Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 61
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 61 Eddie Izzard Broadway Miðvikudaginn 9. mars 2005 Uppistand Ég eins og margir aðrir hafði ekki hugmynd um hver Eddie Izzard var þegar hann kom hingað til landsins fyrst íyrir um átta árum. Eftir það sá maður hann bara á sjónvarpsskján- um og hann briUeraði alveg sem grínistí. Stíllinn hans er alveg einstak- ur og hef ég aldrei áður séð annað eins. Hann vakti fyrst athygli sem klæðskiptingur en sem betur fer hef- ur sú staðreynd verið sett í aftursætíð enda er bara svo mikið sem hægt er að gera grín að því. Ég var fljótur að fá mér miða á fyrra kvöld grínistans enda ætlaði ég ekki að gera sömu mistök aftur. Margir hafa haft sömu hugmynd enda húsið alveg stappað. Ég mættí rétt fyrir m'u og sá þá strax hversu illa Broadway hentar fýr- ir svona sýningu. Ef maður er niðri þá byrgja fjölmargar súlur manni sýn og svo var sviðið nánast fyllt af fólki þannig að allir þeir sem sám fyrir Eddie Izzard Það besta við uppistands- sýningu hans á Broadway á miðvikudags- kvöldið varþegar hann ræddi um hasar klæðaskiptinga og Svarthöfða ikaffiteri- unni f Dauðastirninu. neðan sviðið sjá ekki rass- gat. Reynt er að bæta úr því með því að hafa skjái beggja vegna sviðsins en þeir virkuðu varla og slokknaði og kviknaði á þeim til skiptís með reglu- legu millibili. Mjög pirrandi. Sem betur fer var biðin eftír hetj- unni ekki löng. Þorsteinn Guðmunds og Pétur lóhann voru fengnir til að hita upp liðið en voru svo stutt að það tók því varla. Svo steig lagsi á svið við mikinn fögnuð áhorfenda og byrjaði gamanmál sitt. Hann hélt sér við nýtt efhi að ég held, en ég hafði ekki heyrt neitt af þessu áður. Hann talaði um Þorskastríðið, dýr sem mættu missa sín, hasar klæðaskipt- inga og Svarthöfða í kaffiteríunni í Dauðastiminu sem var tvímælalaust það besta í sýningunni. Izzard briller- ar alveg I samtölum við sjálfan sig og hvemig hann getur farið frá einum brandara í annan og aftur til baka þannig að allt virðist vera ein saga. Maður liló alveg stanslaust frá byrjun til enda en ég bjóst við að mig myndi verkja í andlitíð eftir sýning- una. Svo var ekki. Dýrapælingamar vom sennilega veikastí hlekkur sýn- ingarinnar en þær vom einnig þær lengstu. Ég hef sennilega verið með of miklar væntingar til kvöldsins en maður hefur bara séð of mikið af hans bestu atriðum á DVD og maður bjóst við einhveiju af því. En ég sé ekki eftir því að hafa fengið mér miða. Ómar öm Hauksson X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.