Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 181
0,4% meiri verðbólga en árið áður, en þá var hún 3,7%.
Verðbólgumetið er frá 1983, 70,8%.
Gengi krónunnar var fellt um 7,5% hinn 28. júní. Var
þetta gert í tengslum við ákvörðun hámarksafla á fiskveiði-
árinu 1993-94 og til þess að styrkja stöðu útflutningsat-
vinnuveganna. Meðalsölugengi bandaríkjadals í desember
1993 var 72,05 kr., en var 62,94 kr. í desember 1992. Meðal-
sölugengi dalsins yfir árið var 67,90.
í lok marz var tilkynnt um mikið tap á rekstri Mikla-
garðs og vildi Sambandið selja verzlunina. Hinn 15. júní var
Mikligarður síðan lýstur gjaldþrota, en skuldir umfram
eignir voru taldar um 600 milljónir. Efnt var til mikillar
rýmingarsölu, en að henni lokinni misstu um 200 starfs-
menn verzlunarinnar vinnuna.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum var sem
hér segir í nóvember 1993 (innan sviga eru tölur frá nóv.
1992): Franskbrauð sneitt, kg 255,01 kr. (237,86), súpu-
kjötskíló 535,95 kr. (514,27), ýsukíló 265,67 kr. (263,00), ný-
mjólkurlítri í pakka 64,63 kr. (67,80), smjörkíló 530,10 kr.
(549,34), eplakíló 108,74 kr. (111,26), kartöflukíló 134,68 kr.
(82,17), strásykurskíló 55,74 kr. (44,69), kaffikíló 465,57 kr.
(414,79), Coca-Cola í dós (33 cl) 63,00 kr. (64,28), brenni-
vínsflaska 1.960,00 kr. (1.800,00), bjórkippa 820,00 kr.
(880,00), vindlingapakki 260.00 kr. (229,00), herraskyrta
4.352,75 kr. (4.341,27), kvensokkabuxur 497,50 kr. (486,36),
benzínlítri (92 okt.) 66,17 kr. (56,80), mánaðargjald á dag-
heimili með fæði 14.000,00 kr. (14.000,00), afnotagjald sjón-
varps á ári 24.000,00 kr. (20.244,00), bíómiði 500,00 kr.
(500,00), fullorðinsmiði á íslandsmótið í knattspyrnu
700,00 kr. (700,00), síðdegisblað í lausasölu 140.00 kr.
(115,00), sundmiði 110,00 kr. (110,00).
VINNUMARKAÐUR
Atvinnuleysi á árinu taldist vera 4,3% af áætluðum
mannafla (3,0% árið 1992). Þetta svarar til þess, að 5.601
maður hafi verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali allt árið
(179)