Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 27
DV Sport MÁNUDAGUR 9. MAl2005 27 Sjö Norður- landatitlar hjá Islend- ingum íslensku júdókeppendumir gerðu það gott á Norðurlanda- mótinu í júdó sem fram fór í TBR- húsinu í gær. Alls hömpuðu sjö ís- lenskir keppendur Norðurlanda- titli, þar af þrír í flokki 14-16 ára. Þar voru það þeir Birgir örn Ómarsson (—73 kg.), Jón Þór Þór- arinsson (-66 kg.) og öm Davíðs- son (-81 kg.). Hjá fullorðnum urðu Gígja Guðbrandsdóttir, JR (-70 kg.), ÞormóðurÁmi Jónsson, JR (+100 kg.), Þorvaldur Blöndal, Ármamii (opirm flokkur) ogVign- ir Grétar Stefánsson (-81 kg.) meistarar en sá síðastnefndi var maður mótsins. Hann vann allar viðureignir sínar á ippon-kasíi og vann úrslitabardagann á „kasti mótsins," eins og viðmælandi DV Sports hafði á orði. Heiðursgestur mótsins var Japaninn og ólypíumethafinn Kenzo Nakamura Hamt mun á morgun og á mánudag stýra æf- ingabúðum fyrir alla keppendur sememallsll2 talsinsfráöllum Norðurlanda- þjóðum. 'v% / \ > ■ ö Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Tusem Essen urðu um helgina Evrópu- meistarar eftir frækinn sigur á öðru íslendingaliði, Magdeburg. Ólafur Stefánsson rétt missti af meistaradeildartitlinum með Ciudad Real. Guðjón Valur Evrópumeistari Fyrir leik Essen og Mag- deburg bjuggust flestir við því að það yrði aðeins formsatriði fyrir Magdeburg að klára leik- inn gegn Essen. Fyrri leikn- um lauk með átta marka sigri Magdeburg og mátti liðið því tapa með sjö mörk- um í Oberhausen á heima- velli Essen í þeim síðari. Guðjón Valur og félagar mættu hins vegar mjög grimmir til leiks og náðu und- irtökunum strax á fyrstu mín- útu. Þegar korter var óleikið var munurinn níu mörk en þá spýttu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í lófana og náðu að minnka muninn í sex mörk þegar fimm mínútur voru eftir. „Við ldúðruðum noklcrum góð- um færum á þeim tímapunkti og misstum boltann of auðveldlega," segir Guðjón Valur. „En Hannawald markvörður varði tvö mikilvæg skot og við skoruðum úr hraðaupp- hlaupum í kjölfarið og komumst aftur inn í leikinn. Við vorum svo einum fleiri þegar hálf mínúta var eftir og ég skoraði úr horninu 30. markið. Leikurinn var á leið í víta- keppni en okkur tókst að ná boltan- um aftur og Dimitri Torgowanow skoraði á síðustu sekúndunni." Guðjón Valur segir það vissulega sérstakt að hafa unnið titilinn, sér- staklega þar sem leikurinn var ís- lendingaslagur. „Þeir voru mjög prúðir og óskuðu mér til hamingju. Um leið voru þeir auðvitað mjög svekktir að hafa ekki unnið." Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Magdeburg og Arnór Adason átti stutta inn- komu í síðari hálfleik. „Þeir stóðu varnarinnar hjá Mag- deburg og ég vona að hann sé að komast í sitt fyrra form svo hann geti hjálpað okkur í landsliðinu að bæta varnarleikinn sem hefur verið okkar höfuðverkur upp á síðkastið." í Barcelona tólcu heima- menn á móti Ólafi Stefáns- syni og félögum í Ciudad Real í síðari leik liðanna í úr- slitum meistaradeildarinnar. Madrid-menn unnu fýrri leik- inn með einu marki sem dugði skammt því Börsungar unnu þann síðari með tveimur, 29-27. Lokamínútur þess leiks voru einnig æsispennandi en síðasta sókn Barcelona varði í næstum þrjár mínútur, þær síðustu í leiknum, sem að lokum endaði með markinu þýðingarmikla. Ólafur átti mjög góðan leik og skoraði sex mörk sem dugði því miður ekki til. Hann hefur áður fagnað þessum tidi, árið 2001 með Magdeburg. eirikurst@dv.is Dugði skammt Christoph Theuerkaufskorar eitt afsex mörkum slnum fyrir Magdeburg gegn Essen á laugardaginn. dpa Ýmislegt framundan í íþróttanámi Íþróttaakademían opnaríhaust Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattíeik, er framkvæmdastjóri ÍAK, íslensku Íþróttaakademíunnar, sem verður ýtt úr vör í haust. Akademían er hug- arfóstur nokkurra aðila sem sáu, að sögn Geirs, visst sóknarfæri í íþróttageiranum. „í þessum töluðu orðum er verið að reisa nýtt og glæsilegt húsnæði í Reykjanesbæ sem verður tilbúið um miðjan ágúst," sagði Geir og bættí við mikill áhugi væri fyrir akademíunni. „Nú þegar eru umsækjendur orðnir 30 talsins en við mu um taka inn 30- 35 nem- end- urog um- sóknarfrestur rennur út 27.maí.“ Geir fuUyrðir að starfsemin verði fjölbreytt. ÍAK og Háskólinn í Reykjavrk munu í samstarfi bjóða upp á íþróttakennaranám. „Þar munu nemendur útskrifast á há- skólastigi sem íþróttafræðingar með kennararéttindi." Námið verður uppbyggt með þeim hætti að nemendur æfi í Íþróttaakademíunni frá 8 tíl 10, sinni síðan náminu til klukkan fjög- ur og geti síðan sinnt æfingum með srnum félagsliðum. Þetta verður gert í samráði við hvert íþróttafélag fyrir sig tfl að tryggja að nemendur vinni rétt og markvisst að sínum æfingum, hvort sem það er líkamsstyrk- ur, tækniæfingar os.frv. íþróttaaka- demían er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi en að sögn Geirs hafa margir leitt hugann að sams konar dæmi en enginn hrint í framkvæmd. „Núna munum við íslendingar loksins eiga okkar eigin Íþróttaakademíu eins og þekkist í flestum öðr- um löndum." Geir Sveinsson Framkvæmdarstjóri nýrrar íþróttaaka- demíu sem tekurtil starfa IReykjanesbæ I haust. 155/80R13 áður 5.990 nú 3,960 1 75/65R1 4 áður 7.590 flll 5,312 Sækjum og sendum mr/zrmr jtr-báðar leiðir.Verð frá kr. 850 185/65R15 aður 8.990 nu 6.460 195/70R15 8pr. sendib. áður 13.700 nú 9.435 Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu afvinnu! DEKK BON OG ÞVOTTUR SMURÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSASKIPTl PERUSKIPTI RÚÐUÞURKUBLÖÐ SÆKJUM OG SENDUM BI LrA Þ.V.O T|T. U R BiUKO dilko Léttgreiðslur V/SA Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.