Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 184
Fyrir samkomulagið í maí kom til nokkurra vinnudeilna
og uppsagna. Fjöldi hjúkrunarkvenna og Ijósmæðra á
Landspítala sagði upp störfum frá 1. febrúar, en við þær
var samið áður en uppsagnirnar áttu að taka gildi. - 3.
febrúar hófst verkfall stýrimanna á Herjólfi. Þrátt fyrir
miklar sáttaumleitanir leystist þessi deila ekki, og var að
lokum gripið til lagasetningar á Alþingi hinn 23. marz.
Samþykkti þingið með 36 atkvæðum gegn 6, að Herjólfs-
menn skyldu hverfa aftur til starfa og skipaður skyldi gerð-
ardómur í deiluna.
Þrátt fyrir gengislækkun í júní var það mat aðila vinnu-
markaðarins, að ekki hefði orðið tilefni til breytinga á
kjarasamningum í nóvember.
I nóvember tók Elna Katrín Jónsdóttir við formennsku í
Hinu íslenzka kennarafélagi.
ÝMISLEGT
Áfengissala. Sala á áfengi jókst um 1,35% á árinu að
magni til, úr 8,13 milljón lítrum í 8,24. Hins vegar varð
samdráttur í sölu sterkra vína þannig að vínsala minnkaði,
mælt í alkóhóllítrum, úr 927.961 lítrum í 881.751. Heildar-
sala á áfengi hjá ÁTVR á árinu nam 7,66 milljörðum
króna.
Björk sigrar heirninn. Söngkonan Björk Guðmundsdóttir
náði miklum vinsældum í Bretlandi í júlí. Plata hennar
Debut var um tíma í 3. sæti á vinsældalista þar í landi. Hún
seldist líka mikið í ýmsum öðrum löndum. Björk kom fram
á tónleikum á Wembleyleikvanginum 21. ágúst og fylgdust
um 50.000 manns með þeim.
Blöð og tímarit. Tímaritið Réttur lauk göngu sinni á ár-
inu. Það kom fyrst út 1916 á Akureyri og var þá Þórólfur
Sigurðsson í Baldursheimi ritstjóri. Um langan aldur var
Einar Olgeirsson ritstjóri. - Gunnari Smára Egilssyni var í
apríl sagt upp sem ritstjóra Pressunnar. Karl Th. Birgisson
var ráðinn í hans stað. - Nýtt fyrirtæki, Mótvægi hf., tók
um haustið við rekstri Tímans og var Þór Jónsson í sept-
(182)