Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005
Helgarblað 3DV
Margir kannast við Helgu ísfold Magnúsdóttur en hún er
einn þátttakenda í Átaki DV. Hún er ekki nema 28 ára gömul
en þegar hún var 26 ára var hún búin að eignast fimm börn.
„Ég eignaðist fyrsta barnið mitt
þegar ég var 16 ára, það var ekkert
planað en svona gerast hlutirnir
stundum," segir Helga ísfold en þegar
hún var 26 ára gömul var hún búin að
eignast íjögur börn í viðbót. „Ég hef
oft gert grín að því að það megi ekki
hnerra á mig, þá er ég komin af stað.
En þetta er nú búið að ganga mjög
vel, þó að þetta sé auðvitað ekki alltaf
auðvelt," segir hún en hún er núna í
sambúð með barnsföður sínum en
þau hafa verið saman í 13 ár. Hún
segir það ganga mjög vel en auðvitað
skipúst á skin og skúrir í því eins og
öðru.
Mamma líka 26 ára með fimm
börn
Það er gaman frá því að segja að
móðir Helgu átú einnig fimm börn
þegar hún var 26 ára en aðstæður
hennar voru eilítið ólikar aðstæðum
Helgu. „Ég er yngst af þessum börn-
um en þegar ég var eins árs skildu
foreldrar mínir þannig að mamma
var bara ein með fimm gríslinga. Hún
var þrátt fyrir það ailtaf í þremur
vinnum og náði líka að mennta sig og
ég hef oft sagt við hana að ég skilji
bara ekki hvernig hún fór að þessu,"
segir Helga en tekur fram að tímarnir
hafi verið öðruvísi í þá daga. „Við
systkinin fómm öll í sveit á sumrin
þegar við vorum lítil. Ég held að
krakkar hafi ótrúlega gott af því að
komast í sveit, læra að vinna fyrir sér.
Nú er bara ekki auðvelt að koma
börnum í sveit yfír sumartímann, það
eru bara sumarbúðir en það myndi
kosta mig um hundrað þúsund
krónur að senda tvö elstu börnin í
mánuð í sumarbúðir og það er ekki
eins og hver sem er hafl efni á því,“
segir Helga ísfold.
Fínt að hafa karlinn heima
En hvernig skildi ganga að vera
með öll þessi börn en vera samt á
fullu á átakinu? „Það gengur ótrúlega
vel enda er ég ákveðin í að ná þessum
kílóum af mér, hvað sem það kostar.
Maðurinn minn er sjómaður en
sökum slyss sem hann lenti í er hann
heima og ég verð nú að viðurkenna
að það er ansi gott að hafa hann
heima þó það sé ekki til komið af
góðu. Hann stendur algerlega með
mér í þessu átaki, ætlar meira að
segja að fara að koma með mér í
Orkuverið," segir Helga sem er búin
að mæta á nánast hverjum degi í
Trimform Berglindar og í Orkuverið
og er farin að fmna töluverðan mun á
sér, þá aðallega á fötunum sínum og
hún er orðin rnikið orkumeiri.
„Við systkinin fórum
öll í sveit á sumrin
þegar við vorum lítil.
Ég held aðkrakkar
hafi ótrúlega gott af
þvíað komast í sveit,
læra að vinna fyrir sér.
Systirin einstæð með veikt
barn
Helga ætlar að reyna að komast tii
Svíþjóðar í sumar að heimsækja
systur sína, Birtu Mjöll. „Hún er
tiltölulega nýflutt þangað með strák-
ana sína fjóra en hún er einstæð. Mig
langar rosalega að komast til hennar
með krakkana í sumar, það er
spurning hvort maður hafi efni á því,
það er ekki ódýrt að ferðast með
fimm börn en ég ætla að gera allt
sem ég get til að komast út,“ segir
Helga er hún segir þær systurnar
vera mjög nánar. „Næstyngsti sonur
hennar greindist með hvítblæði
seint á síðasta ári þannig að hún hef-
ur átt erfiða mánuði eftir að hún
flutti út. Birta er besta vinkona mín
og ég gæti alveg hugsað mér að flytja
til Svíþjóðar, bæði til að vera nær
henni í veikindum Hinriks litla og
svo hrósar hún því líka hversu vel er
gert við barnafólk þarna úti miðað
við hér heima,“ segir Helga að lok-
um.
Mikið úrval
af hornsófum
með leðri eða
með áklæði
iusqoqn
Ármúla 8 - 108 Reykjavik
Sfmi 581-2275 ■ 568-5375
Opíð virka daga10-18 Laugard 11-16
Hornsófi/svefnsófi meðslitsterkuáklæðisem
auðvelt er að þrífa. Verð kr. 175.000.”
Verðdæmi:
Ital sofa
Hornsófi með slitsterku áklæði sem
auðvelt er að þrífa. Verð kr.125.000.-
Hornsófi með slitsterku áklæði sem
auðvelt er að þrlfa. Verð kr.198.000.-
Skemmtum okkur
vel saman
u
IIIIIIIII1U 2
„iwnnsKi Kikjum við i bústað ÍSelvik
og höfum það gottyfir helgina.
Kjartan á fjarstýrðan bátsem við
leikum okkur meðá vatni, förum í
gongutúra og heitapottinn og grillum
■ isaman."
oghöfum það gott
„Við gerum allt mögulegt
saman,“ segir Sæ-var Smári Þórð-
arson sem á soninn Kjartan sem
er sjö ára. Sævar Smári segir þá
feöga duglega að fara í sumarbú-
stað og út að hjóla en hann
kenndi Kjartani að hjóla. „Við
erum saman aðra hvora helgi frá
fimmtudegi til mánudags. Við
búum nánast hlið við hlið þannig
að við getum líka hist oftar,“ segir
Sævar Smári og bætir við að það
sé mikill munur að hafa hann
svona nálægt. Þegar Kjartan komi
geti hann samt hitt vini sína og sé
ekki rifinn í burtu úr sínu nánasta
umhverfi.
Sævar og sambýliskona hans,
Ragnheiður Hauksdóttir, eiga von
á sínu fyrsta barni saman í júní.
Sævar er að vonum spenntur og
segir Kjartan vera það líka. „Kjart-
an á yngri systur en hann hlakkar
mikið til að eignast annað
systkini. Honum og Ragnheiði
kemur afar vel saman sem er
mjög fínt.“
Sævar segist gjarnan vilja hitta
Kjartan mun óftar en hann skildi
við mömmu hans þegar Kjartan
var tveggja ára. „Hann man ekki
eftir ástandinu öðruvísi. Sem
betur fer er samkomulagið gott á
milli okkar mömmu hans en
maður hefur heyrt af leiðindum
hjá öðrum og ég held að það
mætti alvég endurskoða réttindi
feðra."
Sævar og Kjartan munu ekki
hittast um helgina en eru að
skipuleggja sumarbústaðaferð
um næstu helgi. „Kannski kíkjum
við í bústað í Selvík og höfum það
gott yfir helgina. Kjartan á fjar-
stýrðan bát sem við leikum okkur
með á vatni, förum í göngutúra og
heitapottinn og grillum og höfum
það gott saman."