Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 Fréttir DV Uppají markt ör ekki ækt Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, frambjóðandi til for- manns Samfylking- arinnar, sér ekki ástæðu til að birta milliuppgjör í kosningabaráttu sinni líkt og Össur Skarphéðinsson gerði í vikunni. Þar kom í ljós að kostn- aður við framboðs Össurar nemur nú þegar rúmum 1,2 milljónum króna. „Ég sé enga ástæðu til að birta milliuppgjör í svona stuttri kosningabaráttu. Ég mun birta lokauppgjör þegar þetta er búið,“ segir Ingi- björg sem telur uppgjör össurar ekki marktækt. Spurt sé að leikslokum. Hótaði að hoppa í sjóinn Um klukkan tvö í fyrri- nótt hringdi maður í 112 og sagðist ætla að hoppa f smábátahöfnina í Keflavfk. „Við fórum að höfninni en ekk- ert var að sjá,“ segir Skúli á stöð- inni fyrir sunnan. Þeir þræddu svo aðrar hafnir í bænum en eng- inn virtist vera votur. „Þá fór af stað rannsókn." Fljótlega kom í ljós að hringt hafði verið úr síma af veitingastað í Reykjavík. „Lögreglan í bænum fór þá á staðinn og meira veit ég ekki,“ segir Skúli. „Lögregl- an fór á Kaffi Strætó f Mjóddinni þar sem maður hafði hótað að hoppa í sjó- inn, meira veit ég ekki,“ sagði lögreglumaður á lög- reglustöðinni á Hverfisgötu. Ætlar þú að sýna rauða spjaldið? Gunnar I. Birgisson, alþingismaöurSjálfstæðisflokksins. ,Efég kemst mun ég svo sann- arlega mæta. Ofbeldi er oröið stórt vandamdl I okkarsamfé- lagi og fólk verður að taka höndum saman gegn þessari öldu. Þetta er mjög gott fram- tak hjá þessu unga fólki sem að þessu stendur. Þaö var kominn tími til að vekja at- hygli á þessu málefni Hann segir / Hún segir „Heldur betur. Ég verð auðvit- að á þingfundi en ég kem til með að stökkva upp úrmín- um stól og láta sjá mig á Ing- ólfstorgi. Ég dáist aö þessu framtaki og ég vona að þetta verði til þess að fólk I sem flestum sveitarfélögum flykk- ist á sín torg og sýni rauða spjaldið." Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona vinstri grænna. Hópurinn sem stóð að björgun Bobbys Fischer ætlar nú að beita sér í máli Arons Pálma. Bobby Fischer, verndari hópsins, segir að reynt sé að koma höggstað á ísland og hann talar um hróplegt óréttlæti. Einar S. Einarsson, einn forsprakka hópsins, segir að þriggja manna sendinefnd fari út til þess að taka hús á ríkis- stjóranum í Texas. Bobby Fischer vill Aron Pálma heim elsi og er k með stað- b setning- A artæki á K fæti. Heim innan tveggja mánaða. Hinn heimsfrægi hópur sem kom Bobby Fischer til landsins ætlar nú að beita sér í nafni Texas- drengsins Arons Pálma. Einar S. Einarsson fer fyrir hópnum og verndari hópsins er sjálfur Bobby Fischer. Hann segir að það dugi ekkert kurteisishjal. Þriggja manna sendinefnd er á leið til Texas þar sem tekið verður hús á ríkisstjóranum. „Hann vill bara fá hann lausan tafarlaust og talar um hróplegt órétt- læti,“ segir Einar S. Einarsson um af- stöðu Bobbys Fischer til máls Arons Pálma. Nefndin hefur safnað að sér öllum mögulegum upplýsingum og rætt við fólk sem þekkir málið. „Við erum kannski á byrjunarreit núna en erum að vinna okkar heimavinnu," segir Einar en þeir félagar ætla að fara óhefð- bundnar leiðir lfkt og gert^ var í máli skákmeistar-, ans. „Við áformum að, fara til Texas f byrjun^ júní og taka hús á d þessum ríkisstjóra.", Skyldir til að aðstoða okkur Einar segir ekki rétt að íslensk stjómvöld vilji ekkert gera í málinu, eins og haldið hefur verið fram. „Þeim ber hreinlega skylda til þess að gera eitthvað. Hann er íslenskur rík- isborgari og þeir munu greiða leið hans hingað til lands ef við náum honum lausum." Aron á ennþá rúm tvö ár eftir af afplánun sinni þar sem hann er í eins kon- stofufang- Aron Pálmi Á rúm tvö ár eftir af afplánunni ÍTexas en nú ætla Bobby Fischer og fé- lagar að ná honum heim. Bobby Fischer Vill fá Aron Pálma heim til Islands. „Hann verður að komast hingað heim innan tveggja mánaða. Við ætl- um að opna reikning svo landsmenn geti sýnt honum stuðning fjárhags- lega," segir Einar og nefrúr að Aron Pálmi þurfi húsaskjól þegar heim kemur og einhver kostnaður sé fyrir nefndina að standa í þessu. Dugar ekkert kurteisishjal Hópurinn ætlar einnig að nota utanferðina til þess að heim- sækja fangelsisyfirvöld í Texas. „Bobby segir að það dugi ekkert kurt- eisishjal og að við verðum að vera harðir í horn að taka. Hann segir að verið sé að niðurlægja ís- land og Aron sé bara barn. Þeir séu refsigl- aðir og séu að reyna að ná höggstað á íslandi," segir Einar. „Þetta er ein hrakfallasaga og þegar málið var nánast unnið urðu stjórnar- jBi skipti. Bush hætti allt í einu sem ríkisstjóri og varð forseti þótt hann hafi tapað kosningun- um og öllu fólk- „Bobby segir að það dugi ekkert kurteisis- hjal og að viðverðum að vera harðir í horn að taka." inu var skipt út,“ segir Einar og vill meina að þá hafi málið farið aftur á byrjunarreit. Stjórnvöld í Texas hafa margoft lýst því yfir að mál- ið verði ekki tekið upp aftur. „Það vinnur enginn skák með því að gefa hana, við hlustum ekki á þetta og erum nú bara rétt að fara af stað." breki@dv.is Unglingur á björgunaræfingu sigldi á tvo félaga sína Fluttur með sjúkraflugi af æfingu Slys varð á björgunaræfingu ung- lingadeildarinnar Dreka á sunnu- daginn í höfninni í Ólafsvlk. Fimmt- án ára gamall unglingur var settur undir stýri á bát undir leiðsögn Arn- ars Laxdal sem er reyndur björgun- arsveitarmaður. Mótorinn á bátnum drap fljótlega á sér og tveir ungling- ar syntu að svokallaðri innsiglingar- bauju. Rétt eftir þetta kom í ljós að bensínslanga hafði losnað frá mót- or. Því var kippt í lag og æfingunni haldið áfram. Æfingarnar héldu síðan áfram og þegar æfð var svokölluð áttubeygja tók unglingurinn of gleiða beygju og stefndi beint á innsiglingarbaujuna sem tveir sem farið höfðu frá borði stóðu á. Þegar 2-3 bátslengdir voru eftir í baujuna gerði Arnar Laxdal sér grein fyrir í hvað stefndi, greip I stýr- ið og sló af inngjöfinni. I sömu mund beygði unglingurinn í gagn- stæða átt við leiðbeinandann með þeim afleiðingum að báturinn lenti beint á baujunni. Drengirnir stukku af henni í sitt hvora áttina og baujan sem var úr plasti brotnaði í spað og lenti brakið á strákunum. Tönn í öðrum þeirra brotnaði og tvær framtennur losn- uðu. Hinn slasaðist heldur meira, Þyrlan Var send á vettvang að sækja unglings- pilt sem slasast hafði á björgunarsveitaræfíngu. brákaðist á tveimur hnúum, lemstraðist á fingri, brotnaði á öðr- um og skófst skinn af sköflungi og rist og marðist hann nokkuð mikið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var strákurinn fluttur með þyrlu í bæinn en útskrifaður daginn eftir. ArniJohnsen týndur „Við erum ennþá að leita að honum," segir Kristín Eva Þór- hallsdóttir, 21 árs stúlka í Reykja- vík, en kötturinn hennar Ámi Johnsen er týndur. Kristfn er miður sín og óskar þess heitt að fá Árna sinn aftur. Hún hefur til dæmis auglýst eftir honum á vefnum bamaland.is og fengið þónokkur viðbrögð. Telja mæðumar á bamalandi sig vera komnar á slóðina og segja að síðast hafi sést til Áma, kattarins en ekki þingmannsins, í Kópavoginum. „Hann er frekar stór, hvítur á maganum og er með hvítan hring í endann á skottinu," segir Kristín. Spurð út í nafngiftina, sem vísar óneitanlega til þingmannsins fræga, segir Kristín: „Mér líkar bara svo vel við Áma Johnsen og svo segir pabbi að þeir séu svipaðir í skapinu, Ámi og kötturinn minn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.