Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 5
Brœðrabandið 12. 1987 ERVERÐIÐ OFHÁTT EÐAOF LÁGT? Hvaða verð vilt þú greiða til að öðlast þau forréttindi að tilheyra Guði, vera sonur hans eða dóttir? Eilífa lífið er gjöf Guðs, verk Guðs en hann getur ekki unnið það í okkur, komið gjöfinni til skila, nema við séum fús að taka við henni. í augum sumra er það mikil fórn að rétta út höndina og taka við gjöf Guðs. "Demas hefur yfirgefið mig", sagði Páll postuli, "vegna þess að hann elskaði þennan heim" (2.Tím. 4,9). Páll, hinsvegar, sagði "Sakir hans (Krists) hef ég misst allt og met það sem sorp, til þess að ég geti áunnið Krist og reynst vera í honum". (Fil. 3,8.9). Hinir trúföstu allra alda hafa fórnað öllu, jafnvel lífinu sjálfu, fyrir trú sína og trúmennsku við Guð himnanna. Við minnumst Jósefs, sem sagði: "Hvernig skyldi ég þá aðhafast þessa miklu óhæfu og syndga á móti Guði" (1. Mós. 39,9). Við vitum að þessi trúmennska kostaði hann reiði konu Pótífars og í framhaldi af því langa fangelsisvist. Við minnumst vina Daníels. Þótt þeirra biði grimmilegur dauðdagi ef þeir tilbæðu ekki líkneskið í Dúradal, var trúmennska þeirra slík að þeir sögðu með mikilli djörfung. Ef Guð vor, sem vér dýrkum, vill frelsa oss, þá mun hann frelsa oss úr eldsofninum brennandi og af þinni hendi konungur. En þótt hann gjöri það ekki, þá skalt þú samt vita, konungur, að vér munum ekki dýrka þína Guði né tilbiðja gulllíkneskið, sem þú hefur reisa látið."(Dan. 3,17.18). Ester var einnig reiðubúin að fórna öllu, einnig lífi sínu, og sagði, "og ef ég á að farast, þá ferst ég." (Est. 4,16). Kristur sjálfur, í angist sinni í grasgarðinum, þar sem hann bar synd alls heimsins, sagði "Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt" (Mark. 14, 36) Hann var "hlýðinn allt til dauða, já dauðans á krossi" (Fil. 2,8). í bókinni Drottinn kemur, á bls 349 segir: "Þau forréttindi að vera synir Guðs, eru lágu verði keypt, jafnvel þó að öllu sé fórnað sem við eigum, jafnvel lífinu sjálfu." "Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt" (2.Kor. 4,17) "En Guð hefur frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar... Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann". (lKor.2,7,9.). Nei verðið er ekki of hátt". Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? (Róm. 8,32) "Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf.(Jóh. 3,16). Erling B. Snorrason 5

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.