Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2005 Fréttír DV Barða er lýst sem hjartgóðum einstaklingi sem er vinur vina sinna. Hann hefur óumdeilan- iega tónlistarhæfileika og þykir fjölhæfur listamaður á mörgum sviðum. Barði er haldinn fullkomn- unaráráttu sem stendur honum stundum fyrir þrifum. Hann á það til að vera ónærgætinn í sam- skiptum við aðra og þykir á stundum léttklikkaður. „Kostirnir við Barða eru að hann er mjög fylginn sér, veit hvað hann vill og erofsalega einbeittur. Hann er mjög hiý mann- eskja og það er hægt að leita til hans efmaður á í vandræöum. Þegar menn eru svona klárir og einbeittir geta menn verið svo- lítið þrjóskir og kannski ekki alltaf tilbúnir aö opna hug- myndir fyrir öðrum. Hann getur veriö óvæginn við fólk þvi hann vill hafa allt svo fullkomið í kringum sig og því þarffólkið helstað vera fullkomið lika.“ Esther Talía Casey, leikkona og söng- kona úr Bang Gang. -iwöærmrrrvtrkttegvrftóktnrr mann að ræða þegar kemurað honum Barða. Hann er vinnuaiki sem eyöir ofmiklum tima í reiknihald og skipulagn- ingu þvf hann er kontrólfrlk sem er galli. Hann er nettklikkaður og biiaður, sem getur bæði verið kostur og galli. Mesti kosturinn er hvaö hann er afskaplega góður vinur vina sinna og mikill Ijúflingur." Ragnar Bragason, kvlkmyndagerðar- maður sem gerðl mynd um Barða. „Hann er ótrúlega hjartahlýr persónuleiki og bráð- skemmtiiegur drykkju- fétagi. Viö útskrifuðumst saman úr MR og tókum ekki þátt I trúðabúninga- dimmiteringunni sem hinir gerðu. Hann er hreinskilinn og er mjög fylginn sér, lætur ekkert slá sig út aflaginu og er óhræddur við að segja fólki hvað honum finnst en sumir taka þvl kannski illa og líta á sem galla en fyrir mér er það mikill kostur." Sðlvl Blöndal, skólafélagi og meðlimur Quarashi. Frægðarsól Baröa Jóhannssonar hefur hægt og örugglega risiö á íslandi slðustu árin. Hann sló fyrst í gegn meö hljómsveit- inni Bang Gang og hefurlátiö tilsín taka á ýmsum sviðum menningarinnar. Um siÖ- ustu helgi vakti athygli fjölmiðla aö Sin- fóníuhljómsveit Islands frumflutti tónverk sem þessi ungi listamaöur samdi fyrir hljómsveitina. Baröi er fæddurþann 10. september áriö 1975. Heiðar opnaðar í vorveðri undanfarinna daga hefur snjó tekið hratt upp vestur á fjörðum og er nú færð víða sem á sumar- degi sé að því er segir á Þingeyrarvefnum. Veg- urinn yfir Eyrarfjall í Djúpi hefur verið opinn töluvert að undanförnu og Hrafnseyrarheiði hefur verið mokuð og er opin en þó er þar nokkur hálka. Á Dynjandis- heiði er talsvert bleyta en snjólétt miðað við árstíma. Vonast er til að þar kólni svo hægt sé að moka heið- ina en óvanalegt að er heið- ar sunnan Dýrafjarðar séu opnar á þessum árstíma. Krakkarnir í Idolinu hafa hvorki getað unnið né sótt skóla og orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu tvo mánuði. Bæjarfélög þeirra sem eru af landsbyggðinni eru afar stolt af þeim og myndu flest styrkja þau, væri eftir þvi leitað, nema Ólafsfjörður. Helgi fékk 80 þúsund frá fsa fjarðarbæ „Isfirðingar eru ailir stoltirafframmistöðu Helga." rTr lÉíiTr ' / fJT'jl i m JJ „Það er rétt, já, við ákváðum að styrkja Helga til fararinnar í tíu manna úrslitin í Idol," segir Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjðrnar ísaljarðar en Helgi Þór Arason hlaut áttatíu þúsund króna styrk til að mæta þeim kostnaði sem hann varð fyrir á meðan hann dvaldi í Reykjavík og tók þátt í tíu manna úrslitum Idolsins á Stöð 2. Eftir því sem krakkarnir komast lengra verða þau fyrir meira tekjutapi en þau sem hafa verið í tíu manna úr- slitum hafa ekki getað sótt skóla, sáralítið unnið og sum ekki neitt. Birna segir þessa upphæð ekki háa en lægri styrkir þurfa ekki alftaf að fara fyrir bæjarstjórn. Halldór Halfdórsson bæjarstjóri hafi ákveðið svigrúm til að úthluta slíkum styrkj- um. Helgi hafi staðið sig með mikl- um sóma í keppninni og verið ísa- fjarðarbæ og bæjarbúum til sóma. „Við hérna á ísafirði erum afar stolt af honum og lítum svo á að þetta fé komi bænum til góða," segir Birna. Rögnvaldur Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar á Ólafsfirði heimabæj- ar Lísbetar Hauksdóttur, er ekki eins jákvæður í garð þeirra keppanda og segir Ólafsfjarðarbæ ekki hafa veitt Lísbeti neinn styrk til að mæta kostn- aði í úrslitakeppninni. „Hún hefur ekki sótt um styrk, mér vitandi, enda efa ég að hann yrði veittur," segir Rögnvaldur. Elín Líndal sveitarstjóri á Hólma- vík er á hinn bóginn afar stolt af Aðalheiði Ólafsdóttur sem alin er upp á Hólmavík og á alla sína fjöl- skyldu í bænum. „Hún hefur ekki sótt um styrk en ég er ekki í vafa um að hún fengi hann ef hún leitaði eftir því. Strandamenn eru mjög stoltir af henni, enda hefur hún staðið sig frá- bærlega. Hún hefúr vakið athygli á byggðarlaginu og það á eftir að vera okkur til góðs," segir Eh'n sveitar- stjóri. Davíð Smári Harðarson er búsett- ur á Selfossi og hefur ekki sótt um styrk til Árborgar. Ásmundur Sverrir Pálsson formaður bæjarráðs sagði að ef umsókn frá honum bærist yrði hún tekin fyrir. „Ég reikna með að hún yrði litin jákvæðum augtrm. Við höfum ekki velt því fyrir okkur en hann er sannarlega bænum til sóma og bæjarbúar stoltir af honum. Eink- um eftir firábæra ffamistöðu í síðasta þætti," segir Ásmundur. Ylfa Lind sótti ekki um styrk til Hveragerðisbæjar en hún vinnur á leikskóla í Reykjavík. Hún er nú fallin úr keppninni og getur hafið vinnu af fullum krafti. 1 Ylfa Lind sótti ekki um Ylfa Lind er frá Hveragerði en býr nú Reykjavík. Hún sótti ekki um og nú fallin úr keppninni. Davíð Smári hefur ekki sótt um styrk „Býst við að þaðyrði litiðjá- kvæðum augum I bæjarstjórn efsótt yrði um styrk fyrir hann.“ ________ Lisa hefur ekki leitað á náðir Olafsfjarðarbæjar „Reikna ekki með að styrkuryrði veittur." Heiða fegni styrk ef hún sækti um. „Hún er sómi okkar Strandamanna og ég reikna með að við myndum styrkja hana.“ Það er dýrt að vera i Idol og bæjarfélögin úti á landi eru jákvæð í garð sinna keppenda. UST fylgist með hundaræktun Heimaræktendur standa sig vel „Endurnýjun á starfs- leyfi fyrir Dalsmynni er í skoðun. Við erum að kanna málið en það er komin ný reglugerð til að vinna eftir og ýmislegt í athugun í því sambandi," segir Karl Karlsson, dýra- læknir hjá Umhverfis- stofnun. Karl segir að skoðað sé hvernig best er að vinna eftir þessari nýju sem stunda hundaræktun í reglugerð en ljóst er að heimahúsum hugsi afar vel leyfi verði ekki gefin ut til langs tíma í einu. „Margt hefur lag- ast í Dalsmynni en það er ekki þar með sagt að ýmislegt megi ekki laga enn. Við erum að vinna við að setja reglur sem ræktendum verður gert Hvolpar f heimahúsi Karl Karlsson teiurað flestirþeir að fara eftir og byggjast á þessari nýju reglu- gerð," segir Karl. Aðspurður segir hann að eftir því sem næst verði komist sé ræktun í heimahúsum víðast í góðu lagi. „Við fáum mjög sjaldan kvartanir vegna þeirra og ljóst er að flestir standa sig vel. Ef það kemur fyrir er gengið fljótt í málið og þau sem koma inn á borð hjá mér eru afgreidd og dýralæknir sendur á staðinn," segir Karl og bæt- ir við að vinna sé að hefjast við að til- kynna þeim sem eru með sex hunda eða fleiri, að þeir þurfi leyfi. Rekstur Select og 10-11 sameinaður Select verður áfram Select en 10-11 borgarlaunin Frá og með 1. mars færist verslunar- rekstur Sel- ectverslana Skeljungs yfir til 10-11. Bæði þessi fyrirtæki eru í eigu Haga hf. og er markmið til- færslunnar að efla fyrirtækin hvor fyrir sig. fón Björnsson, framkvæmda- stjóri Haga hf., segir að viðskiptavin- ir fyrirtækisins ættu ekki að verða varir við neinar breytingar og að starfsfólk Select komi nú til með að vera starfsfólk 10-11 þó Select-versl- anirnar haldi nafni sínu áfram. „Það er bara verið að einfalda verslunar- reksturinn og sam- eina innkaupin," sagði Jón. Trúnaðar- maður starfs- manna Skelj- ungs sagði að engar kvartanir hefðu borist til sín vegna málsins en vissi þó um einn eða tvo sem voru óánægðir. „í fljótu bragði virðast þetta bara vera kennitöluskipti og ég sé ekki að neitt merkilegra sé að gerast í þessu máh því allt lítur út fyrir að fólk haldi sín- um störfum," sagði trúnaðarmaður- inn sem frá og með 1. mars fær launaseðil ffá 10-11 þótt hann haldi áfram að starfa fyrir Select.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.