Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 189
brotnað úr Kolbeinsey um veturinn. Klettur austast á eynni
er horfinn, en þessi klettur var hæsti punktur eyjarinnar.
Pyrlupallur frá 1989 er nú hæsti punkturinn.
Kvikmyndir. Tvær íslenzkar kvikmyndir í fullri lengd
voru frumsýndar á árinu. Þær voru Stuttur frakki, sem
frumsýnd var 6. apríl, leikstjóri Gísli Snær Erlingsson, og
Hin helgu vé 29. október, leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. -
64.287 gestir sáu íslenzkar kvikmyndir í kvikmyndahúsum í
Reykjavík á árinu (68.889 árið áður). Bíógestir voru alls
1.235.819 á árinu (1.304.487 árið áður). Mest sótta myndin
var Júragarðurinn, en hana sóttu 78.000 bíógestir, næst
kom Karlakórinn Hekla með 54.000 gesti, en sú mynd var
frumsýnd á árinu 1992. I Reykjavík voru í árslok starfrækt
6 kvikmyndahús með 24 sýningarsölum og sætum fyrir
6.088 manns.
Lestrarkeppni. I marz var efnt til keppni milli skóla í
lestri. 1.106 bekkjardeildir í 166 skólum tóku þátt í keppn-
inni og það var bekkur í Sólvallaskóla á Selfossi, sem sigr-
aði. Alls voru lesnar 71.505 bækur, og voru þær 6.647.145
blaðsíður.
Listamannalaun o.fl. Davíðspennanum var úthlutað á
fæðingardegi Davíðs Stefánssonar, 21. janúar. Hann hlaut
Vigdís Grímsdóttir fyrir skáldsöguna Stúlkuna í skóginum.
- í apríl var starfslaunum listamanna úthlutað í fyrsta sinn.
Fengu listamenn laun frá 6 mánuðum og upp í 3 ár til þess
að sinna listsköpun sinni. Meðal þeirra, sem fengu starfs-
laun í 3 ár, voru rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Pór-
arinn Eldjárn. - Elías Snæland Jónsson fékk íslenzku
barnabókaverðlaunin fyrir bókina Brak og brestir. - Kristj-
án Jóhannsson óperusöngvari fékk bjartsýnisverðlaun
Bröste-fyrirtækisins danska, en þau voru nú afhent í 13.
sinn. - Menningarverðlaun DV hlutu: Linda Vilhjálmsdótt-
ir ljóðskáld, Ólafur Haukur Símonarson leikritaskáld,
Snorri Þórisson kvikmyndatökumaður, Margrét Harðar-
dóttir og Steve Christer arkitektar, Kolbrún Björgólfsdóttir
listhönnuður, Pétur Arason myndlistarmaður, Petri Sakari
tónlistarmaður. - Heiðurslaun Brunabótafélagsins
(187)