Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 15 Skítverkalýðsfélag íslands í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 1. maí mátti sjá auglýsingu frá Alþýðusambandi íslands. Ég þurfd að lesa þessa auglýsíngu nokkrum sinnum áður en ég fattaði hana. Ég skil neftiilega ekki fyrirbærið „fé- lagslegt undirboð". En fyrirsögnin var eimnitt „það tapa allir á félags- legum undirboðum". Félagsleg Teitur Atalason segir íslensk verkalýðs- félög verða að rifa sig upp og gæta hags- muna erlendra verka- manna sem hér séu við hinar verstu aðstæður. Guðfræðineminn segir undirboð er, eftir því sem ég kemst næst, svokölluð svört vinna þar sem kaup og kjör eru utan við alla samn- inga og réttindi. Það sem gerði þessa auglýsingu svo illskiijanlega í mínum huga var að hún var um annað en ég átti von á. Éghélt nefni- lega að stóra málið í verkalýösmál- um íslendinga væri sú staðreynd að útlendingar sem vinna hér, eru oft og tíðum með helmingi lægra kaup en íslendingar. Hvort sé um að ræða svarta vinnu eða uppgefna vinnu. Sumir hverjir búa í gámum og við hinar hrörlegustu aðstæður eða leigja á okurkjörum. Starfsmenn Kárahnjúkavirkjun- ar, sem að miklu leyti eru útlencÚng- ar, fá greitt í gegnum „starfsmanna- leigur“'sem hlunnfara þá um stórar fjárhæðir. Verkalýðsfélögin hafa ekki haft stjóm og yfirsýn yfir það sem þarna fer fram þótt augljóst sé að reglur og lög em þverbrotnar. Ábyrgðin er verkalýðsfélaganna að laga þetta því vinnuveitendur munu ekki gera það. Þau verða að rífa sig upp á rassgatinu og fara að vinna vinnuna sína. í dag þykir ekk- ert tiltökumál að fjallað sé um út- lendinga sem annars flokks og nán- ast er talið sjálfsagt að þeir séu með helmingi lægra kaup en íslending- urinn sem vinnur við hliðina á þeim. Þetta er stemningin í samfélag- inu. Ein meginástæða þess að tilboð í Kárahnjúkavirkjun var talið „hag- stætt" var sú staðreynd að gert var ráð fyrir ódýru vinnuafli erlendis frá. Enginn sá neitt athugavert við þetta! Ekki jakkafötin í Landsvirkj- un, ekki nkisstjómin, ekki stjómar- andstaðan, ekki kirkjan og ekki verkalýðsfomstan. Öllum þessum fannst ofúreðli- legt að hérynnu útlendingar á lægra kaupi en Islendingar em vanir og við hinar versm aðstæður, fóik sem úr fjárhaglegri neyð kemur hingað i von um betra líf fýrir sig og sína. Orðræða sú sem verkalýðsfomstan viðhefur segir kannski allt sem segja þarf um hvemig þessi gráspengdu, jeppabónandi möppudýr hugsa. Vera á móti félagslegum undirboð- um! Hver tekur svona til orða? Ein- hver sem á ekki fýrir salti í grautinn, býr í gámi við Vatnsenda og sldlur ekki tungumálið sem hér er talað? Ég efa það stórlega. Það sem vantar er skítverkalýðs- félag. Félag sem gerir skítverkin, sem jeppabónaramir þora og vilja ekki að takast á við. Félag sem sópar úr hornum, undan teppmn og er óhrætt að bjóða vinnuveitendum byrginn. Frábært að horfa á Allt í drasli Margrét Sigurösdóttir bríngdi: Ég las það einhvers staðar eða heyrði að þátturinn Allt í drasli með Heiðari snyrti og húsmæðrakennaran- um sem verið hefur á Skjá einum sé að hætta. Það tel ég vera mjög leiðinlegt því þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef horft á í sjónvarpi að und- anfömu. Það hefur verið óborganlegt Lesendur að sjá þau tvö kúgast úr einu herberg- inu í annað hjá alls konar fólki sem virðist eiga það eitt sameiginlegt að vera sóðar með allt í drasli í kringum sig. Ég verð líka að segja að mér finnst það aðdáunarvert að einmitt þetta fólk sem er með meira og minna allt niður um sig í snyrtimennskunni skuli bjóða fólki svona heim til s£n í allt draslið. Ég skora bara á Skjá einn að halda þættin- um úti áfr am - það er öruggíega nóg til af draslinu. Einar hringdi: Það er mikils guðs blessun að Spaugstofan skuli loks vera farin í sumarfrí. Því miður eru þessir ágætu drengir löngu vaxnir frá okkur hinum - eða kannski rétt- ara sagt við frá þeim. Sjálfum finnst mér skrítið að Sjónvarpið skuli þegar verið búið að festa samning um nýja seríu af þessu fyrir næsta vetur. Ef það er eitt- hvað sem vantar í sjónvarpið þá eru það nýjungar í dagskrárgerð en ekki gamlar lummur sem end- urteknar eru út í eitt. Ég vil alveg sérstaklega að það komi fram að allir eru Spaugstofumennirnir hinir vænstu drengir að því er virðist og ekkert upp á þá að klaga sem manneskjur. Þeir eru bara ekki fyndnir lengur. Fyrsta hjartaígræðslan í Bretlandi Þann 3.maí árið 1968 var fyrsta hjarta- ígræðslan framkvæmd í Bretíandi. Það voru 18 læknar og nokkrar hjúkrunar- konur á Alþjóða hjartaspítalanum í Maryle- bone í London sem framkvæmdu aðgerðina. Hinn suður-afríski Donald Ross leiddi hópinn sem framkvæmdi aðgerðina á ónefnd- um 45 ára gömlum karlmanni. Hún tók yfir sjö klukkustundir. Hjartagjafinn var 26 ára gamall verkamaður, Patrick Ryan, sem var fluttur af King’s College-spítalanum og hjarta hans fjarlægt strax eftir dauða hans og var það í góðu ástandi. Yfirlýsing var lesin á tröppum sjúkra- hússins þar sem talsmaður spítalans sagði: „Þetta hef- ur gengið klakklaust fýrir sig. Sjúklingnum heilsast okkur best vitandi." Sjúklingnum var sagt heilsast vel en næstu 10-14 klukkustundir skipta mestu máli í ferlinu. Ross læknir sagði sjálfa aðgerðina hafa tekið tvo klukkutíma en læknateymið hefði unnið í sjö tíma við undirbúning og ann- að slíkt. Hjartagjafinn lést rétt fyrir hádegi og tveim- ur tímum síðar kom sjúkrabíll og tveir lög- reglubflar með hjartað á spítalann þar sem að- gerðin var framkvæmd. Um leið og orðrómur um aðgerðina fór af stað fyllt- ist allt af ljósmyndurum og fréttamönnum fyrir utan sjúkra- húsið. Þessi aðgerð sem var sú fyrsta í Bretlandi var sú tíunda í röðinni en Christian Barnard fram- kvæmdi þá fyrstu í Cape Town í Suður-Afríku í desembermánuði árið áður. I dag árið 1928 fæddist konungur soultónlistar- innar James Brown vel, að ...að komast áfram eftir Idolið? „Það er voða gaman," segirYlfa Lind Gylfadóttir, fyrrum Idol-þátt- takandi sem um liðna helgi hélt sína fyrstu sólótónleika, á Raufar- höfn. „Ástæðan fýrir því að Rauf- arhöfn varð fyrir valinu er sú að þaðan er ég ættuð, fædd þar og uppalin til sex ára aldurs. Svo eftír Idolið var ég búin að lofa því að koma þangað og skemmta heima." koma fram eftir Idolið en stefhi á það í framtíðinni. Ég er hrifnust af blús og djassi, það er eiginlega sú músík sem mér tekst best upp með." Metaðsókn „Aðsóknin var firamar vonum, 43 manns," segir Ylfa og hlær út í ann- að. „í ekki stærra plássi er þetta náttúrulega frá- bær mæting og met ef út í það er farið. Ég og félagi minn frá Raufarhöfn, Örvar Kristjánsson, sem eitt sinn lék á gítar í Gleðisveit Ingólfs, tókum þarna lagið saman og stemmning- in var algjört dúndur. Við tókum svona lög sem allir þekkja og kunna þannig að það gátu flestir sungið með, vomm svona í úti- legumúsíkinni bara. Sem sagt alvöm stuð." Óvænt gaman í Idoli „Það var gaman að taka þátt í Idolinu. Ég hafði voða litía trú á þessu fýrst, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Hópurinn var líka skemmtilegur og heldur enn í dag hópinn. Auðvitað gerist það þegar fólk hangir saman að upp koma leiðindi en þau vom í algjöru lág- marki. Ég hef lítið gert af því að Ég heflítið gert af því að koma fram eftir Idolið en stefni á það í framtíðinni. Ég er hrifnust afblús og djassi, þaðer eiginlega sú mús- ík sem mér tekst best upp með. Eiginhandaráritanir „Annars hefur tíminn frá því ég tók þátt og datt út úr Idolinu verið fi'nn. Mesta breyt- ingin er nú eflaust sú að maður skuli vera farinn að þekkjast á götu. Börn og foreldrar hafa verið dugleg við að biðja mig um eiginhandará- ritanirsem er bara mjög gaman og ekkert nema gott um það að segja. Ég hef ekki orðið fyrir barðinu á neikvæðni frá fólki og þá frekar að menn stoppi mig á götu til að segja mér hvað þeim fannst ég standa mig vel í Idolinu. Kjaftasög- urnar fylgja auðvitað en ég hef nú ekki heyrt mikið af þessu." Svefnvenjur Ylfu „Auðvitað heyrði ég kjaftasögur af mér og minni kynhneigð áður en ég kom í viðtal með kæmstunni minni. Annars held ég að fólk sé ekkert að velta því sérstaklega fýrir sér hvað við Idol-krakkamir em að gera. Ég held að fæstir séu að spá í það hjá hverjum ég sef, sé alveg sama. Ég hef ekki orðið var við að það hafi breytt áliti fólks á því sem ég hef verið að gera. Að minnsta kosti hafði það ekki áhrif á Raufar- höfti, enda um 90% gesta eða svo náskyldir mér." fa Und Gylfadóttir var ein fjölmargra ungra Islendinga sem tókþáttTIdö! inmuleit betta árið. Hún vakti athygli fyrir storgóðan song og létta°9 laHSESESSEiH ndi góðar undirtektir. ________-_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.