Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 15 Að lifa í lyginni Það var fyrir um 75 árum síðan sem hin svokallaða „Stóra bomba” sprakk er Helgi Tómasson yfir- læknir á Kleppssjúkrahúsi sakaði þáverandi dómsmálaráðherra, Jónas Jónsson frá Hriflu, um að vera geðveikur. Helgi hafði þó ekki skoðað Jónas sem læknir og engin Jón Einarsson lögfræöingur á Sauð- árkróki skrifar um Jónas og Stóru bombu. læknisfræðileg gögn studdu full- yrðingu hans. Reyndar hafði Helgi ekkert fyrir sér annað en andúð á Jónasi sem fulltrúa skoðana sem Helga voru ekki pólitískt þóknan- legar. Með fullyrðingu sinni braut Helgi Tómasson bæði lög og siða- reglur lækna. Það var og er brot á góðum læknisháttum að geðlæknir sendi ffá sér fullyrðingar um geð- sýki manns sem hann hefur ekki skoðað. Slíkt er misnotkun á lækn- isnafninu, misnotkun á því trausti sem almenningur ber til lækna og til þess fallið að á heilbrigða menn verði litið sem sjúka, þeim sjálfum og aðstandendum til angurs. Röng sjúkdómsgreining er alltaf slæm. En læknir sem lýgur sjúkdómum upp á fullfrískt fólk í því skyni að klekkja á því er sokkinn djúpt, dýpra en orð fá lýst. Hinn dýri eið- stafur Hippókratesar er slíkum manni hjóm eitt, óhelg orð tröðkuð niður í svaðið til þess eins að koma höggi á pólitískan andstæðing. A vefritinu Deiglan.com er hneykslast á nýrri prófessorsstöðu við Viðskiptaháskólann á Bifröst, kenndri við Jónas á Hriflu, og látið líta út fyrir að um gabb eða brand- ara hljóti að vera að ræða. Þó hygg ég að enginn einn maður hafi gert meira fyrir íslendinga en einmitt Jónas frá Hriflu. Hvar væri Háskóli íslands ef Jónas hefði ekki eflt hann og stutt og byggt yfir hann? Hvern- ig væru heilbrigðismálin ef Jónas hefði ekki haft forgöngu í byggingu Landspítalans? Þáttur Jónasar frá Hriflu í fr amförum og farsæld lands og lýðs á 20. öld er slíkur að full ástæða er til að sett sé á stofn pró- fessorsstaða til að rannsaka nánar. Hví finnast enn menn sem vilja viðhalda 75 ára lygasögu og neita að horfast í augu við þá staðreynd að Helgi Tómasson laug sjúkdómum upp á heilbrigðan mann? Vita þeir ekki að almenningur er löngu búinn að sjá í gegnum lygina? Jónas frá Hrifiu Ranglega sakaöur um geðveiki. Sorgleg linkind gagnvart illmennum Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra á að muna hverkrafa fótksins er, segir bréfritari. DV-mynd Pjetur VUhjálmur Siguiösson skrífar. Er það lögreglan eða ákveðinn mjög lekur lögmaður sem lekur í glæpalýðinn? Það er sorglegt að maður sem vinnur fyrir lögregluna sé ekki frið- helgur gagnvart glæpalýðnum, ann- aðhvort er það lögreglan eða lög- maður sem kjaftar í glæpalýðinn, ákveðinn lögmaður er mjög líklegur og ætti tafarlaust að svipta hann lög-. mannsréttindum, alla vega um sttmdarsakir. Fjölskyldu læknis sem ráðist var á var líka hótað og var í hættu. Eðlileg krafa er að illmennið verði dæmt um leið og það losnar, hann meira að segja hældi sér af ill- Lesendur virkinu. Ég skora á DV að halda þessu á lofti og birta myndir af ill- menninu. Annað sem ég vil spyrja um er hvort sýslumenn í Keflavík og Mos- fellsbæ séu búnir að gleyma að hjá þeim eru tveir MORÐINGJAR. Á ekíd að dæma þá? Ég vil spyrja Guðjón Þórðarson hvort Scott Ramsay verði í liði Keflavíkur? Lögregluyfirvöld í Keflavík, Akureyri og Mosfellsbæ hafa glatað trausti fólks. Á götum Reykjavíkur sést ekki lögregla nema ef umferðarslys verður, þá koma þeir. Ég ásaka alls ekki hinn al- menna lögreglumann, heldur yfir- stjórnina, sem í blindni trúir því að líicamsárásir og ofbeldi hafi minnkað, öðru nær, því miður og ég fordæmi alla linkind við glæpa- lýðinn. Hann hlær að okkur. Mann sem ræðst á saklausan mann á alls ekki að láta lausan, þótt hann játi. Hann á að vera í hlekkjum upp á vatn og brauð. Það er krafa fólksins. Mundu það, Björn Bjarnason. Ósáttur við álagningu verslunar Guðjón Hjálmarsson skipstjóri hafði samband: Verslunin við Hátún lOa afsakar hátt vöruverð með því að þurfa að kaupa inn á heildsöluverði. Þeir sem eru mjög fatlaðir og komast ekki í Bón- us eða aðrar álíka verslanir fá skrifað, hjá versluninni löngu fyrir mánaða- Lesendur mót og eftir fáeina daga fá þeir að láta skrifa hjá sér aftur og eru þess vegna í vítahring. Einar verslunarstjóri leggur allt að 100% álagningu á vörur og mitt álit er að þetta sé þjófnaður. Virðingarfyllst, Guðbjöm Hjálm- arsson skipstjóri, Hátúni 10. Hindenburg-slysið Þann 6. maí árið 1937 fórst Hindenburg-loftskipið, stolt nas- istaflokksins í Þýskalandi. Hinden- burg lagði upp í jómfrúarferð sína frá Frankfurt í Þýskalandi og var hún sú fyrsta af tíu áætluðum ferðum yfir Atlantshafið að flotastöðinni í Lake- hurst í New Jersey. Um borð í loftskipinu vom 61 manna áhöfh og 36 farþeg- ar. Þegar skip- ið ætlaði að festa landfest- ar í Lakehurst braust skyndilega út mikill eldur um borð í skipinu, líklega eftir að neisti komst í í dag árið 1940 fékk John Steinbeck Pulitzer- verðlaunin fyrir bók sína Þrúgur reið- innar vetniskjama skipsins. Féll þá skipið til jarðar á gríðarlegum hraða og varð skrokkur skipsins að ösku á svipstundu. 13 farþegar, 21 meðlim- tir áhcifnarinnar og einn óbreyttur borgari á jörðu niðri týndu lífi og þeir sem lifðu af slösðust flestir mjög mikið. Útvarpsmaður NBC, Herb Morrison, sem kom til Lakehurst til að fylgjast með komu skipsins, gerði atburðinn ódauðlegan í sinni frægu lýsingu í beinni útsendingu. í geðs- hræringu sinni mælti hann þessi fleygu orð: „Oh, the humanity," og urðu þau ekki síst til þess að festa at- burðinn í huga þeirra sem á hlust- uðu. Farþegaflug með loftskipum átti á brattann að sækja eftir Hindenburg-slysið og eftir seinni heimsstyrjöldina lögðust þau algerlega af. Hindenburg loftfarið Sprakk i loft upp. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Ártúnshöfði - Axarhöfði Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða, vegna götunnar Axarhöfða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gatan Axarhöfði., sem áður var aðkomugata fyrir hús við Bíldshöfða 8-18, verði almenn umferðargata með tvístefnuakstri. Ný aðkoma mun koma frá Breiðhöfða að Bíldshöfða og mun gatan verða frá Bíldshöfða 8 til 20. Lagt er til að lóðarmörkum verði breytt og lóðir stækkaðar við Axarhöfða. Gert er ráð fyrir hraðatakmörkum í götu og nýtast þær sem upp- hækkaðar stígatengingar til að komast að gangstíg við nýja götu. Göngustígur fyrir almenna umferð verður sunnan við aðkomuveg. Kvöð er á að aðkomuvegur skuli liggja í gegnum lóð Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða 20 og verði þannig tenging milli Bíldshöfða og Höfða- bakka. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hamrahlíð 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Menntaskólans við Hamrahlíð 10 og Háuhlíð 9. Deiliskipulagstillagan sýnir afmörkun lóðanna Hamra- hlíðar 10 og Háuhlíðar 9 og gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýjum viðbyggingum við menntaskólann. Viðbygging I, íþrótta- og kennsluhús, 4000m2 og viðbygging II, kennsluhús, 1985m2. Tengihús við núverandi hús skal taka mið af núverandi húsnæði skólans. Á uppdrætti hefur verið afmarkaður byggingareitur fyrir þessi mann- virki. Sérstakar kvaðir eru fyrir viðbyggingar og allir hlutar húss skulu standa inna byggingarreits. Tvær bráðabirgða kennslustofur eru á lóð og er gert ráð fyrir að þær verði fjarlægðar þegar viðbygging II verður reist. Bílastæðaþörf fyrir skólann verður fullnægt á lóð skólans. Bygging að Háuhlíð 9 verður óbreytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hádegismóar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingarreitur verði stækkaður um 640m2 við suðurenda lóðarinnar fyrir nýbyggingu skrifstofuhúss. Breytingin nær eingöngu til lóðarinnar nr. 3 við Hádegismóa. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar áfram. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 6. maí til og með 17. júní 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags- og byggingar- sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 17. júní 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. maí 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.