Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 192
þar sem Menningarsjóður var lengi til húsa. Húsið er ýmist
kallað landshöfðingjahús, en Magnús Stephensen, síðasti
landshöfðinginn, lét reisa það, eða Næpan eftir lögun á
turni, sem á því er.
Oblátan hœkkar. í febrúar voru gjöld af brauði til altaris-
þjónustu hjá kaþólska söfnuðinum hækkuð um helming.
Söfnuðurinn fær oblátuna að gjöf frá prestum í Hollandi
en verður að greiða af henni aðflutningsgjöld.
Rodin á Kjarvalsstöðum. Hinn 23. október var opnuð
sýning á höggmyndum eftir hinn heimsfræga myndhöggv-
ara Auguste Rodin. Þar voru sýndar 62 höggmyndir auk 23
ljósmynda af listamanninum og umhverfi hans.
Samtíðarmenn. I lok marz kom út ritið Samtíðarmenn
hjá bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli. í ritinu eru æviágrip
um 2.000 íslendinga, það er 750 bls. í stóru broti og prent-
að í Englandi.
Seðlabankinn. Jóhannes Nordal, sem verið hafði seðla-
bankastjóri frá stofnun bankans 1961, lét af störfum 1. júlí.
Var starf seðlabankastjóra auglýst í fyrsta sinn. Nokkrir
starfsmenn bankans sóttu um og auk þeirra ýmsir aðrir.
Meðal þeirra var Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. sem
fékk starfið. Hinn 12. nóvember var tilkynnt, að Jóni hefði
verið boðið embætti aðalbankastjóra Norræna fjárfesting-
arbankans. Hann þekktist boðið og tekur við embættinu 11.
aprfl 1994. - í október var mikið rætt um jeppakaup banka-
stjóra Seðlabankans, málverkaeign bankans og fleira.
Siglingadómur hverfur. Hinn 15. júní var í síðasta sinn
þingað í Siglingadómi, en hann var sérstakur dómstóll, sem
fjallaði um óhöpp á sjó o.fl. Síðasta málið var um strand
skipsins Eldhamars í nóvember 1991.
Spilakassar. Um miðjan október var hart deilt um upp-
setningu 400 nýrra happdrættisvéla eða spilakassa, sem
Háskólinn hugðist setja upp. Dómsmálaráðherra hafði
veitt leyfi fyrir þessum kössum, en Rauði krossinn og
hjálparsveitarmenn sögðu þá verða keppinauta við sína
spilakassa. Um síðir náðist samkomulag um að skipta
ágóðanum af spilakössunum.
(190)