Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDACUR 6. MAÍ2005 Fréttir JJV Framtíðarsafn á Akranesi Uppi eru hugmyndir á Akranesi um að koma upp framtíðarsafni í bænum. Á fundi framkvæmdastjórnar Byggðasafns Akraness og nærsveita gerði Bjöm Elís- son markaðsfulltrúi grein fyrir hugmyndum um möguleika á ljósleiðara og tækni tengdum honum í sérstöku safni á Safnasvæð- inu sem gert yrði í sam- vinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Framkvæmda- stjórnin skipaði einn úr stjórninni, Svein Kristins- son, sem tengiiið við Orku- veituna um verkefnið. Ráða ekki garðyrkjumann „Því er auðvelt að draga þá ályktun að hirðuleysi og slóðaskapur síðasta sumars muni endurtaka sig í ár,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í Hveragerði í tillögu sinni um að ráðið verði í stöðu garðyrkjumanns Hveragerðisbæjar. Ekki er gert ráð fyrir garðyrkju- manni í fjárhagsáætlun bæjarins. Tillaga Aldísar var felld en hins vegar var sam- þykkt tiilaga meirihlutans um að fá ráðgjafa til að vinna umhirðuáætlun sem starfsmenn áhaldahúss og vinnuskóla, auk verktaka vinni eftir í sumar. Lengra í strætó „Ljóst er að fjölmargir strætisvagnafarþegar verða fyrir verulegri þjónustu- skerðingu þegar nýtt leiðakerfi tek- ur gildi 12. júní næst komandi. Þrátt fyrir aukinn kostnað fækkar kostum farþega í mörgum hverfum borgarinnar og í mörgum tilvikum munu gönguvegalengdir farþega að og frá biðstöðvum aukast," segja sjálfstæðis- menn í umhverfisráði Reykjavíkur og vilja láta skoða öryggi þeirra farþega sem eftir breytinguna munu þurfa að ganga yfir stofnbrautir. Fulltrúar R- listans segja ætlunina tryggja öryggi gangandi vegfarenda sem best. Lalli Johns Frelsinu feginn. að reyna að hjálpa mér með mín húsnæðismál, ef það gengur ekki upp verð ég víst bara heim- ilislaus. Ef ég finn ekkert heimili þá verð ég bara að halda áfram að stela." Lalli vonast til að geta bætt sig í þetta skiptið. Hann var aðeins búnn að fá sér lítilræði af bjór og sagðist vera búinn að halda sér þurrum að mestu leyti síðan hann slapp út. tryggvi@dv.is Einhver frægasti glæpamaður íslandssögunnar, Lalli Johns, eða Lárus B. Svavarsson eins og hann heitir réttu nafni, var látinn laus af Litla-Hrauni á miðvikudaginn eftir að hafa afplánað sex mánaða feng- elsisdóm. Lalli kvaðst frelsinu feginn nokkrum klukukstundum eftir að hann slapp út. Hann ætlar að nýta fyrstu tíma sína sem frjáls maður í að leita sér að framtíð- arhúsnæði. „Vinkona mín ætlar Páll Arnór Pálsson Hefurséö um mál Lalla Johns 130 ár. Flugslysarannsókn sérskipaðrar nefndar Sigurðar Líndal prófessors „Þaö er hundslappadrifa núna eftir góðærið hér d Akureyri/ segirArnórB. Vilbergsson org- anisti i Hríseyjarprestkalli.„Héö- Landsíminn aner alltgott að frétta, ofbeldið hefur verið ofarlega i huga fólks þótt menn séu ekki alveg sammála um hvernig taka eigi á þeim mál- um.Á meðan hópur bæjarbúa flykktist niður I miðbæ að gefa ofbeldinu rauða spjaldið sat ég heima og lyfti upp redobl- spjatdinu við spiiaborðið. Annars er maður alltafhýr." Skýrsla um Skerjafjarðarslysið á næstu vikum „Þetta er alveg að koma,“ segir Sigurður Líndal prófessor, sem er formaður sérstakrar nefndar sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra skipaði í nóvember 2002 til að komast til botns í tildrögum flug- slyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Sigurður segir vinnu nefndarinn- ar bera merki þess að nefndarmenn séu í mörgum löndum. Fyrir utan Sigurð sjálfan situr Kjartan Norð- dahl flugstjóri í nefndinni auk sér- fræðinga frá Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku. „Þetta er svolítið tafsamt. Ef gerð er ein breyting eða tvær þá þarf að senda það út til hinna sem síðan senda athugasemdir til baka og svo koll af kolli," segir Sigurður sem einnig þarf að senda skýrsluna til umsagnar hjá mörgum aðilum utan nefndarinnar. Eins og kunnugt er voru aðstand- endur þeirra sex manna sem fórust í Skerjafjaröarslysinu ósáttir við áreiðanleika þeirrar niðurstöðu sem Rannsóknarnefnd flugslysa komst að um orsakir slyssins. Taldi rann- sóknarnefndin að vélin hefði orðið eldsneytislaus. Aðstandendurnir bentu hins vegar á að fjölmargt ork- aði tvímælis varðandi forsögu um- ræddrar flugvélar. Þeir töldu meðal annars að vísbendingar væru um að raunverulega ástæðu slyssins mætti rekja til bilunar í mótor. Fengu þess- ar ályktanir stuðning í niðurstöðum sjálfstæðrar rannsóknar sem tveir breskir flugslysasérfræðingar unnu og varð til þess að nefnd Sigurðar Líndal var skipuð. Og nú hillir loks undir að nefnd Sigurðar sendi ffá sér niðurstöðu sína, tveimur og hálfu ári eftir skip- un nefndarinnar. Sjálfur segist Sig- urður gjarnan vilja sjá það gerast sem fyrst. „Ég vildi helst koma þessu af í þess- um mánuði. En það er eins og hið forn- kveðna segir: Kon- ungur vill sigla en byr hlýtur að ráða,“ segir hann. Með viðaukum segir Sigurður að nýja skýrslan verði á þriðja hundrað blað- síður. Ekkert fæst upp úr honum að svo stöddu um það hvort grund- vallarmismunur sé á niðurstöðu nefndar hans og niðurstöðu Rannsóknarnefndar flugslysa á sínum tíma. „Ég ætla að leggja til að þetta verði kynnt þegar þar að kemur og er tilbúinn að gera það sjálfur ef beðið verður um það,“ segir Sig- urður. gar@dv.is neð Sigurður Líndal Formaður nefndar um flugslysið I Skerjafirði segir skýrslu nefndarinn- ar verða á þriðja hundrað blaðsiður viðaukum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.