Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 153
markaði nema fjárfestar sættu sig við 5% vexti á verð-
tryggðum bréfum. Þetta kallaði forsætisráðherra „mark-
aðsaðgerð en ekki handaflsstýringu". Eftir að bankarnir
höfðu samið við Seðlabankann um breytingu á samskipta-
reglum boðuðu þeir lækkun vaxta 11. nóvember. Við sölu
húsbréfa kom yfirverð í stað affalla.
Samkvæmt skoðanakönnunum var ríkisstjórnin í minni-
hluta með þjóðinni allt árið. Hafði hún stuðning 30-40%
kjósenda en andstæðingar hennar 60-70%. í skoðanakönn-
un DV í desember hafði ríkisstjórnin fylgi 34,2% þeirra
sem afstöðu tóku en andstæðingar mældust 65,8%.
Fyrri hluta ársins var Framsóknarflokkurinn í mikilli
sókn og mældist í apríl og maí með meira fylgi en Sjálf-
stæðisflokkurinn. Seinni hluta ársins virtist Sjálfstæðis-
flokkurinn styrkjast og einnig Kvennalistinn. I skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn 33,8%, Framsóknarflokkurinn 23,7%,
Kvennalistinn 19,9%, Alþýðubandalagið 13,6% og Alþýðu-
flokkurinn 8,3%.
Alþingi
Alþingi kom saman 4. janúar til þess að ljúka afgreiðslu
EES-málsins. Var EES-samningurinn samþykktur á Al-
þingi 12. janúar með 33 atkvæðum gegn 23, en 7 sátu hjá.
Allir þingmenn Alþýðuflokksins (10) greiddu atkvæði með
samningnum og 23 sjálfstæðismenn, á móti voru allir (9) al-
þýðubandalagsmenn, 7 framsóknarmenn, 4 kvennalista-
konur og 3 sjálfstæðismenn. Hjásetumenn voru framsókn-
armennirnir Finnur Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, Ingi-
björg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón
Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og kvennalistakonan
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sjálfstæðismenn, sem greiddu
atkvæði á móti, voru þessir: Eggert Haukdal, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson. - I skoðana-
könnun DV í janúar um niðurstöðuna í EES-málinu sögð-
ust 48,5% vera óánægðir með hana en 32,3% ánægðir. Um
20 % voru óákveðnir eða svöruðu ekki.
(151)