Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDACUR 9. MAÍ2005 Sport DV Gullkynslóð Fylkis að kveðja Fylkismenn hafa undanfarin ár keyrt liðið áfram á uppöldum heimamönnum sem myndaö hafa kjarna liösins. Sá kjarni er næstum horfinn og er það undir sumrinu komið hvernig næstu ár verða. 4-3-3 Frá því að Fylkismenn lentu í öðru sæti sumarið 2000, þá sem nýliðar, hefur liðið iðulega verið í topp- baráttunni í deildinni, en án árangurs. Gullkynslóð Fylkis er að stimpla sig út úr liðinu og þurfa nú þeir sem eftir eru að sýna hvað í þá er spunnið. BHbJMMMBMMRHHMB-.......-...BlSswSp Erik Gustafsson frá Sviþjóð Björgvin Freyr Vilhjálmsson ' tilVikings Ólafur Páll Snorrason tllFH Þorbjörn Atli Sveinsson til Fram Þórhallur Dan Jóhannsson til Fram 1 íSSSj Ekki hafa orðið miklar breytingar á liðinu en fleiri leikmenn hafa farið en komið. Fylkishjörtu margra stuðnings- manna misstu úr takt er ljóst varð að Þórhallur Dan Jóhanns- son yrði ekki með liðinu, en hann hefur verið andlit iiðsins út á við hvað varðar liðsanda og stemningu. Þá eru einng tveir mikilvægir hlekkir í liðinu meiddir, Haukur Ingi Guðnason og Ólafur Ingi Stígsson, og verða væntanlega ekkert með í sumar. Fylkismenn hafa fengið tvo nýja leikmenn til hðs við sig, Svíann Erik Gustafsson og Vfldnginn Viktor B. Amarsson sem ættu að styrkja liðið mikið. En það er klárt að liðið skortir tilfinningalega breidd og má Þorlákur Ámason varla við því að fleiri menn verði frá vegna meiðsla - sem var stórt vanda- mál síðasta sumar. Það er reyndar von á tveimur Argen- tínumönnum í Árbæinn til reynslu en vandamál í tengslum við vegabréf hafa staðið í vegi fyrir komu þeirra. Sennilega em þeir fallnir á tíma. Fylkismenn ætla að mörgu leyti að stóla áfram á uppalda heimamenn. Ragnar Sigurðsson kemur inn í vörn liðsins og búast má við miklu af Kjartani Ágústi Breiðdal, Eyjólfi Héðins- syni og Alberti Ingasyni. Nú er komið að þeim að skapa nýja og ferska kynslóð góðra Fylkisleik- Bjami Þórður Helgi Valur i. ... © Valur Fannar Ragnar • • Cunnar Þi Cuðni Rúnar Finnur • • Hrafnkell Viktor Sævar Þór • • © Björgólfur flBHHHMHNMMtMÍÍRMIMnMIMHfÉHMMl |l. \ ú\t * 4 f * M ir m b 1 ’ ,v.' * , lili Viktor Bjarki Arnarsson, miðjumaður AF HVERJU VALDIEG FYLKI „Þetta er flottur klúbbur sem hefur á að skipa frábæmm leikmönnum, frábæmm þjálfara og umgjörðin í kringum liðið er alveg frábær," sagði Viktor Bjarki Arnarsson sem kom til Fylkis í haust frá Víkingi. Aðspurður sagði hann að það væri munur á umgjörðinni f kringum þessi tvo félög. „Það er frábær umgjörð í kringum félagið og ekki skemmir aðstaðan fyrir. Mér finnst umgjöröin vera aðeins betri hjá Fylki, þó svo að um- gjörðin hjá Víkingi í fyrra hafi verið mjög góð. Síðan er verið að setja á laggirnar nýjan stuðningsmannaklúbb og það verður ekki leiðinlegt að spila í sumar fyrir framan þessa stuðnings- menn. Viktor kvaðst bera ákveðnar væntingar til sumarsins. „Félagið á eftir að verða Íslandsmeistari og það væri ekki leið- inlegt ef það myndi gerast, en við stefhum að minnsta kosti á að gera betur en í fyrra." Inni í búnings- klefanum með... Sævari Þor Gíslasyni Hver á ljótasta hflinn í liðínu? Helgi Valur Damelsson. Einhvem Izuzu að ég held. Gamalt drasl. Hver er með loðnustu bringuna í liðinu? Ég held að það sé Valur Fannar. Hver er mesti snyrtipinninn í liðinu? Viktor Bjarki Amarsson. Styrtipinni er eitt orð yfir þennan mann. Hver er ijósabekkur liðsins? Albert Ingason á eflaust árskort f Sælunni.. Hver er látúnsbarki liðsins? Björgólfur Takefusa tekur oft lagið á æfingu. Ljósabekkurinn Hver er óstundvísastur í liðinu? Jón Björgvin Hermannsson. Hver er með furðulegustu klippinguna? Það er hermaðurinn Gunnar Pétursson. Hver er hjátrúarfyUstur í liðinu? , , „ Eyjólfur Héðinsson. Hann spilar alltaf f Hjátruarfyllstur samabolnum. NIÁLL EIÐSSON knattspyrnuþjálfari metur liðin í Landsbankadeildinni í sumar Markmaðurinn... .. .stóð sig vel í íyrra og festi sig í sessi í Fylkisliðinu. Þeir em vel settir með hann innanborðs. Vörnin er... ...reynslumikil fyrir utan Ragnar Sigurðsson. Þrátt fyrir að Þórhallur Dan hafi farið frá liðinu ætti vörnin að standa sig vel. Miðjan er... ...spurningamerki þar sem Ólafur Stígsson er meiddur og Finnur og Guðni farnir að eldast. Hins vegar ætti reynslan að vega þungt. Það er einnig spurning um frískleika miðjunnar sóknarlega séð. En þetta em vel spilandi strákar á miðjunni og ættu að geta staðið sig vel. Sókniner... ...spurningamerki og þá sérstaklega hvort Björgólfúr sé í standi. Ef hann verður í sama formi og fyrir tveimur árum og ef Viktor og Sævar ná sér á strik þá lítur þetta vel út. Þjálfarinn er... ...reynslunni ríkari eftir síðasta sumar og þekkir Uðið sitt væntanlega betur fyrir vikið. Lykillinn að velgengni er ...að leikmenn Fylkis verði heilir í sumar því breiddin er minni en síðustu tímabil. Þá virðist mér vanta þann neista sem var í kringum félagið fyrir 2-3 árum og er nauðsynlegur fyrir lið í toppbaráttu. Á # í kvöla íþróttadefld Sýn;rr ijallar um Fylki, liðið sem er í fimmta sæti í spá Sýnar og DV fyrir Lands- bankadefldina í fótbolta, í kvöld. Meðal efiiis í þættinum er viðtal við eldlieitan stuðningsmamt hðsins, og V;fl Fannar Gíslason, fyrirliða hðsins. Ohssport er á Sýn í kvöld og hefst kl. 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.