Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Page 31
i DV Siðasten ekkisist FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 31 Ég þykist finna fnyk Óperan íslenska hefur verið í deiglunni að undanförnu. Nýjasta afurð hennar, óperan Tosca, hefur þótt misheppnuð og leiðinleg. Það er reyndar nokkuð sem kemur mér ekkert á óvart. Mér hefur alltaf þótt óperur leiðinlegar. Eina óperan sem ég hef haft ánægju af var La Teigar- gata en það var skets í skaupinu árið 1985. Ópera er ekkert merkileg og framandi. Ópera er leikrit sem er sungið. Yfirleitt leiðinlegt leikrit sem var skrifað fyrir 200 árum eða svo. Látum vera að það bresti stundum í söng eins og í söngleikjum, en að all- ur texti sé sunginn - það á eiginlega meira skylt við absúrdleikhús en nokkuð annað. Ópera er eiginlega ekki boðleg nema sem skaup eða til- raunaleikhús. Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að kreista dramatik út úr óperu. Gólandi fólk í skraudegum búningum að syngja um að annað þeirra sé dautt eða á leiðinni í gröf- ina. Hvaða vitíeysa er þetta eigin- lega? Samt, á einhvern furðulegan hátt, hefur óperan alltaf skipað ákveðinn virðingarsess meðal fína fólksins. Opinberun í leiðindum Nú ætía ég að koma með fullyrð- ingu sem er sönn. Hún er þessi: Fólk fer ekki á óperu vegna þess að það er svo gaman. Það fer í óperu vegna þess að það heldur að það sé svo fint! Ópera sem slík hefur ekkert list- rænt gildi í dag, en hún hefur hins vegar félagslegt gildi. Það má varla greina á milli hvor sé meiri flauta- þyrill, óperusöngvarinn eða áhorf- andinn. Ég fór á óperu fyrir nokkrum misserum síðan. Ég man ekki hvað þessi ópera hét en hún var Teitur Atlason segir óperuna svo leiðin- lega að hún sé stein- dauð. Áhorfendur mæti aðeins i óperuna því þeir halda að það sé fínt. Kiallari Ég fór á óperu fyrir nokkrum misserum síðan. Ég man ekki hvað þessi ópera hét en hún var mjög leið- inleg eins og gefur að skilja. mjög leiðinleg eins og gefur að skilja. Þar varð ég fyrir ákaflega ein- kennilegri reynslu. Á sviðinu voru nokkrir söngvarar, einn þeirra var í hlutverki flónsins. Hans flónska gekk út á það að hann stamaði. Voða fyndið. Eg er gamall stamari og fannst ekkert fyndið að stama og fannst heldur ekkert fyndið að sjá óperusöngvarann stama. En þá gerðist það! Ailir hlógu. Almennur yfirlætislegur hlátur sem ein- kenndist af bælingu, meðvirkni og hópþrýsingi. Áhorfendur hlógu svona eins og þegar forstjórinn segir misheppnaðan brandara. Hlátur sem fylgir misheppnuðum bröndur- um er, ef vel er að gáð, ekki hlátur. Hann er þykjustuhlátur. Ég var þarna einn innan um fullt hús af fínu fólki sem þóttíst hlæja að manni sem stamar. Þetta var í stíl við óperuna sjálfa. Fullkomlega absúrd. Hin raunverulega sýning Ef einhvern vantar hugmynd að leikverki eða smásögu þá ættí sá hinn sami að drífa sig í óperuna. Ekki til að horfa á leikritið á sviðinu (sem er mjög leiðinlegt) heldur til að fylgjast með leikritinu sem á sér stað í salnum. Leikritíð i hléinu er reynd- ar hápunktur kvöldsins því þá losn- ar fólk loksins frá leiðindunum á sviðinu og getur hitt fólk í sömu sporum og það sjálft. Allir að þykjast hafa það voða gaman bera saman bækur sína og brækur sínar. Þetta er kjami óperunnar ef vel er að gáð, allir að þykjast. Söngvarinn að þykj- ast leika, leikarinn að þykjast syng- ja, leikstjórinn að þykjast leikstýra þessari vitíeysu og áhorfandinn að þykjast hafa gaman af þessu sjónar- spili. í hléinu fara allir að þykjast vera eitthvað. Óþarfa áhyggjur Jónasar Sen Jónas Sen skrifaði áhugaverða Gestir íslensku óperunnar „Leikritið I hléinu er reyndar hápunktur kvöidsins því þá losnar fólk loksins frá leiö- indunum á sviöinu og getur hitt fólk I sömu sporum og þaö sjálft, “ segir Teitur Atlason. grein i Morgunblaðið um helgina. Þar bendir hann á þá kreppu sem íslenska óperan stendur frammi fyrir. Lausn Jónasar er að nýtt óperuhús þurfi til þess að hressa upp á sýningarnar. Stærra svið og dýpri gryfju. Jónas er einn af örfáum íslendingum sem hafa gaman af óp- erum og mér finnst áhyggjur hans skiljanlegar í því ljósi. Fyrirsögn greinar Jónasar í Morgunblaðinu var eftirfarandi: Er íslenska óperan dauðadæmd? Svarið við þessari beinskeyttu spurningu liggur ekki í augum uppi því gefið er í skyn að óperan lifi einhvers konar lífi. Til þess að vera dauðadæmdur þarf maður að vera lifandi. Það er óperan ekki. Hún er steindauð. GoldQuest er heiðarlegt fyrirtæki Guðberg Guðmundsson hringdi. Það er- leiðinlegt þegar fólk rakkar allt og alla niður. Ég þekki GoldQuest og tek upp hanskann fyrir það fýrir- tæki. Sjálfur hef ég keypt peninga af þeim og alltaf fengið þá. Mér finnst skrýtið að sá góði maður sem skrifaði í blaðið 22. febrúar hafi aldrei fengið peningana sína. Það er eitthvað bog- ið við það. Þetta félag er hundrað prósent heiðarlegt, en það var þannig í byrjun að fólk keypti pening, greiddi helming og lofaði vinnuframlagi í skiptum fyrir hinn helminginn. Ég veit að margir stóðu ekki við það og þeir geta ekki búist við að fá það sem þeir keyptu nema borga það. Pening- ur með páfanum sem ég keypti á sín- um tíma hefur ellefu faldast að verð- gildi og er löngu upþseldur. Ég held að fólk ættí að segja söguna alla en Lesendur vera ekki að hnýta í GoldQuest. Svona eru íslendingar alltaf, geta aldrei haft það sem sannara reynist. Peningum stolið úr flugvél Ferðamaður skrifar. Vegna fréttar um að ræstingar- maður hafi stolið peningum úr flug- vél, langar mig að segja litía sögu. Við fjölskyldan fórum til Frank- furt með LTU í gegnum ferðaskrif- Lesendur stofuna Terra Nova. Dóttir mín gleymdi veskinu í vasa fyrir framan sæti sitt og voru í því rúmar 40.000 krónu, mest í evrum. Þetta uppgötvaðist skömmu eftir að við komum út úr flugstöðinni. Ég hugðist sækja veskið en það fannst ekki. Ekki var kannað hvort veskið væri í Tapað-fundið á flugvellinum. Það var fullyrt af starfsmönnum LTU eftir leit að það fyndist ekki. Við höfðum verið síðustu farþeg- arnir úr vélinni og það var klárt að veskið átti að vera þarna. Að lokum gáfumst við þó upp og fórum. Nokkrum dögum síðar var haft samband við okkur með rafpósti og okkur sagt að veskið hefði fundist peningalaust. Strax og heim var komið var skrifuð athugasemd til Ferðaskrif- stofunnar Terra Nova. Þeir svöruðu ekki fyrr en eftír ítrekanir og sögðust hafa tilkynnt þetta til LTU og annað ekki. Það er furðulegt að Terra Nova og LTU geti ekki ábyrgst verðmæti þegar starfsmenn þeirra eru annars vegar. Hvað með flugöryggið? í 1 ■k Sandk orn með Eiríki Jónssyni • Svava Johansen í Sautján sló í gegn í sjónvarpinu um daginn þegar hún kom þar fram og söng í Idol-leik fyr- irtækja. Þetta sýnir að það er mikill hiti í Svövu og ekki einasta beitir hún sér nú mjög fyrir uppbyggingu á Laugavegi heldur er hún líka kom- in í persónulegt átak og steinhætt að borða súkkulaði á kvöldin. Sér þess þegarmerki... • íslandsbanki auglýsir stíft þessa dagana í sjónvarpi og leggur áherslu á að bankinn sé hundrað prósent banki. Aug- lýsingarnar eru hag- anlega gerðar en at- hygli vekur að þegar minnst er á hund- rað prósent fag- mennsku með mynd af hljómsveit- arstjóra kemur í ljós að þar er á ferðinni bólstrari í Reykjavík sem heitir Theódór Óskarsson. Þegar svo bankinn minnir á hundrað prósent traust er það Ingvi Hrafii Óskarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Sól- veigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra, sem sýnir það... ÍSLANDSBANKI [m > 4 • Með vorinu frumsýnir Borgar- leikhúsið leikritið Terroristarnir eftir þá Presuyakov- bræður. Stefán Jónsson leikstýrir ffíðum flokki leikara sem nú hafa tekið sig saman um að drekka sítrónute með sérvöldu hunangi í tíu daga til að búa sig undir hlutverkin. Verður einskis annars neytt þessa tíu daga í leik- arahópnum... • Margir muna eftir því þegar fjórar súludansmeyjar leituðu til Stígamóta fyrir nokkrum árum og sögðust vera lá- tnar stunda vændi samhliða súludans- inum. Vakti málið mikla athgli en tengdist reyndar þeirri nýbreytni yfirvalda að láta dansmeyjar greiða skatta eins og aðra. Yfirgáfu meyj- arnar landið skömmu síðar en nú bregður svo við að ein þeira er komin aftur og stígur nú dansinn á Bóhem við Grensáveg. Sú heitir Rakel og virðist ekki hafa líkað vændið verr en svo að hún er mætt aftur til leiks... • Jósef Stalín lætur í sér heyra á sam- komu sem haldin verður á Vatnsstíg á laugardaginn til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá lok- um síðari heims- styrjaldarinnar. Verður sigurræða Stalíns leikin af seg- ulbandi svo og gamlar upptökur úr Ríkisútvarpinu með fréttum af gangi stríðsins og dauða Adolfs Hitíer. Það er félagsskapurinn Menningartengsl ís- lands og Rússlands sem stendur fyrir fundinum og þar verður líka kynnt hópferð til Rússlands svo ekki sé minnst á rússnesk byltinga- veggspjöld sem prýða munu alla veggi. Vatnsstígur 10 á laugardag- inn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.