Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 40
JT1 J* ^ J í* íljj ÍOÍ! Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar J^nafnleyndar er gætt. _*-* _*-* q 0 0 SKAFTAHLÍÐ24,10SRBYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMISSOSOOO 690710 111117" • Hildur Vala Ein- arsdóttir þreytti frumraun sína á sviði sem söngkona Stuðmanna um helgina. Margir hlökkuðu til að sjá ungu stúlkuna og sjarmatröllið úr Idol syngja með reynslumestu stuðboltum landsins. Einhverjar raddir voru uppi um að Stuðmenn væru hugsanlega orðnir of gamlir fyrir Hildi Völu, en kvöldið end- aði með því að unga stúlkan nánast örmagn- aðist og sofnaði eftir tónleikana á meðan gömlu karlarnir blésu varla úr nös og hefðu geta spil- að miklu lengur á NASA... Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja! Mamma Ölmu í lUylon Qf snemmt aö kalla kærastann tengdason Jí l£oáí Aðdáendur Nylon eru í skýjunum yfir nýjum kærasta Ölmu Guðmundsdóttur Nylon-stúlkunnar fögru. Hann heitir Óskar Páll Sveinsson og er upp- tökumaður sem Alma hitti á síð- asta ári. Óskar Páll er 38 ára gamall og er því 17 ára aldursmunur á honum og Ölmu. Móðir Ölmu gefur þó lítið fyrir þær raddir sem segja aldursmuninn of mikinn. Hún treysti dótturinni til að taka eigin ákvarðanir. „Alma er fín og dugleg stelpa og ég treysti henni fullkomlega til að velja góðan mann,“ segir Anna Guðrún Hugadóttir, móðir Ölmu, sem vinnur í _______________ Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ. Aðspurð hvernig henni lítist á nýja tengdasoninn segir Anna: „Þau eru nú bara að kynnast og það er allt of snemmt að kalla hann tengdason. Þetta verður bara að ganga sinn gang. Framtíð Ölmu er björt." Sjálf virðist 'Alma í skýjunum yfir nýja manninum. í viðtali við DV sagði hún allt á Anna Guðrún Hugadóttir, móðir Ölmu Treystirölmu tilaðtaka réttar ákvarðanir. byrjunarstigi en hún biði spennt eftir að njóta sumarsins með Óskari. Svo virð- ist einnig sem Alma hafi hitt rétta manninn því í júlí á síðasta ári var hún spurð í DV hvemig draumaprinsinn væri: „Draumaprinsinn minn er dökkhærður en húðlitur skipt- ir ekki máli. Hann á að vera hæfileikaríkur og metnaðar- gjarn í lífinu. Aldurinn skiptir ekki höfuðmáli. Hann á að vera glaðlyndur og hafa þann hæfileika að koma mér og öðrum til að hlæja. Sem sagt dökkhærður með góðan húmor." Vinir Ölmu í innsta hring segja að sú lýsing eigi einmitt við Óskar. Móðir Ölmu virðist einnig sátt við mann- inn sem á nú hug og hjarta dóttur hennar. Sjálf er Anna gift eldri manni en eiginmaður hennar er átta árum eldri en hún. Anna hlær að þessari „rannsóknarblaðamennsku" og segir: „Jú, það er rétt, og okkar samband hefur bara blessast ljómandi vel.“ Bannað að refsa hundi með rafmagni Gaddaólar hafa ver- ið bannaðar með lög- um og einnig þær sem hleypa rafmagni í hund ef hann geltir. Samt sem áður hafa slíkar ólar fundist meðal fólks sem verslar á eBay. Karl Karlsson, dýralæknir UST, segir að gælu- dýraverslanir hafi verið látnar vita en nú þurfa þær leyfi fyrir starf- semi sinni og þá verði kannað hvort ólöglegar ólar séu til sölu. „Það segir sig sjálft að um illa meðferð er að ræða ef hundur fær í sig stuð eða straum. Ólarnar hafa einnig verið bannaðar víðast hvar í Evrópu," segir hann, Hundur Stór hluti óianna er keyptur á netinu en tollayfirvöld hafa gert ólarnar upptækar um leið og þær berast til landsins. enda andstyggilegt að hleypa straumi á hunda. Karl segir enn fremur að sama gildi um rafmagns- leiðslur sem girt er með ög eigi að gefa stuð nálgist hundurinn endamörk lóð- ar. Vitað er að sumir hafa fært í tal að fá sér slíkar leiðslur og er mögulegt að þær séu þegar í notkun einhvers staðar. Ólar sem pirra og hrekkja hunda hafa ekki verið bannaðar með lögum fram að þessu. Það er hins vegar í at- hugun að banna slíkar ólar að sögn Karls Karlssonar. Má þar nefna þær ólar sem sprauta sjálfvirkt sítrónuvökva á hund sem geltir. ^ eftir Birgi Sigurðsson • • Össurvill Fischer Stuðningsmenn Össurar Skarp- héðinssonar munu halda skákmót á laugardaginn til heiðurs formannin- um. Ætlunin var að halda mótið í Ráðhúsinu en þegar leitað var eftir því hvort laust væri pláss rákust Öss- urarmenn á vegg. Segir ötull stuðn- ingsmaður Össurar og forsprakki skákmótsins að starfsmenn Ráð- hússins hafi hreinlega fengið áfall þegar þeir fréttu hverjir ættu í hlut enda veldi Ingi bjargar og vinsældir enn miklar í Ráðhúsinu. Mótið verður engu að | síður haldið og tala menn um að leitað verði eftir að fá Bobby Fischer til að mæta. Vonast stuðnings- menn Össurar til þess að Fischer taki að sér skák skýringar enda er einn af frelsur- Ég er ekki maður. Ég er dínamít. Friedrich Nietzsche .eikstióri: Stefan Baidúrsson WÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.