Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 158
herra frá 1. ágúst, Jón H. Karlsson hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra frá 1. ágúst, Margrét S. Björnsdóttir hjá
iðnaðar- og viðskiptaráðherra í september.
Sveitarstjórnarmál
Félagsmálaráðherra beitti sér fyrir kosningum um sam-
einingu sveitarfélaga 20. nóvember. Var kosið um samein-
ingu eftir tillögum umdæmanefnda í öllum sveitarfélögum
nema eftirfarandi 11: Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi,
Eyrarsveit, Reykhólahreppi, Siglufirði, Seyðisfirði, Djúpa-
vogi, Mýrdal, Skaftárhreppi og Vestmannaeyjum. Aðeins
ein tillaga var samþykkt af öllum aðilum og var það tillaga
um sameiningu Ólafsvíkur, Neshrepps utan Ennis, Breiðu-
víkur og Staðarsveitar. A nokkrum stöðum vantaði lítið
upp á og þóttust menn í atkvæðagreiðslunni sjá ýmsar leið-
ir til sameiningar síðar. Svo var t.d. á Suðurnesjum, í Dala-
sýslu, Mýrasýslu og á Austfjörðum.
Þátttaka í kosningunum 20. nóvember var léleg. Af rúm-
lega 151.000 landsmönnum, sem voru á kjörskrá. neyttu
62.457 atkvæðiréttar síns eða 41,3%. Af þeim sögðu 35.898
já eða 58,1%, en 25.906 sögðu nei eða 41,9%. - Á höfuð-
borgarsvæðinu urðu úrslitin þau, að 13.447 Reykvíkingar
vildu sameinast nágrannasveitarfélögum, en 4.156 voru á
móti. Hins vegar var sameining felld á Seltjarnarnesi, í
Mosfellsbæ, Kjós og á Kjalarnesi.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað í júlí að fækka í bæj-
arstjórn úr 9 fulltrúum í 7 við næstu bæjarstjórnarkosning-
ar. Hið sama var gert á Sauðárkróki.
Fyrstu prófkjör fyrir kosningar til sveitarstjórna 1994
fóru fram í nóvember. Þá urðu Gunnar Birgisson og Ró-
bert B. Agnarsson efstir hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi
og Mosfellsbæ.
TÍMAMÓT
Nokkur afmceli félaga, stofnana og fyrirtækja.
21. janúar: Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn
(156)