Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 Siðast en ekki síst DV ________I_________!_______________________I___________ Rétta myndin Fjölskyldudjásnið farið. Það þarf ekki lengur að bregða mönnum til að vinna fuilnaðarsigur I júdó. Kattakvóti á Grundarfirði Lög sem tekin voru í gagnið 1. maí meina kattaeigendum á Gnmdarfirði að eiga fleiri en tvo ketti. „Eg er búin að losa mig við 27 kett- linga síðan í desember og það hefur gengið vel. Verr gengur að losna við þá sem eru orðnir fullorðnir," segir Helga Stolzenwald, húsmóðir í Grundarfirði. Hún hefur alltaf átt marga ketti og það kom flatt upp á hana að þurfa að losa sig við alla kettina sína. „Ég myndi alveg sætta mig við að [TjjEI losa mig við einhverja af Luill þeim því þeir voru jú svolítið margir. Hins vegar er bara erfitt að losa sig við allan þennan fjölda. Ég er nú þegar búin að þurfa að svæfa fimm kettlinga og það er bara alltaf jafh sárt,“ segirHelga. Hún fékk ekki langan tíma til að losa sig við kettina en núna er hún ennþá með sex fullorðna ketti og fjóra kett- linga. „Ég vona að ég megi vera með að minnsta kosti fjóra á endanum, ég ætla að sækja um það. Ég efast um að ég fái leyfi fyrir öllum sex. Á endanum verð ég líldega bara að svæfa þá, fólk er hrætt við að taka fullorðna ketti en það er bara alls ekki erfitt að venja þá við, ekki síður en kettlingana." Ástæðan fyrir þessum lögum er aðallega sú að Helga býr niður við höfit og kettimir sækja mjög í fiskikör- in. Sjómennirnir voru orðnir leiðir á því. „Ég er alveg tilbúin að fækka hjá mér, það er ekld málið, mér finnst bara þetta takmark ekki nógu liðlegt við okkur sem eigum ketti. Svo eru það auðvitað ekki bara mínir kettir sem eru að þvælast þama." Helga Stolzenwald Er ekki sátt við að ekki megi eiga fleiri en tvo ketti en erþó tilbúin að komast til móts við yfirvöld. Hvað veist þú ur. árið 2003 f 1. Hversu mikil verðbólga mældist árið 2003? 2. Hvenær á árinu 2003 var Hilmar örn Hilmarsson vígður allsherjargoði ása- trúarmanna? 3. Hversu mikið af áfeng- um drykkjum innbyrti með- al íslendingurinn á árinu 2003? 4. Hvenær á árinu 2003 sýndu kannanir að Frétta- blaðið væri orðið mest lesna dagblað landsins? 5. Hversu margir keppend- ur skráðu sig í fyrstu Idol Stjörnuleitina sem Stöð 2 hélt þetta ár? Svör neðst á síöunni • Hvaðseqir mamma? „Hann er bara rosa gleðigjafi." segir Guðrún Ásmunds- dóttir, ieik- kona og móðir Ragn- ars„Rassa Prumps" Kjartansson- ar„Hann kemur mömmu sinni alltaf til að hlæja. Ég sé alltafjafnlitið afhonum þessa dagana. Hann kemur eins og fluga heim stöku sinnum. En mamma fær aldrei nóg afhonum. Nú var ég að hlusta á diskinn hans og það kemur alltafá óvart, I sam- bandi við Ragnar, hann er náttúru- lega svo mikill sprellari, en bæði í myndlistinni og á nýja disknum er einhver dýpt. Ég verð alltafjafn hissa á honum. Mömmur vita nátt- úrulega næstum allt um börnin sín en þetta kemur mér alltafjafn skemmtilega á óvart." f Finthjá verkfræðingnum Kristjáni Garðarssyni sem lét ekki óprúttinn leigubílastjóra svindla sér. Kristján fékk sitt til baka og bllstjórinn var rekinn með skömm. 1.2,4% 2.26. júní. 3.86 lítra. Þar af 52% bjór, 27% létt- vín og 21% sterk vín. 4.1 mars 5.1400 manns. l/ern// $iumin tíoup m oq tím $é eim/ÉRSÁtí$mmm Peqár “wfftö" 0? gi'bglég sftmnt í shA mm... ...ÉN&OfiO. LDKUM IANQÁP HIQ f MEmf WÍC-Þ^ uOQ7" ÉQ H£tw! WMQÉNHWQæftL m einm emHm DJÖfUll£QU mNQRÁS? þú SfQIP NOMiUnl &8AIM m VFtít öm/Hiow. p isiens u ngin gre „íslenskt leikhús verður aldrei rekið með hagnaði, ekkert frekar en íslenskur landbúnaður. Það vita allir sem stundað hafa leikhúsrekstur á þessum litía markaði," segir Sigurð- ur Kaiser, leikhússtjóri Loftkastal- ans. DV greindi fá því á föstudaginn að húsnæði leikhússins hefði verið selt á nauðungaruppboði. Sigurður Kaiser ætíar þrátt fyrir það að halda starfsemi áfram og segir kröfurnar sem um ræðir ekki á reksturinn sjálfan eða Loftkastalann ehf., held- ur á húsnæðið. „Óneitanlega er óþægilegt að sitja undir þessu og vera um leið að undirbúa sýningar sumarsins. Við frumsýnum söng- leikinn Múlan Rús 26. maí og tón- leikinn Bítí 24. júní. Auk þess mun sýning Leikfélags Ilornafjarðar á söngleiknum Superstar verða sett upp 18. og 19. júní." í máli Sigurðar kemur ffam, það sem reyndar fleiri þeir sem standa í sjálfstæðum leiklistarrekstri vita, að þegar hið opinbera hagi sér með þeim hættí sé engin leið að halda höfði. Stjórnvöld dæli peningum í tílteknar stofnanir og mætí allri samkeppni með undirboðum á markaði sé því að dreifa. Samkeppn- isstaðan sé rammskökk og ósann- gjörn. „Stjórnvöld verða að gæta jafnræðis við skiptingu fjármagns til geirans svo þau skekki ekki stöð- una." Þetta telur Sigurður eina helstu ástæðu þess að leik- húslíf á íslandi hefur litið betri tíð. „Greddan í fslensku leik- húsi er engin um þessar mundir og þess vegna er leikhúsið steindautt. List- grein sem hefur ekkert nýtt fram að færa verður að um- breyta sér og byrja nýtt líf.“ Nú tekur við samninga- lota við þá aðila sem komu að uppboðinu á húsnæði Loftkastalans, bæði þá sem áttu gömlu kröfurnar og þá sem buðu í húsið. Vilji þeirra mun ráða úrslitum um það hvort leikhúsrekstur verður í húsinu til framtíðar. „En það stendur ekki á okkur og við verðum hér alla vega fram á haust og vonum að opinberir aðilar geti einnig stutt við bakið á / okkur," segir Sigurður. jakob@dv.is | mSKm ________________________________ Sigurður Kaiser | Sendir stjórnvöldum tóninn, segir þau með aðgerðum sínum skekkja samkeppnis- stöðu fsiensks leikhúss með þeim afleiðingum aðþaðsé dautt núum stundir. Lárétt: 1 höfuð, 4 vot- !endi,7 megnir,8 leiðsla, 10 heiti, 12 fiður, 13 leik- föng, 14 pár, 15 svelg, 16 blót, 18 reikningur,21 hótar. 22 fljót, 23 hljóp. Lóðrétt: 1 hæð,2 hræðslu,3 fugla,4 smánar, 5 væta, 6 utan, 9 duglega, 11 gaddur, 16 sterk, 17 ágæt, 19 hugar- burð, 20 beita. Lausn á krossgátu u6e 07 '69 61 '996 /_ i 'uioj 91 'tsojg 11 'e|njo 6'uu| 9'ejXs'jeun>jUUiuj Þ'e6u!|puss e'66n z '194.14Í3J991 -uuej £2 'eg9iu 77 'jbu69 u 'ej9U 8t 'u6bj 91 'nQ! s l '!OJ>i Þ l '||n6 £ t 'upp 71 'ugeu 01 'u6o| 8 'J!ia6 l 'PÍuj y 'sneq 1 :h3Jbt A KASSANUM Með llluga Jökulssyni alla virka dága kl. 18. Talstöðin FM 90,9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.