Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 11 Hjó höfuðið af stjúpdóttur Erica Michelle Maria Green lét h'fið á hörmuleg- an hátt. Hún neitaði að fara að sofa þannig að móðir henn- ar og stjúp- faðir mis- þyrmdu henni til óbóta. Þegar hún hafði legið í marga daga á gólf- inu bjargar- laus og stórslösuð, hjó stjúpfaðir hennar af henni höfuðið. Búkurinn fannst í Kansas og tveimur dögum seinna fannst höf- uðið. Mikil leit stóð yfir og eftir að afi stúlkunnar kom firam og sagði nafn stúlkunnar gaf ódæðisfólk- ið sig fram við lögreglu. Strokubrúður var kynsvelt JenniferWilbanks, sem sviðsetti sitt eigið mannrán þegar kom að því að giftast unnusta sín- um, hefur uppljóstr- að hvað það var sem fékk hana til að flýja. Unnusti hennar, John Mason, frelsað- ist fyrir sex árum síðan og hefur ekki viljað sofa hjá henni síðan. Var Jennifer orðin leið á því að eiga unnusta sem hugsar meira um Guð en kynlíf. Hún var orðin kynsvelt og gat ekki hugsað sér að giftast án þess að eiga von á reglu- legu kynlífi. Morðingjum sleppt Þremur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku og stórslasað 18 ára vin- konu hennar í bænum Reading á Bretlandi snemma á laugardags- morgun, hefur verið sleppt. Mennimir náðust eftir að vitni bentu á þá. Mennimir em allir á þrí- tugsaldri og þeir notuðu bæði eggvopn og skot- vopn við árásirnar. Afturhaldsöfl í Kansas gera atlögu að þróunarkenningu Darwins þessa dagana. Sköpunarsaga Biblíunnar er talin geta skýrt þróun lífsins betur. Vísindasinnaðir sniðganga vitnaleiðslurnar. Skólanefnd Kansas-fylkis í Bandaríkjunum stendur nú fyrir fjög- urra daga vitnaleiðslum þar sem fjallað er um hvernig eigi að kenna krökkum í skólum fylkisins um uppruna lífsins. Kristnir íhaldsmenn í Kansas hafa upp á síðkastið hert róður sinn í kröfú um að fylkisstjómin breyti þeim viðmiðum sem notuð em við kennslu á uppruna h'fsins. Ef þeim verður ágengt í áróðri sínum verður dregið úr mikilvægi þróunarkenning- ar Charles Darwin, sem víðast hvar er viðurkennd sem trúverðugasta skýr- ingin á uppruna og þróun lífs á jörð- inni. Andstæðingar hennar segja hins vegar kennslu á þróunarkenning- unni vera á kostnað trúarinnar. í gíslingu Vísindamenn og aðrir sem styðja þróunarkenningu Darwins fram yfir sköpunarsögu Bibhunnar hafa ákveðið að sniðganga vitnaleiðsl- urnar. Talsmenn vísindasamtaka, bæði í fylkinu sem og á landsvísu, segja vitnaleiðslurnar fykta af hlut- lægni gegn vísindum. Einn þeirra, Jack Krebs, varaforseti Kansas Cit- izens for Science, segir vitnaleiðsl- Charles Darwin TrúðiáGuð og héltþvl fram að dýrþróuðustí samræmi við það um- hverfi sem þau byggju I. Arið 1999 ákvað íhaldssamur meiri- hluti skólanefndar fylkisins að draga úr mikilvægi þróunar- kenningarinnar í kennslu í þróun lífsins. urnar grín. „Þeir [kristnir thalds- menn] halda vísindum og menntun í gíslingu," segir hann. í stað þess að mæta í vitnaleiðsl- urnar halda stuðningsmenn þróun- arkenningarinnar blaðamannafundi þá daga sem þær standa yfir. Margir lrkja þessu máli við þegar kennari í Tennessee var dæmdur árið 1925 fyrir að brjóta lög sem bönnuðu kennslu á þróunarkenningunni. Máhð gekk undir nafninu Scopes- aparéttarhöldin. Hugvitsamleg hönnun Fjöldi vitna verður dreginn fyrir skólanefndina. Athygli vekur hins vegar'að þau em öh vilhöU því að gera sköpunarsögunni hærra undir höfði þegar kemur að því að kenna uppruna lífsins. Mörg þeirra aðhyU- ast kenninguna um hina „hugvit- samlegu hönnun" (á ensku intellig- ent design). Hún gefur sér að vís- indalegar sannanir vísindasamfé- lagsins geti ekki útskýrt fjölbreyti- leika alheimsins og þess vegna hljóti einhver æðri máttur sem hafi kveikt lífið. Farið er fram á að fleiri sjónar- mið en þróunarkenningin fái að heyrast um uppmna lífsins, og þá helst sköpunarsaga Biblíunnar. Aparéttarhöldin Öfugt við flest önnur vestræn lönd, þar sem þróunarkenning Darwins er af flestum talin trúverð- ugasta skýringin á uppmna h'fsins, hefur andstaða við sömu þróunar- kenningu aukist verulega víðs vegar um Bandarikin. Kansas hefur ekki farið varhluta af því. Árið 1999 ákvað íhaldssamur meirihluti skólanefnd- ar fylkisins að draga úr mikilvægi þróunarkenningarinnar í kennslu í þróun lífsins. Sömu dehur eru í mörgum öðr- um bandarískum fylkjum. Hins veg- ar banna alríkislög að sköpunarsag- an sé kennd sem skýring á þróun lífsins. Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað úr um það árið 1987. Billy Graham Bandarísk- ir bókstafstrúarmenn hafa ; tengt trúarhugmyndir sin- ; ar við vísindi til að gefa þeim meiri vigt. 4.15°/ vextir Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti lánin eru verötryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoöaðir á fimm ára fresti. Hægt er aö greiða upp án uppgreiðsiugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshiutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúöarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. K Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* I anstiini 5 .u ,u 10 ,u Lanstimi 5 ár 25 ar 4,15% vextir 18.485 5.361 *l.án meó |,itntjroiðslu.KM<>iÓ jn verðbót.i Raðcjjiif.u «>khnr voita allur njiuiri upptýsiiKjor. fni ijetur litið inn I ArmuKi 13;\. hringt i mmu S-10 SOOO eða senl tölvujxSvt j fi jöhi'b trjjKi js

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.