Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 Fréttir DV Selmu spáð 4. sæti Söngkonunni Selmu er nú spáð 4. til 5. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Veðbank- inn William Hill metur lík- urnar á sigri Selmu vera 1 á móti 10. Sennilegast telur veðbankinn að Grikkir sigri í keppninni og gefa þeir lfk- umar 1 á móti 3,5. Á milli Grikkja og íslendinga eru Ungverjar með líkurnar 1 á móti 6,5 og Norðmenn með 1 á móti 7,5. Svisslendingar standa jafnfætis íslending- um með 1 á móti 10. Pól- land, Makedónía, Andorra, Búlgaría, Mónakó og Belgía er öll neðst með líkumar 1 á móti 101. Heimasíða gegn ofbeldi Nýverið var heimasíð- an logreglan.com sett á fót. í fyrirsögn á síðunni segir að þegar lögreglan og dómsvaldið sinni ekki skyldum sfnum verði fólk- ið að knýja á um breyt- ingar. Mikil alda óánægju virðist vera í samfélginu með ofbeldishrotta sem misþyrma og niðurlægja fómarlömb sín fyrir smá- vægilegar sakir eða til að innheimta ffkniefnaskuld- ir. Á logreglan.com em vefstjórar hvattir til að sýna rauða spjaldið en þá má einmitt sækja á síð- unni sjálfri. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Erlends Sveinssonar í kvikmyndinni Mýrin. Bókin sem er eftir Arnald Indriðason hefur sleg- ið í gegn og margir hafa beðið spenntir að sjá hver hreppti aðalhlutverkið í kvikmyndinni. Baltasar Kormákur, framleiðandi myndarinnar, segir Ingvar vera besta leikarann í dag og henti vel í hlutverkið. Nýja hlutverkið kom Ingvari á óvart. Það er ákveðið. Ingvar E. Sigurðsson stórleikari mun fara með hlutverk rannsóknarlögreglunnar Erlends í Mýrinni eftir Arnald Indriðason. Hann segist spenntur fyrir hlutverkinu en þetta hafi komið sér á óvart. „Þetta var ákveðið núna um helg- ina, við vomrn búnir að prófa flestalla leikara hér á landinu en þetta varð lendingm," segir Baltasar Kormákur, einn af framleiðendum Mýrarinnar. Eitt stærsta kvikmyndafyrirtæki Þýska- lands, Bavaria, er einn aðalframleið- enda myndarinnar. „Forstjóri fyrirtæk- isins var héma um helgina og þetta var sameiginleg ákvörðun okkar, þeir höfðu sitt að segja í því,“ segir Baltasar sem virtist mjög sáttur með útkomuna. Ingvar hefur þetta Ingvar segist ekki hafa lesið Mýrina enda hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu mánuði. Hann var orð- aður við hlutverk albínóans í Da Vinci lyklinum og fór í prufu hjá Ron Howard, leikstjóra myndarinnar. Baltasar Kormákur segir það reyndar vera mikið gæfuspor að Ingvar hafl ekki fengið það hlutverk. „Hann var heppinn því annars hefði hann kannski misst af þessu," segir Balti og „En kannski er eitt- hvað líktmeð okkur Erlendi, hann er alla vega easy gæi." ítrekar að engin tilviljun sé að Ingvar sé bestur og þekktastur í dag. „Útgangs- punkturinn er sá að hann er maður sem getur talað við gamlar konur og brotið svo lappfrnar á einhverjum í næsta atriði. Erlendur er hressilegur náungi en þó stundum með mdda- skap." Baltasar segir Ingvar hafa allt til að bera til að halda uppi góðri mynd. „Hann hefur þetta svokallaða star qu- ality." Með toppefni í höndunum Baltasar staðfesti einnig að Elva Ósk Ólafsdóttir mun fara með hlutverk Elínborgar sem er samstarfskona Er- lendar og Bjöm Hlynur Haraldsson mun fara með hlutverk unga lögreglu- mannsins Sigurðar Óla. „Þetta er topp- efni sem við verðum að gera góð sldl. Það em miklar væntingar bæði hér á landi og erlendis," segir Baltasar en stefrit er á að byrja tökur í haust. Myndin fer öll fram á íslensku og verð- ur tekin upp hér á landi. breki@dv.is það vel. Auðvitað er hræðsla þeirra á Blönduósi raunhæf. Ef umferðinni yrði beint annað væri löggan aðgerðarlaus og myndi hanga bor- andi í nefið í tómlegri sjoppunni, kjammsa á pulsu sem hefði velkst í pottinum lengi og horfa langeygð á auðan veginn, sitt gamla konungs- dæmi. Þrátt fyrir að löggan kæmi á hverjum degi myndu sjoppurnar fljótlega fara á hausinn og bæjar- félagið lamast í kjölfarið og líklega leggjast af á endanum, enda alkunn staðreynd að sjoppur em hjarta hvers bæjarfélags á landsbyggðinni. Þessi þróun varð í Bandaríkjunum á sínum tíma þegar hinn heimsfrægi þjóðvegur Route 66 var lagður af. í áður blómlegum sjoppubæjunum búa nú örfáir og em yfirleitt tann- lausir og kunna á banjó. Viljum við sjá það sama hér? Svarthöfði segir nei. Þessari hræði- legu þróun verðum við öll að sam- einast um að afstýra. Þegar við keyr- um um Blönduós skulum við gefa vel í og vera liðleg við duglegu lögg- una þegar hún stoppar okkur. Sveit- arfélaginu veitir eldd af þessum pen- ingum. Svo skulum við fara í báðar sjoppurnar og láta eins og það sé geðveik útsala, hreinlega bijálast og kaupa fimm pulsur á mann og bland í poka fyrir afganginn. FramU'ð þessa gullfallega byggðalags er í okk- ar höndum. Björgum Blönduósi. Svarthöföi Björn Ingi til flfríku Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsæús- ráðherra, hélt í gærmorgun áleiðis til Afríku. Björn er stjórnarformaður Þró- unarsamvinnustofnun- ar íslands og fer fyrir sendinefnd stofn- unarinnar í vett- vangsferð til Malawi og Úganda. Ferðin stendur í tólf daga. Á heima- síðu framsóknar- mannsins kemur fram að þetta sé þriðja Afríkuför hans sem stjórnarformaður ÞSSÍ og hinar tvær hafi verið algjör- lega ógleymanlegar. Björn ætíar að skrifa ferðasöguna á heimasíðuna www.bjorn- ingi.is. Björn Ingi er sem kunnugt er í megrunarátaki og mun líklega ekki vera í vandræðum að sneiða fram hjá kaloríunum í Afríku. Hélt hann fengi ekki hlutverkið „Jú, þetta er stórkostlegt," sagði Ingvar sem staddur var á lestarstöð í London þegar DV náði tali af honum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu hlut- verki og að fá að kljást við þennan karakter. Ég fór í prufu en gerði mér litíar sem engar væntingar því ég reikn- aði með að eldri maður fengi hlutverk- ið og var því nokkuð kærulaus." En Ingvar er semsagt hinn nýi Erlendur. Hann gefur þó lítið fyrir að hann þurfi að kljást við sömu persónulegu vanda- mál og Erlendur sem oftast er þung- lyndur og síþreyttur. „En kannski er eitthvað líkt með okkur Erlendi, hann erallavegaeasygæi," segirlngvaroger greinilega sáttur með hlutverkið. Björgum Blönduósi Á íslandi býr meirihlutinn í Reykjavík og nágrenni og Akureyri og nágrenni. Nokkrir búa svo í hin- um dreifðu byggðum og eru mun merkilegra fólk en pakkið á mölinni. Nú eru uppi nokkrar hugmyndir um að stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Akureyrar, enda sá vegur sem langflestir aka og vildu gjarnan hafa styttri. Halldór Blöndal, Jóhannes í Bónus og fleiri em með glannalegar hugmyndir um hálendisveg og Vegagerðin var með hörmulega hugmynd um að stytta leiðina um einhverja kílómetra með því að leggja nýjan veg framhjá Blönduósi. Svarthöfði Það er skemmst frá því að segja að Austur-Húnvetningar vilja ekki sjá svona mgl og leggja blátt bann við öllum hugmyndum sem ganga út á aðrar leiðir en að þjóðvegurinn liggi um Blönduós. Sjoppurnar verða vit- anlega að fá sína traffík og svo verð- ur löggan á Blönduósi, duglegasta og besta lögga jarðarinnar, að hafa eitthvað fyrir stafrii. Sjoppurnar og löggan á Blönduósi standa með öðr- um orðum fyrir því að landsmenn komist fyrr á milli landshluta og er Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara gott ásamt öðrum íbúum Dalabyggðar,"segir Haraldur L. Haralds- son, sveitarstjóri Dalabyggðar.„Það hefur verið frekar kalt hjá okkur upp á síðkastið en það er ýmislegt á döfinni hér ísveitarfélaginu sem lyftir brúninni á fólki. Miklar fram- kvæmdir eru að fara afstað svo sem endurbygging á sláturhúsinu, bygging þriggja par- húsa, og endurbætur á leikskólanum. Sumarið leggst því vel í okkur hér i Dalabyggðinni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.