% í Evr-
ópuflugi (61,2%), 57,5% í innanlandsflugi (59,8%) og
77,4% í leiguflugi (77,2%). Heildarsætanýting var 66,4%
(69,2% árið áður).
Starfsmannafjöldi félagsins í árslok var 1.166 (1.250 árið
áður). Af þeim störfuðu 170 erlendis. í árslok var flugvéla-
kostur félagsins 4 Boeing 737-400, 3 Boeing 757-200, og fé-
lagið hafði á leigu 4 Fokker 50.
Veltuaukning og hagnaður varð á starfsemi Islandsflugs
á árinu. Félagið flutti tæplega 42.000 farþega og hafði
reglubundið flug til átta staða á landinu, þar af fjögurra á
Vestfjörðum. Islandsflug hafði tvær 19 sæta Dornier 228 og
tvær 15 sæta Beechcraft 99 flugvélar í rekstri.
Siglingar
Hagnaður varð á rekstri Eimskipafélags íslands á árinu,
og nam hann 368 milljónum króna, sem er 4,0% af rekstr-
artekjum félagsins. Árið áður var 0,6% tap á rekstrinum.
Heildarflutningar félagsins á árinu voru 990.000 tonn
(árið áður 913.000 tonn). Er þetta um 8,0 % aukning frá ár-
inu á undan.
(146)