Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ2005 DV ♦ 1. Black Eyed Peas Don’t phunk with my heart 2. Akon Lonely 3. Green Day Boulevard of Broken Dreams 4. Snoop og Justln Timberlake Slgns 5. 50 Cent Candyshop 6. Wlll Smith Swltch 7. Blue Lagoon Break my strlde 8. Emlnem Mockingblrd 9. Clara 1,2 step 10. Gwen Stefanl Hollaback Girl 11. Jessle McCartney Beautlful Soul 12. Rob Thomas Lonely no more 13. Park Slope Ladldadl 14. Backstreet Boys Incomplete 15. Kelly Clarkson Slnce You’ve Been Gone 16. The Game Hate It or love it 17. Selma If I Had Your Love 18. Ryan Cabrera True 19. Marlo Let Me Love You 20. Tupac og Elton John Ghetto Gospel 7. Kasabian Gorillaz 'i"': Feel Good Inc. 9. Coldplay HfSpeed Of Sound 10. IVIy Chemical Romance [|Helena 11. Audioslave jjjBe Yourself 12. Yourcodenameis:Milo B®817 13. Jan Mayen HDamn Straíght 14. Nine Inch Nails |The Hand That Feeds 15. Billyldol 16. Brain Police ’WKKkI Paranoia 17. Sparta Guns Of Memorial Park 18. Modest Mouse ■|The World At Large 19. Presidents OfThe United States.. Love Everybody j20. Garbage Hwhy Do You Love IVIe Lagið Lonely hefur farið hratt upp vin- sældalista úti um all- an heim síðustu vikur og er, þegar þetta er skrifað, á toppi ís- lenska listans. Lagið er með bandarískum rappara sem er fæddur í Senegal. Hann kallar sig Akon og er eitt af skærustu nýstirnum poppsins í ár. Trausti Júlíusson tékkaði á Akon. Eg var nýhættur með kærustunni. Það var kveikjan að þessu lagi,“ segir rapparinn Akon um lagið Lonely sem hefur farið hratt upp vinsældalista úti mn allan heim á undanfornum vikum. „Hún komst að því að ég hafði haldið framhjá henni og við rif- umst. Ég var með kassa með göml- um plötum í skottinu, þar á meðal var Mr. Lonely með Bobby Vin- cent. Þegar ég hlustaði á það hugs- aði ég: Ég verð að sampla þetta af því að þetta lýsir því svo vel hvernig mér líður nákvæmlega núna. Svo ég fór í stúdíóið og tók það upp og útkoman var klikkuð. Ég hraðaði aðeins á því og mér fannst það koma krúttlega út. Ég hugsaði: Já, þetta á eftir að vekja hrifningu.” Sonur frægs slagverks- leikara Akon heitir réttu nafni Alioune Badara Thiam. Hann fæddist í Senegal þar sem hann bjó fyrstu sjö ár ævinnar. Hann er sonur frægs ásláttarhljóðfæraleikara, Mor Thiam að nafni, sem hefur spilað með mörgum frægmn djass- og blústónlistarmönnum. Þegar Akon var 7 ára flutti fjöl- skyldan til Bandaríkjanna og sett- ist að í New Jersey. Það var snemma ljóst að Akon hafði erft tónlistarhæfileika föður síns. Hann lærði á mörg hljóðfæri í æsku og hafði mikinn áhuga á tón- list. Honum fannst að vísu ekkert varið í rapp þegar hann heyrði það fyrst, en á unglingsárunum féll hann fyrir því og fór að tengja við textana. Erfið unglingsár Akon átti erfið unglingsár. „Ég er vanur að skrifa um allt það sem ég geng í gegnum og þessi plata gefur hugmynd um það hver ég er í dag,“ segir hann. Fyrsta lagið sem náði vinsældum af plöt- Hann var ódæll í skóla og lenti upp á kant við lögin. Hann segir að textarnir á fyrstu plötunni, Trouble sem kom út í fyrra, fjalli um hans eigin lífsreynslu. Ferskur vindur frá Ein af þeim plötum, sem tónlist- aráhugamenn hafa spjallað um sin á milli síðustu mánuði, er Handwriting sem er fyrsta stóra platan með ungum Bandaríkja- manni sem kallar sig Khonnor. Tónlistin þykir óvenjulega sterk blanda af raftónlist, gítarrokki og trúbadoratónlist. Hún er einstök, en það má kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli Fennesz, Pavement, múm og My Bloody Valentine. Fjölmiðlar á borð við The Observer, Uncut (4/5), NME (9/10), The Wire, The New York Times, The Telegraph og Junk- media (4/5) halda ekki vatni yfir plötunni sem kom út í nóvember í fyrra, en er nýkomin hingað til lands á vegum 12 tóna. Khonnor heitir réttu nafni Connor Christian Kirby Long og er fæddur 24. júlí 1986 í Vermont í Bandaríkjunum. Hann var ekki nema 17 ára þegar hann gerði Handwriting sem hann tók upp á tölvuna sína heima í herbergi. Handwriting er hans fyrsta stóra plata, en áður hafði hann sent frá sér smáskífur og EP-plötur, bæði undir Khonnor-nafninu og sem I Cactus, Bronty The Shynocerous og Grandma. Fyrsta smáskífan hans, Spinach Gas Room Spag- hetti Straps, kom einmitt út undir síðasttalda nafninu þegar hann var nýorðinn 16 ára. Khonnor seg- ist vera undir áhrifum frá Jim O’Rourke, Sonic Youth, Fennesz og David Sylvain. Handwriting er gefin út af smá- fyrirtækinu Type Records, en það er eitt af þeim plötufyrirtækjum sem sænska fyrirtækið Dotshop.se dreifir, en 12 tónar hafa nýlega gert tvíhliða samning við það. Dotshop.se dreifír plötum 12 tóna á Norðurlöndunum og 12 tónar flytja inn efni frá sænska fyrir- tækinu sem hefur á sínum snær- um mikinn fjölda spennandi plötufyrirtækja, þ.á m. Acuarela Discos, Badman, Leaf, Lo Recor- dings, Paw Tracks, SYR, Tomlab og Young Gods. Khonnor eða ekkl Khonnor?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.