Bræðrabandið - 01.08.1978, Side 15

Bræðrabandið - 01.08.1978, Side 15
uður en ekki aðeins fögnuour í fram- tíðinni heldur fögnuður nú. Það eru forréttindi kristinna manna að vera glaðir í daglegu lífi og sýna þann fögnuð á ásjónum sínum. Hvernig getum við öðlast slíka reynslu? í sæluboðununum gaf Jesús forskrift fyrir fögnuði í hinu kristna lífi. Sælx±ioðanirnar má telja sem kjarna kenninga Krists. Þær setja fram guð- lega formúlu fyrir hamingjusömu og fagnaðarriku lífi. Gríska orðið makarios sem notað er í sæluboðununum er ýmist þýtt í Biblíu- þýðingum "blessaðir" eða "sælir". Auk þess má geta þess að þar sem engar sagnir eru í fyrstu línu hverrar sæluboðunar má skoða hverja setningu sem upphrópxin fremur en yfir- lýsingu. Þá mætti þýða hverja grein þannig: "Ó, sú hamingja," eða "ó, sú sæla". í sæluboðununum kemur frarn þrefaldur fögnuður. í þeim segir Jesús að (1) fögnuður veitist hverjum manni í mestu neyð hans og þegar hann finnur hvar hægt er að uppfylla þá neyð - í Jesú Kristi og réttlæti hans. (2) Fögnuður veitist í því að lifa hinu kristna lífi - vera auðmjúkur, kærleiksríkur, hjartahreinn og friðflytjandi. (3) Fögnuður fæst fyrir það að hlýða Jesú jafnvel þótt það kosti þjáningar og ofsóknir. Sá kristni maður sem lifir eftir meginreglum fjallræðunnar og sérstak- lega sæluboðananna getur verið viss um að eiga gleði og hamingju í lífinu og verið stöðugur vitnisburður um upp- fyllingu loforða Jesú. □

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.