Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 Menning DV Skáldspírukvöld # 35 Benedikt Sigurðsson Lafleur efnir til þrítugasta og fímtnta skáldaspírukvölds annað kvöld á Kaffi Reykjavík og hefst dagskráin kl. 21. Þessi skáld iesa úr verkum sínum: Haraldur S. Magnússon les ný ljóð eftir sig, þá les Birgitta Jónsdóttir úr nýjum ljóðabókum, en alls gaf hún út 10 nýjar ljóða- bækur á dögunum. Eftir hlé les Stefán Máni úr verkum sínum og Steinunn P. Hafstað úr nýjustu ljóðabók sinni. Þetta verður síðasta skálda- spírukvöldið á Kaffi Reykjavík á þessu vori, en síðasta skáldaspíru- kvöld vetrarins verður haldið 24. maí í bókabúðinni Iðu í Lækjar- götu. Þá er fyrirhugað sérstakt upp- skerukvöld á vegum Lafleur-út- gáfunnar í Iðu þann 17. maí en útgáfan sendi nýlega frá sér sex nýjar bækur með textum eftir Kristján Hreinsson, Þorstein Ant- onssson, Eyvind P. Eiríksson, Gunnar Dal, Hörð Gunnarsson og Benedikt S. Lafleur, svo á þeim bær er full ástæða til upp- skeruhátíðar. Hildigunnur Þráinsdóttir Aðalatriðið erað skemmta sér með krökkunum. Sumarnámskeiðatlminn vofir yfir barnaheimilum en nú blasir við hvernig sumarleyfum verður háttað og þá hefst sá t(mi árs- ins þegarfinna verður börnum **►' “ nýviðfangs- ' efni. I jún( hefjast leiklistarnám- skeið hjá Leikfé- lagi Akureyrar, en námskeið félagsins I haust slógu algerlega I gegn og var troðfullt á öll námskeiðin og tóku yfir (00 krakkar á aldrinum 8-14 ára þátt ( þelm. Þv( verður fjörið endur- tekið. I sumar verða námskeiðin með að- eins öðru sniði en þau verða kennd frá mánudegi til fimmtudags tvær vikur í senn. Hlldlgunnur Þráins- dóttir leikkona kennir á námskeið- unum sem fara öll fram (leikhúsinu. Hildigunnur kveðst hafa sérstakan áhuga á að gera eitthvað skemmti- legt með nemendum, skemmta sér með þeim og efla sköpunargáfuna. Á námskeiðunum fá krakkarnlr þjálfun í að koma fram, sjálfs- traustið eykst og börnin eru hvött til að húgsa sjálf- stætt. Þau fá grunnþjálfun í sviösfram- komúog leik- tækni. Markmiðið er að efla einbeitingu, frumkvaéði, skap- andihugsunog tilfinningalegt innsæi nemenda, auk þess að þroska með þeim hæfi- leikann til að vinna (náinni sam- vinnu með öðrum. Kennslan fer fram með æfingum og leikjum. Far- ið verður (spuna, leikhússport og æföar stuttar senur eftir þv( sem efni standa til. Nemendur og kenn- ari spinna saman gegnum ævintýri lelkhússins. Einnig verða haldin námskeið fyrir fullorðna vegna fjölda áskoranna, frá fólki sem vill láta gamla drauma rætast eöa gera eltthvað nýtt og skemmtilegt. Á þeim námskeíðum verða æfðar senur, draumasenur þátttakenda eða senur sem nem- endur velja I samráði við kennara. Á námskeiöinu fá nemendur þjálfun ( að koma fram, tjá sig, kynnast sjálf- um sér og leika sér! Kennt verður á sviöi leikhússins og nemendur kynnast krókum og kimum hússins. Skráning er hafin. Hægt er að skrá sig á netfangið mida- sala@leikfelag.is eða (síma 8628011 eftir klukkan 17 á daginn. LA hefur það á stefnuskrá sinni að fá ungt fólk (auknum mæli í leikhús og eru leiklistarnámskeið til þess ætluð að efla áhuga ungs fólk á leiklist og ala upp áhorfendurframtlðarinnar með því að auka skilning þeirra á gildi leiklistar og víkka sjóndeildarhringlnn. Gamalt og glæsilegt leik- hús í vetrar- veðri Þar verða námskeið sum- arsins haldin. Listahátíðin í Reykjavík hefst á vinnuhjúaskildaga þann 14. maí. Hátíðin er nú orð- inn árviss atburður og hefur sjaldan verið stærri að umfangi. Megináhersla er á nútímamyndlist í dagskrá hátíðarinnar og verða nýstárlegar sýningar á hennar vegum um allt land og alla borg. Þegar er uppselt á hljómleika Röggu Gísla og Anne Sophie von Otter. HijrMm í sfðimtu imHrinum Það eru þrjátíu og fimm ár síðan Listahátíðin í Reykjavík var sett á stofii, en fýrir þann tíma voru listahá- tíðir í borginni stopular og á vegum samtaka listamanna. Ragnar í Smára var einn af hvatamönnum að stofnun hennar og ekki dró tilstyrkur Vladi- mírs Askenanzy úr samtakamætti þeirra sem komu hátíðinni á fót. Nú er Listahátíðin orðinn árlegur viðburður og stjóm og listrænn stjómandi hafa sýnt aukið þor í að koma viðburðum á hennar vegum á framfæri víðar á landinu. Margir atburðir á dagskrá hátíðar sem þess- arar em stakir og verða því fáir aðnjótandi þess sem á boðstólum er. Sú áhersla sem ákveðið var fyrir þremur árum að leggja á myndlistar- þátt hátíðahaldanna gerir það að verkum að sýningarhald fyrir allan fjölda áhugamanna varir lengur og er óhætt að fuilyrða að hátíðin muni hafa varanleg áhrif á stöðu myndlist- ar hér á landi. Ráðist var í viðamikið kynningar- starf á erlendri grund í samstarfi við erlenda kynningarskrifstofú og er væntanlegur hingað stór hópur erlendra gesta til að skoða hátíðina og mun það leiða til mikillar kynn- ingar í erlendum blöðum og tímarit- um á íslandi og því sem hér er að ger- ast í listum. Þessa vikuna verður lokahönd lögð á undirbúning í sýningarsölum um allt land á þeim viðburðum sem að myndlistinni lúta, en miðasala hefur staðið um nokkurn tíma á ein- staka viðburði og gengur vel að sögn kynningarstjóra hátíðarinnar. Fyrir fjölskyldufólk verður sirkus á Hafhar- bakkanum í Reykjavík, von er á þremur erlendum dansflokkum hingað og þá er ótalið margt það sem er í boði tónlistarkyns á hátíðinni. Mikill spenningur er um þessar mundir fyrir portúgölsku fadosöng- konunni Marizu, en hún mun halda tvenna tónleika á Broadway undir lok mánaðarins og htur út fyrir að upp- selt verði á þá báða en aðeins eru 1600 miðar til sölu á þessa tvenna tónleika. Miðasala Listahátíðar er sem fyrr í Bakarabrekkunni í Reykjavík en há- tíðin hefur líka komið sér upp glæsi- legum vef þar sem kynna má sér hvað er í boði: www.artfest.is. Þá er út komin stórt hefti sem geymir dag- skrána og næstu vikur verður stöðug umfjöllun trygg í helstu fjölmiðlum um hvað er í vændum. Að þessu sinni gætir þess við und- irbúning hátíðarinnar að atvinnufyr- irtæki í landinu hafa áttað sig á hversu mikilvægur stuðningur er við rekstur af þessu tagi þótt opinberir aðilar leggi mest á sig til að hátíða- höldin verði að veruleika. Aðalsam- starfsaðilar Listahátíðar að þessu sinni eru KB banki, Icelandair, Eim- skip og Radisson SAS - hótelin. Þá eru mörg fyrirtæki sem leggja hátíð- inni lið með stuðningi við einstaka viðburði. Frægur Sölumaður í London Fræg sviðsetning og margverð- iaunuð á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller hefur göngu sína á Lyric-leikhúsinu á Shaftesbury Avenue á morgun og verður þar í gangi frarn í byrjun nóvember. Hún var upphaflega sett upp á Goodman-leikhúsinu í Chicago 1998 og var síðan flutt á Broadway þar sem hún vann til fimm Tony- verðlauna. Var í þann tíma rætt um endurkomu verksins á svið leikhús- anna sem opinberun. Sviðsetning- in í London er að öliu leyti hin sama: Brian Dennehy er sem fyrr í meginhlutverkinu sem Wiily Lom- an, þótt ýmsir teldu í þessari svið- setningu pólinn hafa færst talsvert til: brennipunkturinn í sviðsetn- ingunni væri Linda Loman. Dennehy er mörgum kunnur sem leikari og hefur starfað jöfrium höndum á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék síðast á sviöi í uppsetningu Peter Brook á Kirsu- berjagarði Tjekovs og þar á undan á mótí Vanessu Redgrave í Long Days Journey into Night eftir O’Neill sem hann hlaut Tony fyrir rétt, eins og túlkun sína á Loman. Dennehyhefurleikið meðal annars í Romeo+Juliet eftir Baz Luhrman, Presumed Innocent, F/X, Legal Eagles, Cocoon, Gorky Park og First Blood. Þá hefur hann leikið í íjölda sjónvarpsmynda. í tilefni af frumsýningunni birti Guardian á laugardag hugleiðingu eftír bandaríska leikskáldið David Mamet sem hefúr meðal annars fjall- að um sölumenn í verki sínu Gleng- arry Glen Ross. í hugleiðingu sinni fjaliar Mamet um Sölumanninn og segir þaö ekki verk sem túlki sammannlega reynslu, veruleiki verksins sé gyðinglegur og það tjái hlutskiptí gyðinga í Bandaríkjunum umfram annað. Bandaríkin séu enda rasískt land og öll tilvist þess sam- félags byggi á rasískum viðhorfum. Ríkjasambandið hafi líka frá lokum síðari heimstyrjaldar einvörðungu háð stríð gegn lituðum þjóðum og grunnhugsim í menningu þess séu yfirburðir liins hvíta kynstofiis. Sýningin á Lyric verður sem fyrr segir á fjölunum ffarn í nóvember. Brian Dennehy (hlutverki Willy Loman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.