Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Brœðrabandið 12. 1987 orgelið. Þá minntist Gruber hins fagra lags við sálminn Heims um ból, og lék það. í Zillerdalnum í þorpinu, þar sem þessi orgelsmiður bjó, voru Strassersystkinin fjögur: Karólína, Jósef, Andrés og Amalía litla, er höfðu mjög fagrar söngraddir. Orgelsmiðurinn kenndi þessum systkinum sálminn. Sálmurinn varð brátt mjög vinsæll í þorpinu og gekk undir nafninu: Lofsöngurinn af himnum. Foreldrar Strassersystkinanna bjuggu til hanska úr geitarskinni. Á hverju vori fengu systkinin að fara norður til borgarinnar Leipzig, en þar er árlega haldinn mikill markaður eða kaupstefna. Voru börnin send með hanska á markaðinn. Þarna sungu þau sálminn, sem þau höfðu lært heima og vegfarendur námu staðar til að hlusta á söng þeirra en einn þeirra var hirð-söngstjórinn í Saxlandi. Svo tilkomumikið þótti honum að hlusta á söng systkinanna, að hann bauð þeim á hljómleika, sem hann átti að stjórna í borginni. Með glöðu geði þáðu börnin þetta góða boð. Meðal viðstaddra á hljómleikum þessum voru konungs- hjónin í Saxlandi. Hljómleikarnir voru haldnir í miklum og skrautlegum sal, er var þéttskipaður prúðbúnu fólki og voru börnin leidd til sætis nálægt hljómsveitarpallinum. í lok hljómleikanna tilkynnti söngstjórinn, að fjögur börn væru viðstödd, er hefðu fegurri söngraddir en hann hefði lengi heyrt og kvaðst vænta að þau létu til sín heyra. Eldri systkinin hikuðu, en Amalía litla hvíslaði að þeim: "Við skulum loka augunum og láta sem við séum að syngja heima hjá okkur" Fyrsta lagið sem þau sungu var "Lofsöngurinn af himnum" og áheyrendur létu í ljós mikinn fögnuð. Því næst sungu börnin aðra gullfallega Týróla-söngva, en endurtóku að lokum uppáhaldslagið sitt, Lofsönginn af himnum. "Þetta er sannarlega fallegt" sagði konungurinn, er börnin höfðu lokið söng sínum. "Við höfum aldrei heyrt þennan jólasálm fyrr. Hvaðan er hann?" "Það er alþýðulag frá Týról, yðar hátign", sagði Jósef. Drottningin spurði börnin hvort þau vildu koma til hallarinnar og syngja sálminn fyrir þau á jólunum. Það gerðu þau. Á aðfangadagskvöld jóla 1832 sungu Strasser-systkinin í hirðkapellunni "Stille Nacht, heilige Nacht". Árið 1842 var sálmurinn prentaður í fyrsta sinn undir nafninu "Týrólski sálmurinn". Tólf árum síðar eða árið 1845 varð frægð sálmsins þó enn meiri, þegar fjölmennur kirkjukór keisarakirkjunnar í Berlín söng hann fyrir Friðrik Vilhjálm IV keisara. Svo gagntekinn varð keisarinn, er hann heyrði hin volduga kór syngja "Heims um ból" að hann gaf út þau fyrirmæli að við allar jólaguðsþjónustur skyldi sálminum skipað fremstum. Síðan hefur sálmurinn farið í óslitinni sigurför um heiminn. Afkomandi Franz Grubers, Felix Gruber, skýrði frá jólum á vesturvígstöðvunum 1917 þegar sálmurinn var sunginn á jólahátíð fyrir hermenn, en þeir töluðu sex ólík tungumál: "í augum flestra komu tár, en þá fann ég betur en nokkru sinni fyrr þann heillandi mátt, sem sálmurinn fól í sér og ég óskaði að langafi minn gæti sjálfur heyrt og séð hversu djúpt við vorum allir snortnir. Enda þótt við værum óvinir í stríði, sam- einuðu hinir þýðu áhrifamiklu tónar okkur alla, þá tóna höfðum við þekkt og elskað frá frumbernsku, þegar við vorum langt burtu frá skotgröfunum. Þá nótt skildi ég að lagið var ekki aðeins eign minnar eigin þjóðar, heldur allra þjóðflokka. íslenska textann, eins og hann er í íslensku sálmabókinni gerði Sveinbjörn Egilsson. Framsóknarblaðið Vestmannaeyjum, birt með leyfi. HEIMS UM BÓL Heims um ból helg eru jól signuð mær son Guðs ól frelsun mannanna, frelsins lind frumkvæði Ijóssins, gjörvöll mannkind :,:meinvill í myrkrunum lá:,: Heimi í hátíð er ný himneskt ljós lýsir ský, liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims :,:konungur lífs vors og ljóss:,: Heyra má himnum í frá englasöng:"Allelúja", Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna sem tilreiða sér :,:samastað syninum hjá:,: 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.