Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 Menning DV Tinna þingar / dag boöar Tinna Gunnlaugsdóttir starfsmenn Þjóðleikhússins tilstarfs- mannaþings sem mun standa i tvo daga og Ijúka meö árhátíð. I samtali við DV sagði Tinna að hún vildi ræða stöðuna, kynna starfsfólki hússins nánarsínar hug- myndir.Þáværu kallaðir til utanaðkomandi kraftar sem munu gera grein fyrir sinni sýn á starfsemi Þjóðleikhússins. Vinnu- staðamenning verðurrædd og um leið reifað það starfskipulag sem er i húsinu. Munu starfsmenn úr mörgum ólikum skotum i húsinu koma meö sina sýn og segja hug slnn um hvað betur megi fara. f lok ráðstefnunnar verður ný vef- slða Þjóðleikhússins opnuö með formlegum hætti og einnig miðasala á netinu en Þjóðleikhúsið hefur ekki boðið upp á þá þjónustu til þessa. Bernal og Björn í Lorca Sæti strákurinn sem leikur aðalhlut- verkið í Motorhjóla- dagbókunum, García Bernal, er þessa dagana i London að æfa með Birni Hlyni I Blóðbrullaupi eftir Lorca. Þessi mex- ikóska stórstjarna ( Y tu mamá también, La mala education) fer með hlutverk piltsins sem stingur afmeð unga brúði og hleypir afstaö hrinu grimmilegra atvika. Þaö var leikstjór- inn Rufus Norris sem setur verkiö á svið í gamla leikhúsinu í Islington. Frumsýningin verðurþann 6. mai. Bernal er kominn úr leikarafjöl- skyldu. Hann menhtaðist I London, vann þá á börum og i verkamanna- vinnu. Hann þekkirþví borgina þar semhann veröurað leika fram eftir sumri. Hann hefur vlða komið við þó aö hann sé bara 24 ára. Hann hefur kennt Huicholes-indjánum lestur og tekið þátt i hinni frægu Chiapas-upp- reisn undirstjórn Marcos Zapatista. Hópurinn sem Rufus hefursett saman er fjölþjóðlegur: Fyrir utan þá Björn Hlyn og Bernal eru írskir, hollenskir og portúgalskir leikarar I hópnum auk eins frá Madagaskar. Um helgina var opnað á íslandsbryggju nýtt gallerí sem myndlistarmaðurinn Claus Andersen stendur fyrir. Þar sýnir Ólafur Elíasson með fleiri ungum myndlistar- mönnum, en mesta athygli danskra fjölmiðla vakti listahópurinn Ingen frygt sem samanstendur af þremur listakonum: Önnu Maríu Helgadóttur, Sigrúnu Guð- brandsdóttur og Hönnuh Heilman Ingen frygt Hannah Heil- mann fremst, Anna María Helgadóttir i miðju og Sigrún Guðbrandsdóttir fjærst. DV-mynd Ingen frygt Það er ekkert að óttast Ingen frygt hefur starfað frá 2001 og þær stöllur hafa um árabil lagt sig eftir listframleiðslu af ýmsu tagi. Þær vöktu mikla athygli fyrir myndband sem þær gerðu fyrir dönsku hiphop- grúppuna Malk de Kojin og unnu til verðlauna 2003: bæði dönsku Hip Hop-verðlaunanna og Danish Music Award. Síðan hafa þær hannað bækur og umslög á diska, staðið fyrir uppá- komum og unnið sem diskþeytarar. Á vefsíðu þeirra www.ingenfiygt.dk má sjá ýmis verk sem þær hafa unnið. Þátttaka í opnunarsýningu Andersen Contemporary Art er nýjasta innlegg þeirra. One Oone Anna María stóð á sínum tíma fyr- ir galleríi á Laugaveginum, 101 eða one o one, eins og það var kallað í daglegu tali. Hún og Sigrún eiga báð- ar íslenska foreldra og þekktust frá menntaskólaárum sínum í Höfn. Sig- rún og Hannah eru hálfsystur og í viðtali við Politiken á föstudag segir Hannah frá stofnun þessa hóps, sem nú er að fá verðskuldaða athygli í dönsku myndlistarlífi, á þá leið að dag nokkurn árið 2001 hafi hún gengið inn í eldhúsið hjá Sigrúnu systur sinni og sagt: „Ég er að hugsa um að stofna fyrirtæki sem á að heita Ingen frygt." Sigrún hafi svarað að bragði: „Helt klart, det gor vi." Verkin tvö á sýningunni á fslands- bryggju Tveirtotempólar„The Res- emblances Between Savages and Neurotics." Næsta misseri Næstu sex mánuðir verða anna- samir. Sigrún er nýbúin að eignast bam og situr heima við og nýtur nýburans. Anna og Hannah eru að vinna við að koma verkstæði þeirra á Vesturbrú í lag. Þær verða með í sex sýningum næsta misserið og opnunin á íslands- bryggju var sú fyrsta í þeirri röð. Anna María segir að þær hafi þekkt Claus Andersen allar götur frá því hann sýndi með fleiri Dönum í Nýlistasafninu á síðustu öld. Hann setti galleríið af stað með fjölda myndlistarmanna sem hann hefur kynnst í gegnum tíðina. Þær munu einnig verða með á lista- messunni í Basel á næsta ári. Vanarvinnu Þær hafa allar komið nálægt sköpun áður; Anna hannaði föt fyrir búðina sína, Hannah er menntuð í listasögu og Sigrún er grafíker. En hópurinn varð til sem aðgerð: „Við vildum gera það sem við höfðum ekki fullan skilning á og þykjumst hafa skilning á því sem við gerum," útskýrir Hannah í viðtali við blaðamann Politiken í stóru viðtali sem birtist í blaðinu á föstudag. Anna María lýsir þessu sem frjálsu falli: „Við gerum það sem okkur langar. Þetta er opin samvinna." Ekki hræddar við neitt Þær náðu samningum við BMG-út- gáfuna í London á grundvelli mynd- banda og hafa síðan unnið nokkur slík. „Við erum ekki á neinum sérstökum stað, erum ekki bara í videói eða bara í innsetningum," segir Anna. Nafrúð um óttaleysið völdu þær sökum þessa að það var irriterandi. Þær skömmuðust sín fyrir það í fyrstu, en mundu þá að þau lög sem fara mest í taugamar á manni fyrst verða oft þau sem endast best. Þær vissu ekkert hvað þær voru að fara út í: „Hefðum við vit- að það hefðum við bara sest niður og spilað lúdó.“ Konur ráða í viðtali við Politiken er gert mikið úr stöðu kvenna í íslensku samfélagi og úr viðtali blaðamannsins við þær stöll- ur er ekki dregin dul á að þær eru ís- lenskar. Verki þeirra á sýningunni í galleríi Claus er lýst sem íjögurra metra háum tótempól skreyttum táknum, gifsafsteypum af brjóstum, mannahári og peningum: Get rich or die trying. Þær stöllur fara ekki dult með að þær vilja koma boðskap á ffamfæri og telja sig geta notað klisjm til þess í verk- um sínum, bæði myndlist og mynd- böndum. í myndböndum megi koma ýmsu á framfæri og myndbönd hafi stærri hóp móttakenda en nútímalist. Þær kannast við feminísmann í sér en vilja snúa upp á hann. Gleðilegur árangur Framganga þeirra er gleðilegm árangm þriggja ungra nútímakvenna í hinum harða heimi markaðslistar. Verk þeirra eru skrautleg og full af kátínu og skopfærslu saem kitlar hugann. Ein- hverjar áætlanir eru að mótast um að þær komi með verk sín hingað upp, en hafi eigendm gallería í ReykjavQc og víðar áhuga er hægt að nálgast þær stöllur um heimasíðu þeirra. Gangi þeim vel. Helga Hjörvar hefur nú gegnt starfi forstöðumanns menningarhússins á Norður-bryggju í mánuð Menning er stór og vaxandi parfijr af svæðinu Norðurbryggja er þekkt staðarnafn í Kaupmannahöfn. Þar var um aldaskeið dokka fyrir Grænlandsför og þaðan lágu mörg sporin og þung úr nýlendum Dana í Norðurhöfum. Þar stendur nú menningarhús Norður-Atlandshafsins í gömlu og reisulegu margra hæða pakk- húsi. Þangað var Helga Hjörvar ráðin forstöðumaður og tók við I. apríl. „Þetta ersvo sögulegt hús," segir Helga. „Lyktin finnst hérna enn/'Hún vísarþá til þess að pakkhúsið gamla, þarsem menningarstöðin erstaðsett ásamt skrifstofum íslenska sendiráðsins og veitingastaðnum Noma,geymdi lengi skreið og saltfisk og annað sjávar- fang. Lengst var þar aösetur Græn- landsverslunarinnar. Helga kom að fullmótaðri dagskrá til áramóta. Starfsemina segir húnmun fjölbreytilegri en í Norræna húsinu í Færeyjum sem hún veitti forstöðu áður en hún kom hingað. Hún ræðuryfir við- leguplássi við kajann en meginþungi starfseminnar er í þremur sölum sem nýtast undir sýningar, smærri tónleika og ráðstefnur. Hún hefur fjárhæð til eigin starfsemi en mest er þó um leigur. í vændum er handiðnaðarsýning. Nú er þar uppi grænlensk mynd- listarsýning. Alltsvæðið við Norðurbakkann eríuppbygg- ingu og nýtur nálægðar við nýja Óperuhúsið og Konung- lega leikhúsið og sali þess. Veitingastaðurinn Noma er þegar orðinn viðurkenndur sem einn besti sinnar tegundar í Helga Hjörvar býður eftir íbúð í Höfn Átti ekki von á að fá þetta starf. borginni og leggur áherslu á hráefni af norðurslóðum. Vonir standa til að Norðurbryggja, eins og húsið er nefnt í daglegu tali, verði virkjun fýrirdreifingu á norrænni menningu, einkum eyþjóðanna. Það eri göngufæri við neðsta enda Striksins yfir Knippilsbrún og ætti að verða fastur viðkomustaður þeirra mörgu sem gera sér ferð til Hafnar. Frá Nýhöfn sem margir heimsækja má sjá Norður- bryggjuhúsin handan álsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.