Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Qupperneq 163
1.000 milljónir króna. Dæmi voru þess, að aflaverðmæti úr
einu skipi væru allt að 90 milljónum.
Síldarverksmiðjum ríkisins var á árinu breytt í hlutafé-
lag, sem í fyrstu var að fullu í eigu ríkisins. Um haustið var
félagið lýst falt og hinn 29. desember var það selt fyrir 725
milljónir króna. Kaupendur voru 21 útgerðarfyrirtæki og 4
fjármálafyrirtæki undir forystu Benedikts Sveinssonar.
Annað tilboð kom frá Haraldi Haraldssyni í Andra upp á
801 milljón, en því hafnaði sjávarútvegsráðherra. Deilur
urðu um söluna og fór hún síðar fyrir dómstóla.
A 52. Fiskiþingi, sem haldið var í Reykjavík í nóvember,
var að vanda mikið rætt um kvótann, veiðar smábáta o.fl.
og voru menn ekki á eitt sáttir.
Fiskiskip íslendinga voru 950 1. janúar 1994, 86.249
brúttórúmlestir samtals. Af þeim voru 106 skuttogarar og 4
hvalveiðiskip. Hefur fiskiskipum fækkað um 10 á árinu.
Heildarskipastóll íslendinga var í árslok 1993 1.095 skip,
samtals 114.544 lestir brúttó (í árslok 1992 1.147 skip, sam-
tals 146.766 lestir brúttó).
Utflutningur helztu sjávarafurða (meira en 1.000 millj-
ónir) var sem hér segir á árinu 1993 í milljónum króna (í
svigum eru tölur frá 1992):
Fryst þorskflök 10.232,6 (9.603,9)
Fryst rækja 8.487,0 (7.110,4)
Blautverkaður saltfiskur 7.283,9 (8.448,5)
Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur 6.253,8 (7.005,0)
Blokkfryst þorskflök 5.736,1 (6.344,7)
Loðnumjöl 4.918,9 (4.194,3)
Heilfrystur flatfiskur 4.281,1 (2.889,4)
Heilfrystur karfi 3.210,9 (3.023,7)
Fryst ýsuflök 2.280,3 (2.223,0)
Saltfiskflök 2.245,2 (2.032,3)
Loðnulýsi 2.205,7 (1.091,2)
Fryst karfaflök 1.774,5 (1.505,4)
Fryst flatfiskflök 1.526,8 (1.249,7)
(161)