Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 21
DV Sport FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 21 Shearer fær helgarfrí Graeme Souness, stjóri New- castle, greindi frá því í gær aö Alan Shearer myndi ekki $ leika uni helgina þar sem haim væri úr- •% ; " vinda og hefði beðið um frí. „Hann *““ var búinn bæði andlega og lflcamlega. Leikurinn í Portúgal fór alveg með hann og 1 ég gat ekki neitað honum um frí því hann er búinn að taka þvflíkt á í vetur," sagði Souness en ekkert hefur gengið hjá hans mönntnn síðustu vikur og andinn í hópnum er víst ekkert sérstakur. Hlauparar ósáttir við tillögur Spretthlauparinn Justin Gatlin er einn af mörgum hlaupurum sem eru ósáttir við tillögur sem liggja fyrir þingi Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins. Tillagan sem fer svona í taugarnar á Iflaupurum snýst um að hlaup- urum sem þjófstarti verði um- svifalaust hent úr keppni en hlauparar mega þjófstarta einu sinni í dag. „Mér hugnast það kerfi sem notað er í dag,“ sagði Gatíin sem vann 100 metra hlaupið á ÓL síðasta sumar. Þeir sem lögðu fram tillöguna segjast hafa gert það til að útrýma svindli í spretthlaupum. Maze að „meika“ það Fyrrverandi æfingafélagi Guð- mundar Stephensen, Daninn Michael Maze, er svo sannarlega á hraðri leið upp á við í borð- tennisheiminum. Hann hefur komið allra keppenda mest á óvart á HM sem fram fer í Kína. Maze gerði sér lítið fyrir og lagði silfurverðlaunahafann frá ÓL í Aþenu, Kínverjann Wang Hao, 4-0, í fjórðu umferð HM. „Þetta var besti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Það er alltaf erfitt að sigra Kínverja í Kína," sagði Maze kampakátur. Slegist um miða til Istanbúl Smðningsmenn Liverpool em að ganga af göfiunum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrsiitum meistaradeiidarinnar. Það er slegist um miða og hótelherbergi í Tyrklandi og komast færri að en vÚja. Bæði Liverpool ogAC Milan fá 20 þúsund miða á leikinn og svo em mn 20 þúsund miðar seldir í lausasölu. Það verður því nóg að gera hjá tyrkneskum ferðaskrif- stofum en æstir smðningsmenn frá Englandi og Ítalíu em þegar b>Tjaðir að hringja og panta hótelherbergi en um 100 þúsund herbergi emí boði. Svona strákar, hressið ykkur við. Ég er ekkert á förum! Jose Mourinho huggar hér þá Frank Lampard og John Terry eftir aö Liverpool sló Chelsea út í undanúrslitum meistara- deildarinnar í knattspyrnu. Gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Chelsea Jose búinn að framlengja Jose Mourinho sendi skýr skilaboð degi eftir að Chelsea féll úr leik í meistaradeildinni með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chelsea. Hans verki er greinilega ekki lokið hjá félaginu. „Ég er mjög ánægður með að þessi mál séu frá. Hjarta mitt til- heyrir Chelsea og þeim frábæru leikmönnum sem hér spila,“ sagði Mourinho í spjalli sem birtist á heimasíðu félagsins. „Eigandinn og stjórnin hafa skýra ffamtíðarsýn og ég vil taka þátt í því sem hér er verið að gera. Ég er í þessu verkefni af fullum hug og mér líður verulega vel hjá Chelsea. Ég get ekki fmyndað mér að ég yrði ánægðari annars staðar," sagði Mourinho sem hefur klárlega hækkað í launum en hann var fyrir nýja samninginn launahæsti stjóri deildarinnar með 5,1 milljón punda í árslaun. Peter Kenyon, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Chelsea, var að vonum glaður með að halda Mour- inho en þetta var annar stóri samningurinn sem hann landar fyrir félagið á skömmum tíma, en hann er nýbúinn að landa einstökum auglýsingasamningi við Samsung. henry@dv.is MARKISUR Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar VILTU SKJÓL Á VERONDINA? www.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.