Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 2
HEIMS UM BÓL Hinn frægi jólasálmur, Heims um ból, var ortur í Austurrísku Ölpunum. Höfundurinn, Jósef Mohr, fæddist í Austurríki 11. des. 1792. Hann tók prestvígslu tuttugu og þriggja ára að aldri og gerðist aðstoðarprestur í Laufen nálægt fæðingarbæ sínum. Síðar varð Jósef Mohr prestur við St.Nikulásarkirkjuna í Oberndorf, sem þá var nýbyggð. í þessum afskekkta bæ í skjóli hinna fögru Týrólsku fjalla sat presturinn aleinn í skrifstofu sinni 24. des. 1818. Var hann að semja jólaræðuna. Las hann í Biblíunni, jólaguðspjallið, frásögnina um fjárhirðana á Betlehemsvöllum og boðskap engilsins: "Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs". Er presturinn hafði lesið þessi orð var skyndilega barið að dyrum og inn í stofuna kom bóndakona með þau tíðindi að um morguninn hefði kona er bjó í efsta bænum I sókninni alið barn. Þar sem barnið var mjög veikt vildu foreldrar þess að presturinn kæmi og leggði blessun sína yfir það, svo það mætti lifa. Hin unga móðir lá með barnið við brjóst sér, þegar presturinn kom í kotið og í huga hans endurrómuðu síðustu orðin sem hann hafði lesið í Biblíunni um barnið í jötunni í Betlehem. Þegar presturinn hélt heimleiðis, ómuðu kirkjuklukkurnar og hlíðar dalsins voru uppljómaðar, því fjöldi barna og fullorðinna á leið til kirkju báru logandi blys niður harðfrosinn þjóðveginn. Gagntekinn undursamlegum jólafögnuði settist presturinn að nýju við skrifborðið sitt og hugsanirnar sem bjuggu í sál hans, fundu sér farveg í skýrum og fögrum ljóðlínum: "Stille Nacht, heilige Nacht" og um kl. 4 þessa nótt var sálmurinn fullgerður. Eftir nokkurra klukkustunda svefn fór séra Mohr til Arndorfs, þorps nálægt Oberndorf, til vinar síns, Frans Gruber, sem var söngkennari við barnaskólann þar og orgelleikari við kirkjuna. Báðir þessir menn voru miklir tónlistarunnendur og höfðu oft talað um að "hinn fullkomni jólasálmur hefði ekki ennþá fundist". Presturinn sagði við vin sinn:" Nú er nýi jóla- sálmurinn tilbúinn. Ég hef hugleitt það sem við töluðum um í síðustu viku og nú í nótt fékk ég textann". Þegar Gruber hafði lesið sálminn, sagði hann af mikilli hrifningu: "Mohr, vinur minn, þú hefur fundið hann, rétta sálminn - Guði sé lof'. "Það gleður mig", svaraði séra Mohr, "en viltu búa til lag við textann. Það verður að gerast fljótt, því ég hef hugsað mér, að sálmurinn verði jólakveðja til safnaðarins í kvöld." Gruber varð svo gagntekinn af þeim jólafögnuði, sem í sálminum bjó að hann byrjaði þegar í stað að hugleiða lag við sálminn "Hann hljómar sjálfur, sálmurinn þinn" hrópaði hann til prestsins. Gruber fór og settist við hljóðfærið í skólahúsinu. Brátt tóku að berast tónar um stofuna þrungnir himneskri fegurð, eins og gjöf frá Guði. Strax og lagið var fullgert, seinna um daginn, flýtti hann sér til Oberndorf til þess að láta vin sinn heyra það og hlustaði hann hugfanginn. Það sem gefur þessarri lagasmíð gildi er ekki aðeins fegurðinn, heldur einnig hinn fullkcmni samruni við andann, jólafögnuðinn í sálmi Mohrs. Séra Mohr og Gruber æfðu sálminn saman til þess að hann yrði tilbúinn til flutnings við guðsþjónustuna í kirkjunni um kvöldið. Löngu síðar lýsti Elsa, elsta dóttir Frans Grubers þannig frumflutningi jólasálmsins í kirkjunni: "Mohr söng tenór, Gruber bassa og nokkrar stúlkur sungu lokahendinguna í hverju versi. Einn gítar leiddi sönginn, þar sem orgelið var bilað." Mjög merkileg er frásagan um það, hvernig sálmurinn breiddist út frá fjallaheimkynnunum í Týról og varð einn af mestu uppáhalds jóla- sálmum í öllum heimsálfum. Sálmurinn gekk mjög hægt að ná frægð. í næstum heilt ár eftir að hann var fyrst fluttur fyrir almenning lá hann að mestu gleymdur í skrifborði Grubers. í nóvember 1819 kom orgelsmiður Karl Mauracher, úr næsta þorpi, handan fjallanna til að gera við kirkjuorgelið. Þegar hann hafði lokið verkinu, bað hann Gruber að leika eitthvað lag til að prófa 2

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.