Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 160
1. maí: 70 ár voru liðin frá því að haldið var upp á þenn-
an dag í fyrsta sinn hérlendis og farin fyrsta kröfugangan.
20. maí: Siglufjarðarkaupstaður 75 ára.
5. júní: Seglagerðin Ægir 80 ára. Hún var stofnuð af
Guðmundi Einarssyni sjómanni og var fyrst rekin í Duus-
húsi.
16. september: Læknafélag íslands 75 ára.
9. október: Prentsmiðjan Oddi 50 ára. Gefið var út af-
mælisritið Oddabók.
2. nóvember: Morgunblaðið varð 80 ára. Gefið var út 24
síðna afmælisblað og sýnd kynningarmynd um blaðið í
sjónvarpi. „Morgunblaðið - kjarni málsins“, var kjörorð
blaðsins á þessum tímamótum.
11. nóvember: Bifreiðastöðin Hreyfill 50 ára. Pað voru
130 leigubílstjórar í Reykjavík, sem stofnuðu stöðina, 1943.
Nú eru á stöðinni 210 bílstjórar.
ÚTVEGUR
Árið 1993 var annað mesta aflaár íslandssögunnar. Að-
eins árið 1988 aflaðist meira. Munaði þar mest um enn
aukinn loðnuafla. Porskafli minnkaði hins vegar enn. Afla-
takmarkanir og kvótar voru með svipuðu sniði og árið áð-
ur.
Heildaraflinn var 1.699.238 tonn (árið áður 1.568.651).
Nýting aflans var með eftirfarandi hætti: Frysting í landi
335.198 tonn (325.361), söltun 115.383 tonn (118.480), herzla
1.316 tonn (998), bræðsla 1.002.771 tonn (867.760), útflutt
37.148 tonn (52.162), gámar 52.151 tonn (58.379), sjóunnið
147.446 tonn (136.265), annað 7.890 tonn (8.280). Allar töl-
ur eru miðaðar við fisk upp úr sjó.
Þorskafli var 251.170 tonn (266.684 árið áður), ýsuafli
46.932 tonn (46.098), ufsaafli 69.982 tonn (77.832), karfa-
afli 96.578 tonn (93.880), úthafskarfaafli 19.747 (13.845),
lönguafli 4.333 tonn (4.556), keiluafli 4.746 tonn (6.440),
steinbítsafli 12.921 tonn (16.024), lúðuafli 1.363 tonn (1.184),
grálúðuafli 33.967 tonn (31.995), skarkolaafli 12.516 tonn
(158)