Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 185
ember ráðinn ritstjóri blaðsins. Fékk Tíminn nýtt útlit 12.
nóvember. Þór sagði starfi sínu lausu í byrjun desember og
tók Agúst Þór Arnason við ritstjórn 7. desember. Breyttist
enn útlit blaðsins 14. desember, en hinn 29. desember var
tilkynnt, að Tíminn kæmi ekki oftar út á árinu, þar sem
Mótvægi hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Jafnframt
var frá því greint, að fyrirtækið Tímamót, dótturfyrirtæki
Frjálsrar fjölmiðlunar, hefði tekið við útgáfu Tímans.
Skyldi blaðið næst koma út fyrsta virkan dag á árinu 1994.
- I lok nóvember var Samútgáfan Korpus lýst gjaldþrota.
Útgáfufyrirtækið Fróði keypti tímaritin, sem Samútgáfan
hafði gefið út, en þau voru Vikan, Samúel, Hús og híbýli,
Bleikt og blátt, Eros og Sannar sögar. - I nóvember hóf
göngu sína tímaritið Efst á baugi. Ritstjóri er Hannes
Hólmsteinn Gissurarson.
Bosníumaður í landslið Islands. Izudin Daði Dervic, sem
nýlega hafði fengið íslenzkan ríkisborgararétt, var í maí
valinn í íslenzka landsliðið í knattspyrnu. Hann lék gegn
Rússum 2. júní.
Brugg. Talið var, að minni sala ÁTVR á sterkum drykkj-
um hefði stafað af vaxandi bruggstarfsemi í landinu. Upp
komst um allmarga bruggara á árinu, t.d. var lokað brugg-
verksmiðju í Grindavík í júlí og önnur fannst daginn eftir í
Austur-Eyjafjallahreppi.
Fegurðardrottning. Svala Björk Arnardóttir úr Garðabæ
var í apríl valin fegurðardrottning íslands 1993.
Fornminjar. Mannvistarleifar frá landnámsöld fundust á
Bessastöðum. Einnig töldu menn sig hafa fundið leifar
Þrælakistunnar, svartholsins á Bessastöðum. - Í Flatey var
unnið við rannsókn á flaki, sem talið var af hollenzku
kaupfari, sem fórst við eyna 1659. - Rústir gamla Arnar-
hólsbæjarins komu í ljós við endurbætur og rask á hólnum.
Þar fundust krítarpípur, vaðsteinar og beltissylgja. - í sept-
ember var gerð könnun á einum þeirra hringa, sem eru í
túninu í Nesi við Seltjörn. í ljós kom, að hringurinn var
manngerður.
Fuglabjarg keypt. í september var ákveðið eftir tillögu
(183)