Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl2005 Sport 0V Tbv^ I6V Spá Sýnar og DV 10. Grimlavík 9. Þrótlur 8. lan Jeffs 23 ára 15. Matthew Platt, 22 ára nýliöi 16. Bjarni Rúnar Einarsson, 23 ára i 21. Anton Bjarnason, 18 ára nýliði BHHnránnnHHH| 9. Pétur Runólfsson, 24 ára Wm ,7« 10. Magnús Már Lúðviksson, 24 ára 11. Steingrímur Jóhanness., 32 ára 204/76 13. Sæþór Jóhannesson, 22 ára nvlifti 23. Einar Kristinn Kárason, 18 ára nýliði Stofnað: 1945 sem KV. ísiandsmeistari: 3 (1979,1997,1998) Bikarmeistari: 4 (1968,1972,1981,1998 ) Deildabikarmeistari: 1 (1997). Mikio breytt lið hjá Eyjamönnum Á Hásteinsvelli hafa Eyjamenn nælt í dýrmæt stig í gegnum tíðina og þeim er lífsnauðsynlegt að fá sín stig þar í sumar, annars gæti liðið leikið í annarri deild næsta sumar. 4-5-1 Eins og svo oft áður mætir ÍBV til leiks í Landsbankadeild- inni með mikið breytt lið. Það sem meira er, nýr maður er í brúnni sem hefur aídrei stýrt meistaraflokki áður. ÍBV þarf að leita út fyrir landsteinana að liðsstyrk líkt og áður og er leikmannahdpur félagsins ekki fullmótaður og því erfitt að gera sér grein fyrir styrkleika liðsins. Breyttagamor... i- Leikmenn komnir MattheW Platt frá Englandi James Robertson frá Englandi Bjarni Hólm Aðalsteinsson frá Fram Leikmenn farnir Bjarnólfur Lárusson til KR Gunnar Heiðar Þorvaldsson til Svlþjóðar Einar Þór Daníelsson hættur Mark Schulte tll Bandaríkjanna Matt Garner til Englands Tryggvl Bjarnason til KR Engu að síður er óhætt að segja að ÍBV-liðið sé ekki jafn sterkt og það var í fyrra. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hvarf á braut um mitt síðasta sumar og í vetur hef- ur félagið mátt sjá á bak burðarás- um á borð við Bjarnólf Lárusson og Tryggva Bjarnason. Einar Þór Daníelsson sem nýttist vel með liðinu í fyrra mun heldur ekki leika áfram með Eyjamönnum. Ofan á allt fór þjálfarinn, Magnús Gylfason, frá borði og gekk til Uðs við KR lflct og Bjarnólf- ur varnartröUið Tryggvi Bjarna- son. Vöm Eyjamanna varð þannig fyrir miklu áfalU því Bandaríkja- maðurinn Mark Schulte snéri til heimalands síns en hann reyndist drjúgur í fyrra. Tveir Englendingar em komnir í staðinn sem og Frammarinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson en betur má ef duga skal. Hins óreynda þjálfara Uðsins, Guðlaugs Baldurssonar, bíður mjög verðugt verkefni við að púsla saman góðu Uði sem getur haldið sæti sínu í deUdinni. Það má gera ráð fyrir að mikið muni reyna á samheldnina í Vest- mannaeyjum í sumar og sjaldan hefur heimavöUur liðsins, Há- steinsvöUur, skipt félagið eins miklu máli. Á HásteinsveUi hafa Eyjamenn nælt í dýrmæt stig í gegnum tíðina og þehn er lífs- nauðsynlegt að fá sín stig þar í sumar annars gæti liðið leikið í annarri deUd næsta sumar. Birkir Kristinsson Bjarni Hólm Einar Hlöðver Páll Hjarðar • • • Andri Ólafsson Matthew Platt James Robertsson lan Jeffs • • ' ■ íl• Steingrlmur Jóhannesson Bjami Ceir . • Atli Jóhannsson . • tv> Bjarni Hólm Aðalsteinsson AF HVERJU VALDIÉGIBV? „Þegar mér gafst tækifæri á að spUa með ÍBV ákvað ég að stökkva á það, og að fá tækifæri tíl að leika í Evrópukeppn- inni var eitthvað sem ég gat ekki hafnað. Svo var líka kom- inn tími á að fá að spUa og ég sá fram á að geta það hjá ÍBV en það er líka spennandi að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Seyðfirðingurinn Bjami Hólm Aðalsteinsson sem gekk í raðir ÍBV í vetur frá Fram. Bjami ákvað að söðla um í fyrra og spUa á heimaslóð- um, með Hugin frá Seyðisfirði í 3. deUdinni. „Ég finn mik- inn mun á mér núna og fyrir tveimur árum þegar ég spUaöi með Fram f efstii deUd og ég tel mig hafa þroskast mikið sem leUonaður. Svo hjálpaði þaö mér mikið að fara austur í fyrra og þar náði ég að vinna sjálfstraustið tU baka sem var gríðarlega mikUvægt fyrir mig,“ sagði Bjami. Inni í búnings- klefanum með... Atla Jóhannssyni Hver á ljótasta bilinn í líðínu? Andri Ólafsson á glænýjan ógeðslegan bU. Hver er með loðnustu bringuna f liðinu? Ian Jeffs, ég verð að skjóta á hann. Hjátrúarfyllstur Hver er mesti snyrtipinninn í liðinu? Andri Ólafsson er algjör kerling. Hann ætti eiginlega að heita Andrea. Hver er ljósabekkur liðsins? Pétur Runólfsson, hann hlýtur að eiga ljósabekk heima hjá sér. Ljósabekkurinn Mesti snyrtipinninn Hver er látúnsbarki Iiðsins? Guðjón Magnússon kemur sterkur inn. Hver er óstundvfsastur í liðinu? Það er Steingrímur Jóhannesson. Hver er með furðulegustu klippinguna? Andri Ólafsson er nýbúinn að láta snoða sig. Hver er hjátrúarfyUstur í Uðinu? Birkir Kristinsson þarf alltaf að fara með þjóðsönginn 36 mínútum fyrir leik. SIGURÐUR JÓNSSON þjálfari 1. deildarliðs Víkings metur liðin í Landsbankadeildinni í sumar Heimavöllnrinn mjög dýrmœtur hjá IBV í kvöld „Markmaðurinn er... ...að mínu mati besti mark- vörður deildarinnar í dag. Hann virðist vera í fínu formi þótt hann sé kominn á aldur karlinn. Hann æfir vel og mun verða ÍBV dýr- mætur í sumar." „Vörniner... .. .búin að missa fykilmenn eins og Tryggva Bjarna og Schulte en liðið mun væntanlega fylla í götin með einhverri útíendingahersveit. Vörnin er því nokkuð spumingar- merki í dag.“ „Miðjan er... ...líka spumingarmerki enda fór akkerið, Bjarnólfur Lámsson, frá liðinu. Það er lítið vitað um nýju mennina og það er í raun erfitt að spá í hverjir munu spila á miðjunni í sumar." „Sókniner... ...fátækari eftir að Gunnar Heiðar fór til Svíþjóðar. Magnús Már er meira að leggja upp en skora sjálfur. Þar liggur höfuð- verkurinn - að finna mann í stað Gunnars Heiðars." „Þjálfarinn er... ...að takast á við skemmtilegt verkefni að púsla saman nýju liði. Hann hefur misst flesta lykilmenn allra liða í deildinni og á erfitt verk fyrir höndum. Guðlaugur er lfka á fyrsta ári og þarf stuðning heima- manna.“ „Lykillinn að velgengni er... ...Hásteinsvöllur en IBV þarf á stigum að halda heima fyrir ef liðið ætíar að halda veUi. Það er algjört lykilatriði að stíg skili sér heima annars geta þeir lent í vanda." íþróttadeild Sýnar íjallar um ÍBV, liðið sem er í áttunda sæti í spá Sýnar og DV fyrir Lands- bankadeildina í fótbolta, í kvöld. Meðal efnis í þættínum er viðtal við Pál Magnússon, eldheitan stuðnings- mann liðsins, og Birld fÆkíahfefcalk. Kristins- f son, fyrirliða Olíssport ^ eráSýní .ÆSr. kvöldog hefstkl. 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.